Minna stress um jólin!

chirstmas-roasting-chestnutsEf þú ert stressuð/aður – ættirðu að nota jólahátíðina og hefðirnar sem henni fylgir til þess að snúa skapinu við. Vísindamenn segja að þátttaka í hefðunum geta haft áhrif á efnaskiptin í heilanum. Þessi ráð voru fundin í Woman’s World tímaritinu. Til dæmis:

  • Bakaðu smákökur. Ilmurinn af vanillu hefur sýnt sig að geti minnkað kvíða um allt að 70%. Þar að auki sýna rannsóknir að þegar við borðum örlitla fitu eykst endórfín framleiðsla líkamans sem og „gleðiefnið“ seratónin í heilanum
  • Annað stresslækkandi hátíðarráð er: Ristaðu kastaníuhnetur(chestnuts) að amerískum sið. Hneturnar eru með mikið B-vítamín, sem eykur orku og bætir heilastarfsemina, minnkar stressið og eykur einbeitingu. Til að rista hneturnar án þess að nota „opin eld“ er gott að skera grunt „x“ í ysta lag hnetunnar og baka í ofni í um 20 mínútur á 175°C
  • Singdu jólalög. Heilaskannar hafa sýnt að söngurinn hægir á ákveðinni heilastarfsemi sem að róar þig niður. Söngurinn neyðir þig líka til þess að taka dýpri andardrætti – sem að hægir líka stressinu.
  • Önnur leið til að minnka stressið um hátíðarnar, snyrtu jólatré – eða gakktu um jólatréssöluna. Rannsókn sem Rensselar Polytechnic Institute gerði, sýndi að ilmurinn af grenitréum getur minnkað stífleika og stress samstundis. Hvernig? Vegna þess að það ilmurinn fær okkur til að hugsa um útiveru sem að hjálpar okkur að slaka á.
  • Hörfðu á kvikmyndir eins og „Miracle on 34th Street“. Sálfræðingar segja að þær láti okkur líða betur og finna til gleði og öryggis vegna þess að þær minna okkur á jólin þegar við vorum yngri og gamlar og grundvallaðar jólahefðir og gildi.

Færðu inn athugasemd