Eru kettir heilsusamlegir?

kittenÞegar kemur að gæludýrunum, þá eru hundar efstir þegar kemur að heilsubótandi áhrifum fyrir eigendurna. Þeir geta hjálpað þér í baráttunni við hjartasjúkdóma, þyndina og haft mjög mikil áhrif á skapið eins og við fjölluðum um í september. En kattarvinir, takið eftir! Ykkar loðni vinur kann að vera í öðru sæti, en hann getur svo sannarlega haft góð áhrif á þig.

Dr. Alan Beck forstjóri „Center for Human-Animal Bond í Purdue University School of medicine. Hann segir að það sé satt að kattarvinir fái a.ö.l. sömu stressminnkandi og gleðiaukandi áhrif og hundavinirnir fá – það eru bara færri rannsóknir til að sýna fram á það. Engu að síður þá eru samt nokkur sönnunargögn fyrir þessu.

Í einni rannsókninni, þegar veðbréfasalar með háan blóðþrýsting fengu tækifæri á að taka að sér kött eða hund höfðu bæði dýrin töluverð áhrif til lækkunar á stressi veðbréfasalans. Rannsakendur við háskólann í Minnesota fundu það út að fólk sem hafði aldrei átt kött var 40% líklegri til að deyja úr hjartaáfalli en þeir sem áttu kött. Dr. Beck segir ketti frábært val ef að þú ert upptekin manneskja. þeir eru almennt séð fyrirferðalitlir, þannig að þú þarft ekki að fá samviskubit ef þú þarft að vinna pínuframeftir einstaka sinnum. Margir kattareigendur segja líka frá því að þegar þeim líður illa eða eru svekkt að þá  komi kettirnir þeirra og kúri hjá þeim, bjóði upp á róandi nærveru sem hjálpi viðkomandi að jafna sig. Þó að það sé ekki mikið af gögnum til að styðja þetta, að þá er staðreyndin þó sú að kettir hafa líkamshita upp á 38,6°C þannig að þeir eru eins og loðnir hitapokar og malið þeirra víbrar 25 sinnum á sekúndu, sem er tíðni sem getur hjálpað til við of háan blóðþrýsting.

Ef þú hefur áhyggjur af ofnæmum, þá eru hér góðar fréttir: að fá sér kött, getur jafnvel hjálpað börnunum þínum að alast upp ofnæmislaus! Dr. Beck segir að flest ofnæmi komi upp í börnum sem hafa verið vernduð frá því að komast í nærveru við hina ýmsu þætti, m.a. ketti. Hann mælir með stutthærðum tegundum – sem almennt eru góðir við börn eins og Síamskettina – sem eru þekktir fyrir gáfur sínar og félagsskap.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: