Góð málefni

donate_pageMarkmið.is hvetur alla til að styrkja góð málefni. Það að styðja við bakið á félagasamtökum sem hjálpa öðrum eða hjálpa til í samfélaginu er afar mikilvægt fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Mörg félög og samtök bjóða upp á margvíslegar leiðir til þess að almenningur geti aðstoðað, bæði sem sjálfboðaliðar en einnig fjárhagslega og hvetjum við lesendur okkar til að kynna sér starfsemi hinna margvíslegu samtaka og málefna og styðja við bakið á þessum mikilvægu félögum. Hér að neðan bendum við á heimasíður félagasamtaka sem og gefum upp kennitölu og bankareikningsnúmer fyrir þá sem haga hug á að styrkja félögin, en einnig bendum við á að nánari upplýsingar um stuðning er venjulega hægt að fá hjá félögunum sjálfum á heimasíðum þeirra eða með því að hringja í þau.

Við lítum á fjárhagslegan stuðning við þessi félög ekki bara sem stuðning við félagið og þjóðfélagið í heild sinni, heldur einnig við þína eigin buddu. Þannig eru nefnilega ótal fjármálasérfræðingar sammála um það að þeir sem gefi reglulega til góðgerðarmála hafi almennt séð betri stjórn á fjármunum sínum og að fjárhagslegar gjafir séu eitt af þeim skrefum sem fólk ætti að taka þegar það er að vinna sig úr fjárhagsvanda. Hver veit, kannski er reglulegur stuðningur við eitt af neðangreindum félögum stórt skref fyrir þig í átt að fjárhagslegu sjálfstæði. Hugsaðu málið, kynntu þér málið og taktu ákvörðun!

Ef að þú veist um gott málefni sem ætti að koma á framfæri, hafðu þá samband við okkur og láttu okkur vita.

Félögin (í stafrófsröð):

abc_logo2ABC barnahjálp var stofnuð árið 1988 sem alíslenskt hjálparstarf. Upphaflega markmiðið var að gefa ólæsu fólki í þróunarlöndum kost á að læra að lesa og skrifa, en fljótlega fór starfið að snúast um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun með hjálp stuðningsaðila. Um 12.000 börn ganga nú (árið 2009) í skóla á vegum ABC barnahjálpar sem starfar í 8 löndum og Afríku og Asíu. Hugsjón ABC barnahjálpar er að öll börn fái heimili og menntun.

UNICEFBarnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í yfir 60 ár og er áhrifamesti málsvari réttinda barna í heiminum. Samtökin standa vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára og sinna bæði langtímaþróunaraðstoð og neyðaraðstoð. Leiðarljós UNICEF er sú bjargfasta trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsu, menntun, jafnrétti og vernd. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög. Hægt er að styðja við félagið á marga vegu en öflugasta stuðningsnetið eru heimsforeldrar, einstaklingar sem greiða fasta mánaðarlega upphæð til starfseminnar (Skráningarsíða heimsforeldra: www.unicef.is/heimsforeldrar_skraning).

Heimasíða: www.unicef.is Símanr.: 562-6262 Kennitala: 481203-2950 Bankar.: 0515-26-102060

hjakirkHjálparstarf kirkjunnar styður framfaraverkefni á Indlandi, Eþíópíu, Úganda, Malaví og Mósambík. Verkefnin snúa að mannréttindum, bættri stöðu barna og kvenna, betra aðgengi að hreinu vatni og báráttu gegn HIV/alnæmi og öðrum skæðum sjúkdómum. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að einum stærstu mannúðarsamtökum heims ACT og sinnir í samstarfi við þau neyðarhjálp um allan heim. Hjálparstarf kirkjunnar sinnir umfangsmikilli aðstoð í öllum landshlutum hér heima – auk fræðslustarfs. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðunni www.help.is.

Heimasíða: www.help.is Símanr.: 528-4400 Kennitala: 450670-0499 Bankar.: 334-26-27

logo1Krabbameinsfélag Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1951 með þeim tilgangi að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Félagið vinnur að þessu á margan hátt m.a. með því að stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir, efla krabbameinsrannsóknir og beita sér fyrir leit að krabbameinum á byrjunarstigi. Hægt er að styðja við félagið á marga vegu og má nálgast frekari upplýsinga um það á heimasíðu félagsins.

Heimasíða: www.krabb.is Símanr.: 540-1900 Kennitala: 700169-2789 Bankar.: 0301-26-2789

rkiRauði krossinn er eitt af þekktari félögunum sem starfa á Íslandi. Rauði krossinn er elsta, virtasta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi, með starfsemi í 186 löndum, og stuðlar á Íslandi m.a. að bættri fræðslu um mannúðarmál, eflingu neyðarvarna og neyðaraðstoðar vegna áfalla og hamfara sem og að draga úr félagslegri einangrun og styrkja þróunarsamvinnu. Hægt er að styðja við félagið á marga vegu og hægt er að fá upplýsingar um þessar leiðir sem og um félagið sjálft á heimasíðu þess.

Heimasíða: www.rki.is Símanr.: 570-4000 Kennitala: 530269-2649 Bankar.: 0342-26-12

LogoSÍ_textalaustSkógræktarfélag Íslands er stofnað árið 1930 og er landssamband skógræktarfélaganna, sem saman mynda ein fjölmennustu frjálsu félagasamtök á Íslandi. Skógræktarfélag Íslands er málsvari skógræktarfélaganna, gætir hagsmuna þeirra og kemur fram fyrir þeirra hönd þegar þörf krefur. Markmið félagsins er að vinna að framgangi skóg- og trjáræktar í landinu og stuðla að hvers konar umhverfisbótum, með stuðningi við gróðurvernd og landgræðslu og fræðslu um skóg-og trjárækt. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.skog.is.

Heimasíða: www.skog.is Símanr.: 551-8150 Kennitala: 600269-3809 Bankar.: 301-26-11062

stigamotStígamót eru grasrótarsamtök kvenna gegn kynferðisofbeldi og allir starfshættir markast af því. Áhersla er lögð á að starfsemi Stígamóta byggist ávallt á reynslu þeirra sem þangað leita. Þegar fólk leitar fyrst til Stígamóta er því boðið upp á einkaviðtöl. Einstaklingsbundinn stuðningur við að ræða ofbeldið, rifja það upp og setja á það orð eru fyrstu skrefin í þá átt að ná tökum á afleiðingum ofbeldisins sem og á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra sem því eru beittir. Það fólk sem leitar til Stígamóta ræður sjálft ferðinni, hve mikinn stuðning það vill og í hve langan tíma. Margir velja að taka þátt í sjálfshjálparhópi eftir nokkur einstaklingsviðtöl en aðrir velja eingöngu einstaklingsbundna ráðgjöf. Viðtöl og hópar eru jafnt fyrir konur og karla.

Heimasíða: www.stigamot.is Símanr.: 562-6868 Kennitala: 620190-1449 Bankar.: 101-26-36549

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: