Hvernig á að nota endurgreiðsluna frá skattinum?

3. ágúst 2009

skatturinnÍ ágúst á hverju ári eiga margir von á endurgreiðslu frá skattinum vegna ofgreiddra skatta. Áður en þú stekkur af stað út í næstu verslun er spurning um að reyna að nýta peninginn á sem besta hátt. Skv. Money Magazine eru þetta bestu leiðirnar til þess að nýta endurgreiðsluna:

  • Númer eitt, tvö og þrjú – borga niður hávaxta kreditkorta skuldir. Fjármálaráðgjafar eru margir hverjir sammála því að borga niður hávaxta skuldir sé skynsamlegra heldur en að setja peninginn inn á bankabók. Hvað eru háir vextir? Allt yfir 10%  verður að þykja of mikið.
  • Næst best er að byggja upp neyðarsjóð. Ef að yfirdrátturinn eða kreditkortaskuldin er ekki þitt vandamál mæla sérfræðingarnir með því að leggja peninginn inn á neyðarsjóð. Mælt er með því að eiga neyðasjóð þar sem að búið er að safna saman sparnaði sem jafngildi 6-8 mánaðar hefðbundnum útgjöldum. Þessa dagana þegar hart er í ári virðist þriggja mánaða neyðarsjóður ekki duga í öllum tilvikum og því er mælt með stærri neyðarsjóð. 
  • Notaðu peninginn til að borga niður húsnæðislánið. Ef að húsnæðislánið býður upp á það, notaðu endurgreiðsluna til þess að borga niður höfuðstólinn á láninu og minnka þannig framtíðar afborganir.
  • Ef að skuldirnar eru í góðum málum, atvinnumálin eru góð, og þú ert með fínan neyðarsjóð, þá segja sérfræðingarnir að það sé kannski í lagi að eyða endurgreiðslunni í nýtt sjónvarpstæki eða ferðalag.