Úr mínus í plús með 10-10-80!

5. október 2009

101080Ertu skuldug(ur) ef svo er þá er frábær dagur í dag til þess að byrja að taka á því og koma þér og bankareikningnum þínum úr neikvæðum tölum yfir í jákvæða. Það mun taka meira en einn dag, en það er gott a ðvera byrjaður. Margir mæla með því að nota svokallaða 10-10-80 reglu í fjármálum og hvetjum við þig til þess að prufa það líka. Eftirfarandi ráð koma úr Woman’s Day tímaritinu. Hvernig virkar þessi regla? Jú allri innkomu þinni skiptirðu niður í þrjá hluta skv. formúlunni 10% sem þú gefur frá þér í t.d. góðgerðarmál, 10% sem fer í sparnað og 80% lifirðu síðan á. Jafnvel þó að þú sért verulega skuldug(ur) þá er gott að reyna að halda sig við þessa formúlu, segir Mary Hunt fjármálaráðgjafi. Hún segir að það að gefa og spara séu ótrúlega áhrifaríkar leiðir til þess að vinna á fjárhagsvanda. Það að gefa til þeirra sem minna mega sín byggji upp þakklæti fyrir það sem þú hefur nú þegar og það að leggja fyrir minnki hræðsluna á því að þú sért á leiðinni á hausinn. Þessir tveir þættir gera þér svo mun auðveldara fyrir að ráðstafa afganginum af innkomu þinni þannig að þú getir lifað á þeim auðveldlega.

Í fyrstu kann að líta út fyrir að þú þurfir að gefa upp allan kostnað sem er ekki lífsnauðsynlegur s.s. áskriftinni að Fjölvarpinu og Stöð 2, Flotta samningnum við símafyrirtækið sem bauð þér upp á 3G, Nettengingu, heimasíma og farsíman. En ef þér er raunverulega alvara með að komast úr skuldasúpunni, þá muntu gera það!

Fáðu lánaðar bíómyndir og bækur frá bókasafninu eða vinum, keyptu þér ódýr föt jafnvel „second hand“ föt og sparaðu hvern dropa af eldsneyti með því að labba eins mikið og þú getur.

Þegar kemur að því að eyða þessum 80% sem þú átt eftir, eyddu þeim fyrst á pappír áður en þú eyðir þeim í alvöru, þ.e.a.s. skrifaðu niður hvernig þú ert að fara að nota peninginn áður en þú eyðir honum. Ákveddu hvert hver króna á að fara, byrjaðu á leigunni eða íbúðarláninu og láttu síðan rekstrarkostnað heimilisins og kreditkortareikninginn taka næsta hluta.

Ef þú fylgir 10-10-80 reglunni, þá muntu minnka mánaðarleg útgjöld, passa þig á því að standa í skilum á reikningum, verða gjöfull gjafari  og meira en það, þú munt líklega getað leyft þér einhvern munað svona einu sinni í mánuði. Nei, þér finnst þetta kannski ekki líta spennandi út, en jafnvel þó þú hafir minna milli handanna og lífstíllinn sé ekki eins og sá sem þú lifir í dag, þá muntu kunna að meta allt saman miklum mun meira!