3 megrunar mistök

15. september 2009

weight-loss-programÞú borðar rétt og ert að æfa þig. En hversvegna ertu samt að bæta á þig kílóunum? Hér eru þrjú megrunar mistök sem við gerum stundum úr tímaritinu Self.

  1. Bjóðum okkur upp á of fjölbreytta fæðu: Rannsóknir sína að fólk borðar meira þegar það hefur úr miklu að velja. Þetta ætti að vera í lagi ef að ískápurinn inniheldur bara fitulítinn og hollan mat eins og grænmeti og próteinríkan en léttan mat, en það er ekki oft þannig. Hvað er til ráða? Jú að vera bara með tvær tegundir af nasli í húsinu, t.d. frostpinna og popp. Fyltu ískápinn og skápana á hinn bóginn af fitulítilli en næringaríkri og hollri fæðu, eins og undanrennu og fitulítilli eða fitulausri jógúrt, ávexti og grænmeti, heilveiti pasta og morgunkorn og próteinríkar kjötafurðir eins og fisk og kjúkling
  2. Notum líkamsræktina sem afsökun fyrir því að borða meira. Því miður brennir leikfimin ekki eins miklu og þú heldur. T.d. getur það tekið allt að 30 mínútur á þrektæki að brenna sælgætisstönginni. Næringarsérfræðingurinn Ann Yelmokas McDermott segir að þú átt ekki að líta á leikfimisæfingarnar sem réttlætingu á að borða pínulítið meira nammi eða pínulítið meira af skyndibitafæðu heldur sem þátt í þínum heilbrigða lífstíl.
  3. Hengja litlu gallabuxurnar framan á fataskápinn sem hvatningu. Það að hengja upp gömlu gallabuxurnar sem pössuðu einu sinni getur látið þér líða verr heldur en það er hvetjandi. Kathleen Martin Ginis, prófessor hjá McMaster University, stingur upp á því að einblína á afrekin þín í staðinn. t.d. næst þegar þú byrjar að bera þig saman við flotta líkamann við hliðina á þér í ræktinni, hættu því og segðu við sjálfa þig: “Ég get hlaupið 5 mínútur lengur en ég gat fyrir mánuði!“ Ekki heldur einblína á lokatakmarkið t.d. að missa 20 kg. Í staðinn skaltu einblína á skammtíma markmið eins og að fara í leikfimina þrisvar sinnum í þessari viku eða að elda hollan kvöldmat í kvöld.

Skemmtilegar staðreyndir um líkaman

12. ágúst 2009

Improve-IQ-main_FullHér eru fimm skemmtilegar staðreyndir um líkaman frá LiveScience.com:

  • Allir eru með stálmaga. Slímhimnan í maganum okkar er sterkari en járn. Samskonar sýru er nefninlega að finna í maganum sem að meltir hádegismatinn og notað er til þess að eyða ryðinu af stáli.
  • Líkamsstaða hefur áhrif á minnið. Strákar, ef þið eigið erfitt með að muna daginn sem þið báðuð hennar, prufið þá að fara niður á skeljarnar. Rannsókn sem birtist í vísindaritingu Cognition sýndi það að þið erum fljótari að framkalla gamlar minningar og þær verða skýrari þegar líkamsstaðan okkar er svipuð þeirri stöðu sem að  þið voruð í þegar minningin varð til.
  • Þú getur aukið hættuna á beinbroti við ranga megrun. Samkvæmt Háskólanum í Maryland, þurfa vöðvarnir okkar og taugarnar nægt magn af bæði kalsíum og fosfórus til þess að starfa eðlilega og beinin okkar hafa nóg af báðu. Þegar þessi tvö efni vantar, þá ákveður líkaminn hinsvegar að laga málið með því að sækja þessi efni úr beinunum, sem því miður leiðir til veikra beina sem eru líklegri til að brotna. 
  • Mikið af matnum okkar fer nærir heilann. Heilinn okkar er ekki nema um 2% af heildarþyng okkar, en hinsvegar þarf hann u.þ.b. 20% af súrefni og hitaeiningunum sem við innbyrðum
  • Þegar þú hlærð, þá hlær heimurinn raunverulega með þér. Rannsókn á vegum University College London sýndi að hlátur, á sama hátt og geispi er smitandi. Það að heyra einhvern hlæja hefur nefninlega örvandi áhrif á þau heilasvæði sem stjórna andlitshreyfingunum.