4 hátíðar mýtur

1. desember 2009
  • ResizeofChristmasDinner2Mýta #1:  Ég get tekið megrunar „frí“ og komist á rétt ról í janúar. Því miður er það ekki nógu sniðugt að gera þetta því að flestir fleyma þessu og standa sig ekki í janúar. Fyrir utan það, þá er nú aldrei sniðugt að taka „frí“ frá heilsunni!
  • Mýta #2:  Ef ég fasta í allan dag, get ég borðað eins og ég vil í jólapartýinu í kvöld. Ekki gera það! Þú setur nefnilega líkamann í hungurástand og endar á því að borða of mikið. Best er ef þú borðar litlar máltíðir yfir daginn. Síðan þegar þú kemur að hlaðborðinu um kvöldið að þá smakkarðu á öllu uppáhaldinu þínu þangað til þú ert mettur – ekki að springa.
  • Mýta #3: Ég get ekki passað línurnar þegar ég fer í matarheimsókn. Í þessum tilvikum er hreinskilni besta svarið. Segðu bara „því miður, þá leyfir áætlunin mín mér ekki að borða þessa fínu eplaböku“ og ef þau taka ekki „Nei“ sem svar, reyndu þá: „Ég borðaði svo mikið af þessu yndislega hangikjöti að ég get ómögulega stungið neinu upp í mig núna.“
  • Mýta #4 : Fjölskyldan verður ósátt ef ég bý ekki til hefðbundna matinn. Hugasðu aðeins út í þetta: Myndi fjölskyldan stoppa þig af ef þú ætlaðir að taka lyf eða banna þér að fara til læknis? Auðvitað ekki. Þannig að biddu þau um að styðja  þig í baráttu þinni fyrir bættri heilsu. Það að minnka örlítið hátíðarmatinn hefur aldrei meitt neinn – kannski fylgir meira að segja fjölskyldan fordæmi þínu í kjölfarið. 

3 lykil atriði bættrar heilsu

10. september 2009

gymescalators1. Hreyfðu þig meira! Gerðu það að daglegri áskorun að hreyfa líkamann. Labbaðu upp stiga í staðinn fyrir að taka lyftu eða rúllustiga. Farðu út með hundinn; eltu börnin; sláðu grasið; hentu bolta til vinar þíns. Allt sem hreyfir líkamsparta er ekki einungis heilbrigð hreyfing heldur minnkar líka stress! Labbaðu tvisvar upp stigana. Hugsaðu hreyfinguna í smáskrefum. Þú þarft ekki alltaf að vera klukkutíma í leikfimi, en það er samt frábært ef þú gerir það. á meðan haltu áfram að hreyfa þig!

2. Skerðu fituna í burtu. Slepptu allri sýnilegri fitu og öllu því augljóslega fitumikla s.s. frönskum kartöflum, hamboraranum og fitumikla kjötinu (eins og beikon, salami, rif og bjúgur og pylsur). Mjólkurvörur s.s. ostar, mjólk og rjómi ætti alltaf að nota lítið og einungis fituskertu vörurnar ætti að borða. Hnetur, kjötálegg, majónes, smjörlíki, smjör og sósur ætti líka að takmarka. Mikið af þessum vörum eru til „léttar“ og ætti því að nota þær frekar heldur en hinar.

3. Hættu að reykja Við vitum þetta öll! Reykingar eru slæmar fyrir heilsuna, óþarfi að fjalla meira um það hérna! Hættu þessu bara, eina sígarettu í einu!