Sparaðu eldsneytið

31. ágúst 2009

gasolineViltu spara þegar kemur að eldsneytinu? Auðvitað viltu það, hér eru nokkrar ráðleggingar úr bókinni Beat High Gas Prices Now eftir Diane MacEachern.

Ekki keyra of hratt. Bensíneyðslan eykst verulega ef að þú t.d. keyrir yfir 90 km hraða. Það þýðir það að í hvert skipti sem þú keyrir of hratt ertu að tapa pening. Sumir sérfræðingar vilja meina að ef þú ert að keyra á 100 km hraða þá sé það eins og þú sért að borga 10 krónur meira fyrir líterinn. Hægðu því á þér.

Ekki keyra of nálægt næsta bíl. Þegar þú ert mjög nálægt næsta bíl stopparðu oftar og er sífellt að auka hraðann og hægja á þér til skiptis. Þetta getur skapað álag á vélinna og minnkar eldsneytisnýtnina um allt að 2 %. Það hljómar kannski ekki mikið, en það safnast þegar saman kemur, þú getur litið á þetta sem auka 2-4 krónu afslátt á líterinn.

Hafðu slökkt á útvarpinu þegar þú kveikir á bílnum. Ef þú startar bílnum með slökkt á raftækjum bifreiðarinnar t.d. útvarpið og miðstöðina er minna álag á vélina. Minna álag þýðir betri eldsneytisnýting.