80/20 reglan aftur…nú um jólamatinn

22. desember 2009

80-20Á jólunum eigum við til að borða á okkur gat og bæta við okkur jafnvel aukaástarhöldum. Til þess að forðast nýjar tölur á vigtinni eftir jólin er hér eitt ráð sem að okkur hefur borist:

Fylgdu 80-20 reglunni: Þ.e.a.s. 80% af tímanum ættirðu að fylgja heilbrigðum lífstíl og líkamsrækt og borða hollan mat. En 20% af tímanum s.s. á sjálfum jólunum og um helgar, geturðu aðeins minnkað agan. Á meðan þú heldur þér við hlutföllin 80/20 ættirðu að sleppa við þyngdaraukningu og ná samt að njóta hátíðarinnar.


Ekki bæta við þig hátíðarþrennunni!

8. desember 2009

santa%20&%20turkeyNú þegar jólahátíðin dregur nær er gott að passa sig á hátíðarþrennunni – það eru kílóin þrjú sem oft vilja bætast við yfir hátíðarnar. Hérna eru nokkrar ráleggingar frá MSNBC um það sem þú getur gert til að forðast hátíðarþrennuna.

 • Í fyrsta lagi, ekki segja við sjálfan þig „þetta er í lagi, það eru nú einu sinni jólin“ því það mun bara opna flóðgáttirnar fyrir óþarfa ofáti. Í staðinn, þegar þú ferð í boðin, skaltu fara í þröngu fötin sem að hvetja þig til að borða ekki of mikið og einbeittu þér að félagslega hluta boðsins í staðinn fyrir matarlegahlutanum
 • Síðan, og þetta kann að hljóma augljóst, en ekki standa nálægt matnum. Rannsóknir sýna að þeir sem eru of feitir sitji standi yfirleitt 5 metrum nær hlaðborðinu en þeir sem eru léttari. Ef þú ert meira en 5 metrum frá ertu líka 77% minni líkur á því að þú skoðir hvað er í boði áður en þú fyllir diskinn. Þannig að í staðinn, veldur 3 eða 4 rétti sem þú hefur ekki smakkað áður, settu þá á diskinn og reyndu að forðast af fara aftur og aftur.
 • Önnur leið til að forðast hátíðarþrennuna: Hreyfðu þig á hverjum degi, sama hvað. Jafnvel 10 mínútur geta brennt soldlu stressi og kannski jafnvel hálfri smáköku 😉 Best er að reyna að hreyfa sig örlítið fyrir hádegi, en rannsóknir sýna að 75% af þeim sem hreyfa sig á morgnana halda sig á áætlun, en einungis 25% þeirra sem æfa sig seinni partinn ná að halda áætluninni, vegna þess að í lok dagsins eru of margar afsakanir sem poppa upp.
 • Borðaðu 5- á dag (af ávöxtum og grænmeti) áður en þú byrjar á jólanamminu. Þegar þú ert búin að borða réttan skammt af holla matnum og nóg af trefjum freistar sykurfyllta jólanammið mun minna.
 • Reyndu að forðast freistingarnar. Ekki fara í kaffihornið á vinnunni 10 sinnum á dag þegar þú veist að það er mikið af gotteríi þar. Og áður en þú ferð í partýið, fáðu þér þá hollt snarl sem er próteinríkt.  
 • Að lokkum, bundu að kalóríurnar er einnig að finna í drykkjum, s.s. áfenginu, jólaglögginu og flottu kaffidrykkjunum. Hafðu líka í huga að þú þarft að ganga í 1 klukkustund og 18 mínútur til að brenna einni venjulegri gosdós!

4 hátíðar mýtur

1. desember 2009
 • ResizeofChristmasDinner2Mýta #1:  Ég get tekið megrunar „frí“ og komist á rétt ról í janúar. Því miður er það ekki nógu sniðugt að gera þetta því að flestir fleyma þessu og standa sig ekki í janúar. Fyrir utan það, þá er nú aldrei sniðugt að taka „frí“ frá heilsunni!
 • Mýta #2:  Ef ég fasta í allan dag, get ég borðað eins og ég vil í jólapartýinu í kvöld. Ekki gera það! Þú setur nefnilega líkamann í hungurástand og endar á því að borða of mikið. Best er ef þú borðar litlar máltíðir yfir daginn. Síðan þegar þú kemur að hlaðborðinu um kvöldið að þá smakkarðu á öllu uppáhaldinu þínu þangað til þú ert mettur – ekki að springa.
 • Mýta #3: Ég get ekki passað línurnar þegar ég fer í matarheimsókn. Í þessum tilvikum er hreinskilni besta svarið. Segðu bara „því miður, þá leyfir áætlunin mín mér ekki að borða þessa fínu eplaböku“ og ef þau taka ekki „Nei“ sem svar, reyndu þá: „Ég borðaði svo mikið af þessu yndislega hangikjöti að ég get ómögulega stungið neinu upp í mig núna.“
 • Mýta #4 : Fjölskyldan verður ósátt ef ég bý ekki til hefðbundna matinn. Hugasðu aðeins út í þetta: Myndi fjölskyldan stoppa þig af ef þú ætlaðir að taka lyf eða banna þér að fara til læknis? Auðvitað ekki. Þannig að biddu þau um að styðja  þig í baráttu þinni fyrir bættri heilsu. Það að minnka örlítið hátíðarmatinn hefur aldrei meitt neinn – kannski fylgir meira að segja fjölskyldan fordæmi þínu í kjölfarið. 

Hár blóðþrýstingur, Alzheimer og gigt, hvað er til ráða?

10. nóvember 2009

bloodpressureViltu koma í veg fyrir háan blóðþrýsting, Alzheimers eða gigt? Að velja rétt í matinn kann að hafa áhrif á þessa sjúkdóma. Rannsóknir sína að sumar fæðutegundir geta verið afar árangursríkar í baráttunni við þessa sjúkdóma. Þannig að hér eru nokkrar ábendingar um það sem þú ættir að borða – og drekka – ef þú vilt halda heilsunni í lagi, fengið frá Rodale útgáfufélagi.:

 • Ef þú ert með of háan blóðþrýsing: Drekktu þá stórt glas af 100% appelsínusafa. Ný rannsókn í New England Journal of Medicine segir frá því að aukning á kalsíum (potassium) og kalki í fæðunni þinni getur haft áhrif á blóðþrýsingin til lækkunar. Hvernig? Skv. Dr. Lindu Van Horn, prófessor við Nortwestern háskólan, hafa steinefnin verndandi áhrif á nýrun þegar kemur að magni natríums (salti) sem oft ýtir undir háan blóðþrýsting. Kalkbættur appelsínusafi hefur venjulega mikið af báðum steinefnum. Einnig er mikið af C-vítamínum í appelsínusafanum og fólkið sem er með mest af C-vítamíni í blóðinu eru um 40% minn líklegri ti lað deyja úr hjartasjúkdómum heldur en fólk sem er með lágt magn af C-vítamíni.
 • Varðandi Alzheimers: Möndlur. Möndlur innihalda E-vítamín. Rannsókn sem National Institutes of Health stóð fyrir, fann út að andoxunaráhrif E-vítamíns verndar heilan eftir því sem þú eldist. Handfylli af möndlum inniheldur u.þ.b. helming af ráðlegðum dagskammti af E-vítamíni, þannig að kannski ættu tvær lúkur á dag að duga.
 • Ef þú hefur áhyggjur af gigt: Borðaður þá hálfan bolla af soðnu grænmeti. Grísk rannsókn gefur til kynna að því meira af soðnu grænmeti sem þú borðar því minni líkur eru á því að þú fáir gigt. Rannsóknin fylgdist með heilsu og matarræði yfir 300 manns og fann út að þeir sem átu MEST af soðnu grænumeti voru 75% minna líklegri til þess að fá gigt heldur en þeir sem borðuðu minnst. Hversvegna? Ein mögulega ástæða er sú að hitinn eyðleggi frumuvegg grænmetisins sem kann að auka frásog líkamans af næringarefnum og að grænmetið hafi mikið magn næringarefna sem hjálpi til við að vernda gegn gigt.

Þú ert það sem þú borðar!

27. október 2009

snacks-1Þú hefur heyrt orðatiltækið „Þú ert það sem þú borðar.“ Gettu hvað. Maturinn sem þér finnst góður, segir heilmikið til um persónuleikan þinn. Hér að neðan færðu pínulitla innsýn frá Dr. Alan Hirsch sem starfar hjá lyktar og bragð rannsóknarstöðinni (smell and Taste Research and Treatment Center). Hann greindi og rannsakaði persónuleika og matarást hundruða einstaklinga og hér eru hluti af niðurstöðunum sem hann komst að:

 • Fólk sem elskar kartöfluflögur er metnaðarfullt, nær árangri, keppnisgjarnt og þolir ekki að eyða tíma í vitleysu. Og þau elska það þegar makar þeirra eða börn skara fram úr í einhverju.
 • Fólk sem finnst tortilla flögur betri, eru fullkomnunaristar, alltaf stundvís og eru æðislegir húsgestir. Þessir einstaklingar eru ábyrgir þegar kemur að peningum, taka málstað litla mannsins og eru í stuttu máli einstaklingarnir sem þú myndir vilja hafa við hlið þér ef þú værir fastur/föst á eyðieyju.
 • Fólk sem elskar ostasnakk er yfirleitt jarðbundið, heiðarlegt, samkvæmt sjálfu sér og kemur vel fram við alla. Þeim er illa við óreiðu, er sama um titla og stöður, og reyna alltaf að skipuleggja sig vel, þannig að líkur eru á að þessir einstaklingar séu með aukabatterí og skyndihjálparkassa nálægt.
 • Þeir sem elska hnetur eru áreiðanlegir, léttir í lundu. Þeir eiga það líka til að vera rólegir þegar neyðarástand ríkir og er yfirleitt alveg sama þó að áætlanir breytist á síðustu stundu.
 • Að lokum eru það þeir sem að elska poppið. En þessir einstaklingar eru yfirleitt árangursdrifnir, en alveg óskaplega hógværir þegar kemur að afrekum þeirra og reyna ekki að hrósa sér um of. Satt best að segja, gætirðu búið við hlið poppkornselskanda og þú myndir aldrei vita að hann hefði gefið milljónir til góðgerðarmála þangað til þú læsir það í minningargrein um hann.

3 algengir innkaupa misskilningar

2. september 2009

shopping-cartJæja…þá er komið að því að fjalla um þrjár algengar goðsagnir sem finnast í matvörubúðunum!!! Þetta kemur úr tímaritinu Quick and Simple.

Innkaupagoðsögn nr. 1: Ferskt grænmeti er alltaf betra en frosið grænmeti. Ekki satt! Rannsakendur við Tufts háskólann í Boston, fundu út að frosið grænmeti væri alveg jafn gott og hið freska. Meira að segja er frosna grænmetið stundum betra! Hversvegna? Jú, það er vegna þess að grænmetið er fryst svo snemma eftir að það er tekið upp að það hefur ekki byrjað að brotna niður eins og ferska grænmetið er byrjað að gera. Þessvegna eru öll næringarefnin í frosna grænmetinu eins og í hinu ferska. Þannig að næst þegar þú grípur poka af frosnu grænmeti, ekki láta þér detta það í hug að þú sért að snuða líkamann þinn af næringu.

Innkaupagoðsögn nr. 2: Það skiptir ekki máli hvaða mjólkurfernu þú tekur. Þetta er ekki satt! Verslanir fela oft nýjustu mjólkurfernunar aftast í kælinum til þess að losna við eldri fernurnar fyrst, þannig að skoðaðu alltaf dagsetningarnar á fernunum vel áður en þú setur þær í innkaupakörfuna,

Innkaupagoðsögn nr. 3:  Að kaupa salat í poka er peningasóun. Ekki endilega. Poki af salati sem er nóg fyrir 4 kann að vera 3-4 sinnum dýrari heldur en salathaus sem fæðir 8. En líkur eru á því að þó að salathausinn sé ódýrari, þá muni hann skemmast áður en þú notar hann allan og þannig ertu búinn að láta hluta af peningnum fara til einskis. Þannig að ef þú ert með litla fjölskyldu, kann að vera sniðugt að kaupa salatpokana, en ef þú þarft að fæða marga – veldu þó salathausana í staðinn.


Litlar breytingar geta haft mikil áhrif

25. ágúst 2009

42-15529866Við þurfum alltaf einstaka sinnum á hvatningu að halda þegar við erum að reyna að léttast pínulítið. Þannig að hérna eru nokkrar ábendingar sem sem ættu að hjálpa þér að hlaða batteríin. Málið er að þú þarft ekki að þjást til þess að léttast! Jafnvel litlar breytingar hér og litlar breytingar þar geta haft mikil áhrif á líkamann. Hérna eru tvær uppástungur frá ritstjórum tímaritsins Self:

 • Slepptu hvíta hveitinu – eins og pasta og hvítt brauð. Mary Lee Chin sem sérhæfir sig í að kenna fólki að njóta heilbrigðs matar segir að líkaminn okkar sé lengur að melta grófa fæðið – þannig að okkur finnst við vera saddari lengur, en erum samt að innbyrða sama hitaeiningafjöldann. Og það er meira sem er jákvætt við að skipta í grófari fæðu. Samkvæmt rannsókn sem birtist í The American Journal of Clinical Nutrition, að þá kann hvíta fína hveitið að hafa áhrif m.a. á olíuframleiðslu í húðinni sem getur valdið auknum bólum og fílapenslum, þannig að skiptin í grófa fæðið gæti einnig gefið þér heilbrigðari húð
 • Borðaðu oftar. Rannsókn háskólans í Massachusetts, sýndi að fólk sem át 6 máltíðir á dag léttist meira en þeir sem borðuðu einungis þrjár máltíðir. Með því að borða á nokkurra klukkutíma fresti losnarðu við löngunina í óhollt snarl milli mála. Og með því að borða örlítið minni máltíðir oftar að þá venjumst við því að vera sátt við að borða rétt magn af fæðinni, en ekki óhóflega södd eins og oft vill verða.

Þetta er því voðalega einfalt: Borðaðu minni skammta oftar og skiptu yfir í grófa brauðið og þú ert skrefinu nær því að komast niður um buxnastærð.