Minna stress um jólin!

16. desember 2009

chirstmas-roasting-chestnutsEf þú ert stressuð/aður – ættirðu að nota jólahátíðina og hefðirnar sem henni fylgir til þess að snúa skapinu við. Vísindamenn segja að þátttaka í hefðunum geta haft áhrif á efnaskiptin í heilanum. Þessi ráð voru fundin í Woman’s World tímaritinu. Til dæmis:

 • Bakaðu smákökur. Ilmurinn af vanillu hefur sýnt sig að geti minnkað kvíða um allt að 70%. Þar að auki sýna rannsóknir að þegar við borðum örlitla fitu eykst endórfín framleiðsla líkamans sem og „gleðiefnið“ seratónin í heilanum
 • Annað stresslækkandi hátíðarráð er: Ristaðu kastaníuhnetur(chestnuts) að amerískum sið. Hneturnar eru með mikið B-vítamín, sem eykur orku og bætir heilastarfsemina, minnkar stressið og eykur einbeitingu. Til að rista hneturnar án þess að nota „opin eld“ er gott að skera grunt „x“ í ysta lag hnetunnar og baka í ofni í um 20 mínútur á 175°C
 • Singdu jólalög. Heilaskannar hafa sýnt að söngurinn hægir á ákveðinni heilastarfsemi sem að róar þig niður. Söngurinn neyðir þig líka til þess að taka dýpri andardrætti – sem að hægir líka stressinu.
 • Önnur leið til að minnka stressið um hátíðarnar, snyrtu jólatré – eða gakktu um jólatréssöluna. Rannsókn sem Rensselar Polytechnic Institute gerði, sýndi að ilmurinn af grenitréum getur minnkað stífleika og stress samstundis. Hvernig? Vegna þess að það ilmurinn fær okkur til að hugsa um útiveru sem að hjálpar okkur að slaka á.
 • Hörfðu á kvikmyndir eins og „Miracle on 34th Street“. Sálfræðingar segja að þær láti okkur líða betur og finna til gleði og öryggis vegna þess að þær minna okkur á jólin þegar við vorum yngri og gamlar og grundvallaðar jólahefðir og gildi.
Auglýsingar

Stress getur bætt við kílóum

24. nóvember 2009

Stress-ZebraStripesSvona virkar það skv. Rodale útgáfufélagi. Stress veldur því að líkaminn framleiðir ýmiskonar hormón, m.a. adrenalín. Þetta kveikir á fitufrumunum í líkamanum og fær þær til að losa fitusýrur í blóðið, sem eykur orkuna sem er til staðar fyrir aðrar frumur líkamans og fyrir þig. En þegar þú þarft síðan ekki á þessari aukaorku að halda, þá býr líkaminn til annað hormón til þess að kljást við allar þessar fitusýrur. Það er kallað cortisol og er stundum gefið viðurnefnið „bumbu hormónið“ þ.e.a.s. vegna þess að það veldur því að þú bætir við kílóum, sérstaklega í kringum miðjuna þína. Þannig að ein af grundvallarþáttunum í því að kljást við þyngdina er að ná stjórn á stressinu. Hérna eru nokkrar leiðir til þess að hafa stjórn á þessu tvennu:

 • Slepptu sjónvarpsglápinu seint á kvöldin. Karlmenn sem sofa einungis 4 tíma á nóttu hafa að meðaltali 37% hærra corisol hlutfall en þeir kalrmenn sem ná fullum 8 tíma svefni.
 • Hættu að veltast um í rúminu. Hversu vel þú sefur, skiptir líka máli. Ef þú nærð nægum djúpum svefn, gæðasvefninum með draumunum og „REM“ (Rapid eye movement), þá framleiðir þú meira af HGH hormónunum. Það er gott, því þú vilt hafa mikið af þeim hormónum því að þau hindra vöðvatap.
 • Fáðu nóg af C-vítamíni, sérstaklega ef að þú ert á stresstímabili. Prufaðu 1000 milligrömm og skiptu því niður yfir daginn.
 • Ekki drekka mikið. Alkóhólið eykur vökvatap líkamans. Líkaminn heldur að það sé skortur á vatni og eykur cortisolið.
 • Einnig, reyndu að fá þér ekki meira en tvo bolla af kaffi.
 • Vertu andlegri. Hér er smávísdómur: Að einbeita sér að bæninni. Ef við stöðvum umferðina í höfðinu okkar daglega, jafnvel bara í smástund – til þess að leika við barnið okkar, ilma af náttúrunni í kring eða hvaðeina – þá slökum við á og erum á góðri leið til bættrar heilsu.

Minnkaðu stressið í dag!

20. október 2009
 • computing_stressÁ morgnanna áður en þú ferð að hafa áhyggjur af dagsins önnum, einbeiddu þér að einhverju einu verkefni og ljúktu því. Tilfinninguin sem þú færð að því að klára eitthvað á eftir að veita þér meiri vellíðan það sem eftir er dags.
 • Ef að lætin á skrifstofunni þinni um miðjan dag eru að gera þig vitlausan, finndu þá hljóðlátan stað, jafnvel þó að það sé herbergið þar sem að pósturinn er flokkaður. Rannsóknir sína nefninlega að einstaklingar sem vinna á hávaðasömum vinnustað eru stressaðri og líklegri til að gefast upp við úrlausn flókinna verkefna og í erfiðum aðstæðum. Þannig að finndu þér hljóðlátan stað, þó að það sé ekki nema bara á meðan þú ert í hádegishléi.
 • Í lok dags, komdu þér í leikstuð. Skrifaðu niður það sem þú þarft að afreka næsta dag og láttu síðan  þar við sitja, skildu þannig áhyggjurnar eftir. Ekki taka fartölvuna með þér heim og slökktu á farsímanum.
 • Þegar þú kemur heim að þá er frábær leið til að minnka stressið að eyða tíma með gæludýrinu á heimilinu. Rannsókn sem háskólinn í Buffaló gerði sýndi að það að eyða tíma með dýrum geti verið hjálplegra heldur en að tala um vandamálin og áhyggjurnar við mannfólk.
 • Að lokum! Áður en þú ferð að sofa, ekki byrja að hugsa um allt sem er á dagskrá í vinnunni daginn eftir. Í staðinn skaltu skella þig í kæruleysisgírinn, taka heitt bað, lesa fndna bók og reyndu síðan að ná eins og átta tíma svefn áður en morgundagurinn tekur við.