Slæm atvinnuleitar ráð

18. nóvember 2009

57363871Þessa dagana þá eru allir að bjóða upp á ráðleggingar um hvernig eigi að ná í vinnu, en sum ráðin kunna að valda skaða frekar en hitt. hér eru nokkrar algengar ráðleggingar sem þú ættir ekki að fylgja frá CareerBuilder.com:

 • Senda ferilskránna þína á öll auglýstu störfin sem heilla þig.Vandamálið við þessa kenningu er að hún gerir ráð fyrir að þú sért hæf(ur) í öll þessi störf, sem þarf ekki að vera rétt. Ef þú ert ekki hæfur, þá ertu í rauninni bara að eyða tímanum þínum í vitleysu. Ímyndaðu þér frekar að í atvinnuviðtali þá þurfirðu að réttlæta hæfni þína til að fá starfið, ef þú getur það ekki á sannfærandi hátt í huganum, skaltu ekki senda ferilskránna vegna þess starf, heldur einbeita þér að annarri stöðu.
 • Því fleiri tengiliði sem þú hefur, því betra. Samkvæmt heimsins stærsta atvinnumiðlara, Robert Half International, þá er besta leiðin að fá vinnu en í gegnum tengsl. En þú færð yfirleitt ekki vinnu í gegnum meðmæli kunningja. Þannig að í staðinn fyrir að ná grunnum tengslum við fjölda fólks, eyddu tíma í að kynnast fáum mjög vel.
 • Ef þú sækjir um á netinu, skaltu spara tíma með því að sleppa kynningarbréfinu. Þetta er slæm ráðlegging! Í einni rannsókn sögðu næstum 90% af þeim sem héldu utan um ráðningar að kynningarbréfið væri ein af megin leiðunum til að meta umsækjendur. Þannig að ef þú sendir ekki eitt slíkt, missirðu af tækifærinu til að sýna skriffærni þína og útskýra hvernig kunnátta þín muni hjálpa fyrirtækinu.

Mundu: Jafnvel fólk sem vill vel getur gefið slæm ráð.

Auglýsingar

Mistök sem þú ættir að forðast eftir að starf býðst.

11. nóvember 2009

Common_Mistakes_JobÞú stóðst þig kannski frábærlega í atvinnuviðtalinu og þeir buðu þér starf – til hamingju! En þú ættir ekki að vera of rólegur, því hér eru dæmi um 5 mistök sem geta eyðilagt margt fyrir þér áður en þú byrjar. Þessar ráðleggingar koma frá sérfræðingunum hjá CareerBuilder.com:

 • Fyrstu mistökin sem þú ættir að forðast eftir atvinnutilboð: Að ræða ekki launamálin. Vinnuveitendur, jafnvel í þessu ástandi, bjóða þér oft lægri laun og gera ráð fyrir að þú reynir að semja um hærri. En ef þeir vilja ekki hækka launin, spurðu þá um aðra þætti eins og sveigjanlegan vinnutíma, auka frídaga og spurðu hvort að ekki sé hægt að endurskoða launamálin að sex mánuðum liðnum.
 • Mistök númer 2: Sýna hversdagshlið þína of fljótt. Starfið er enn ekki þitt. þannig að ekki byrja allt í einu á að gefa yfirmönnum þínum gælunöfn, verða blindfullur í starfsmannahófinu eða kvarta yfir yfirvofandi skilnaði hjá þér. Þangað til þú ert búin að koma þér vel fyrir í vinnunni og kynnast samstarfsmönnum þínum betur, hegðaðu þér eins „vel“ og þú getur – sem þýðir, vertu vel til fara, stundvís og fagmannlegur.
 • Önnur mistök: Tala illa um fyrirtækið opinberlega. Ekki segja „já“ við starfi og fara síðan á Twitter og segja að þú vonir að þú fári vinnan klúðri ekki launamálunum, eða setja inn á Facebook að: „Ég get sagt með sanni strax að yfirmaðurinn minn er fífl.“ Maður sem sótti um starf hjá Cisco System – tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, setti inn á Twitter síðuna sína „Cisco bauð mér vinnu! nú þarf ég að meta hvort ég vilji feitan launaseðil þrátt fyrir að ferðast langa leið í vinnuna og vera í starfi sem ég mun hata“. Það leið ekki á löngu þar til starfsmaður fyrirtækisins sá innleggið og atvinnutilboðið var dregið tilbaka.
 • Ekki ljúga. Mörg atvinnutilboð eru gefin með fyrirvara um að upplýsingarnar þínar séu réttar og standist, sérstaklega, menntunin þín, launasaga og meðmælendur. Vinnan mun ekki bjóðast þér lengi ef þeir komast að því að þú „uppfærðir“ stöðutitilinn þinn úr síðustu vinnur úr „umsjón með birgðum“ yfir í „verslunarstjóri“ eða segist hafa útskrifast með BA gráðu þegar þú kláraðir allt nema BA verkefnið þitt.
 • Loka ráðið: Ekki bíða of lengi. Þú hefur rétt á því að hugsa um atvinnutilboðið og velta fyrir þér skilyrðunum og kjörunum, en ekki láta fyrirtækið bíða of lengi eftir svari á meðan þú bíður eftir svari frá öðru fyrirtæki. Þú verður að velja annaðhvort annars gætirðu endað á því að tapa öllu.

Hverju leita atvinnumiðlanir eftir?

23. september 2009

job%20huntingEf þú ert að leita að vinnu þessa dagana, gæti það hjálpað að vita og skilja eftir hverju atvinnumiðlarar og vinnuveitendur eru að leita að. Hérna er smá listi með slíkum upplýsingum frá Tory Johnson sem er höfundur bókarinnar From Fired to Hired.

 • Þú verður að sýna sjálfsöryggi. Johnson segir að ef sjálfsöryggið þitt er eitthvað minna en 10 á skalanum 1 til 10, þá séu minni líkur á að þú verðir ráðin. Það er vegna þess að vinnuveitendur vilja ekki fleiri „niðursveiflur“ nú þegar efnahagurinn hefur tekið sína sveiflu. Þeir vilja frekar ráða einhvern sem er með „göngum í málið“ viðhorf, sem hjálpar til við að koma fyrirtækinu í gegnum erfið tímabil. Þannig að vertu óhrædd(ur) við að halda augnsambandinu alltaf, stattu bein(n) með axlirnar aftur og heilsaðu af öryggi – jafnvel þó þú sért bara að hitta vin til þess að tala um vinnuleitina þína! Johnson segir nefninlega að fólk er líklegra og viljugra til að bjóða starf, starfaupplýsingar, ráð og aðstoð þegar þau hitta einhvern sem kemur fram af algjöru starfsöryggi.
 • Annað sem að vinnuveitendur leita að í dag: Lýtalausa fylgiskrá og kynningarbréf. Það þýðir núll stafesetningarvillur og málfræðimistök. Það þýðir líka að þú þarft að forðast almennar fullyrðingar eins og: „Ég er dugleg(ur) og iðin og er að leita að nýjum tækifærum.“ Fyrir tilvonandi vinnuveitenda kann þetta að hljóma svona: “Ég er örvæntingarfull(ur) og mun taka hvaða starfi sem er og hef ekkert frumlegt að bjóða!“ Í staðinn skalltu fylla ferilskránna og kynningarbréf þitt með tilteknum afrekum. Eitthvað eins og: „Skipulagskunnátta mín hjálpaði síðasta vinnuveitanda mínum að minnka útgjöld fyrirtækisins um 10%, og ég get ekki beðið eftir að gera slíkt hið sama fyrir þitt fyrirtæki.”
 • Hérna er eitt í viðbót sem að vinnuveitendur leita eftir: Persónuleg tengsl. Í dag er talið að um 70% af starfstilboðum séu veitt í gegnum persónuleg tengsl – ekki í gegnum netið! Í raun, segir Johnson, að ef þú setur ferilskránna þína á netið hjá atvinnumiðlunarsíðu, þá hafi það í raun það sama að segja og að henda ferli þínum í „svarthol!“ Það er vegna þess að vinnuveitendur eru svo yfirþyrmdir af umsóknum að þeir hafa varla tíma til þess að kanna möguleikana á vinnumiðlunarsíðum. Þannig að talaðu við alla vini þína og fyrrverandi samstarfsaðila um atvinnuleitina þína. Síðan, ef þú heyrir um opið starf, skaltu fara með umsóknina þína í eigin persónu, og fylgja henni eftir með símtali! Þetta getur vel skilað vinnuveiðum þínum það sem þarf til þess að landa starfinu!

Frumleg atvinnuleit.

16. september 2009

twitter_jobsEf þú ert að leita að vinnu núna, ertu ekki ein(n). Atvinnuleysið eykst og eykst sem þýðir meiri samkeppni. Þannig að ef þú vilt standa utan við fjöldan, þarftu að vera frumleg(ur). Að leita bara af atvinnu hjá vinnumiðlunum og í smáauglýsingunum dugar ekki lengur. Hérna eru nokkrar hugmyndir frá Anthony Balderrama, hjá CareerBuilder.com

Byrjaðu að blogga. Það getur verið frábær leið til að sýna fram á þekkingu þína á tilteknu viðfangsefni. Og með tímanum gætirðu jafnvel verið komin með tilkomumikið verk. Þú þarft ekki að vera að leita af rithöfunda, stjórnmála eða fréttastarfi til þess að bloggið nýtist þér, það er alltaf hægt að finna vinkil sem að vekur áhuga. T.d. ef þú ert mikið í fjármálunum geturðu skrifað um það hvernig eigi að undirbúa fjárfestingar og hvernig eigi að passa sig á varasömum fjárfestingarkostum. Bloggið getur látið tilvonandi vinnuveitanda í té upplýsingar um að þú ert virkur og „up-to-date“ á þínu sviði og þetta getur þér án efa örlítið betri stöðu gagnvart öðrum keppinautum.

Prufaðu að nota samskiptasíður. Balderama segir að það að nota Facebook, Twitter og LinkedIn komi ekki í staðin fyrir hefðbundna atvinnuleit, en að þetta sé önnur leið til þess að láta aðra í kringum þig vita að þú sért að leita að vinnu. Þú getur leitað meðal vina þinna og vina þeirra að góðum tengiliðum og jafnvel stofnað eða gerst meðlimur hópum sem tengjast starfssviði þínu. En hvað sem þú gerir, EKKI ljúga á Facebook prófílnum – ekki um aldur þinn eða afrek. Það leiðir bara til þess að þú verður aðalpersónan í næstu vandræðalegu slúðursögu sem þú hefur heyrt um. Á Twitter, geturðu „tweet-að“ um atvinnuleitina þína og bætt við tengil inn á þína persónulega vefsíðu þar sem að upplýsingar um þig og ferilskránna er að finna. Á Twitter er nefninlega líklegt og auðvelt fyrir fólk að „detta inn“ á upplýsingar um þig þegar það er að leita að orðum sem tengjast áhugamálum þínum.


3 atvinnuleitar ráð

22. ágúst 2009