Jóla-spari-ráð

21. desember 2009

santcausairplaneHérna eru nokkur spariráð til þess að vernda bankareikninginn þinn þessa um hátíðirnar.

Gefðu gjöf á „fyrsta farrými“. Þú átt kannski ekki næga flugpunkta til þess að senda foreldra þína eða besta vin þinn í ferðalag á fyrsta farrými, en kannski áttu nóg til þess að færa þau upp á fyrsta farrými. Sum flugfélög bjóða m.a. upp á að gefa uppsafnaða punkta milli einstaklinga. En hafðu samband tímanlega því að punktauppfærslur og punktasæti eru stundum fljót að fara.

Vertu hugmyndarík(ur) með jólagjafamiðann og jólapappírinn. Gamli bíómiðinn, spilastokkurinn sem vantar spil í og glasamottan af veitingastaðnum kostar ekki krónu. Gerðu gat á pappírinn og festu á jólapakkann með límbandi eða jólaskrauti. Eða gleymdu jólapappírnum algjörlega og pakkaðu jólagjöfinni inn í hvítann pappír og leyfðu svo börnunum að skreyta gjöfina og skrifa hver á að fá gjöfina og frá hverjum hún er beint á pappírinn.


Kaupsálfræði verslana

14. desember 2009
Shopping for GiftsÞað eru allskonar brellur sem að smásöluverslanirnar nota til þess að fá þig til þess að eyða, eyða og eyða pening! En ef þú áttar þig á þeim, þá geturðu jafnvel fellt verslunina á heimavelli. Þannig að áður en þú hefur jólainnkaupinn, vertu viss um að þú ert að gera það á þínum forsendum en ekki vegna þess að þú hefur verið sogaður inn í búðina á fölskum forsendum. Hérnar eru nokkrir þeir hlutir sem þú ættir að líta eftir:

  1. Tónlist fær þig til að versla meira. Verslanir auka sölu sína með því að stilla takt tónlistarinnar. Hvað á helst að varast? Hægar ballöður. Rannsóknir sýna að fólk eyðir meiru þegar tónlistin er róleg.
  2. Ilmur árangursins. Ef að það er lykt í versluninni, s.s. vanillu lykt, ilmur af bakkelsum, eru meiri lýkur á því að þú grípir til veskisins og eyðir pening.
  3. Kraftur snertingarinnar. Uppröðun á hlutum s.s. mjúkum fötum eða ábreiðum þannig að fólk geti komið við hlutina, eykur söluna. Kaupendur vilja nefnilega snerta hlutina áður en þeir kaupa þá.
  4. Peninga liturinn. Ótrúlegt en satt að þá er hann RAUÐUR. Þessi litur lætur hluti líta út fyrir að vera ríkari, sterkari og yfirhöfuð betri. Bleikur er líka söluvænn litur. Fólki finnst oft bakkelsi bragðbetra þegar það kemur með bleikum eða hlýjum blæ og snyrtivörur í bleikum ílátum seljast betur en snyrtivörur í öðrum litum.
  5. Að lokum, verslunarkarfan. Verslunarkarfan hefur áhrif á innkaupin. Því stærri sem karfan er því meiri líkur á að þú setjir meira ofaní hana. Fólk kaupir almennt meira með þeim en án þeirra.

Jæja, þá ertu með innsýn í taktík verslananna, og ert tilbúin að leggja af stað í kaupleiðangur – af skynsemi þó.


Áður en jólainnkaupin hefjast…

30. nóvember 2009

xmas1Hér eru nokkur ráð frá Money Magazine til þess að minnka eyðsluna um jólin.

  • Í fyrsta lagi, þegar þú ert að heiman og markmiðið er ekki að versla, skyldu þá kortin eftir heima.
  • Næst, mundu að þó að það sé útsala þýðir það ekki jafnframt að tilboðin séu frábær. Spurðu sjálfan þig hvort að þú myndir kaupa hlutinn ef að hann væri ekki á afslætti. Ef að svarið er nei, gakktu þá í burtu frá vörunni!
  • Ef að þú hefur keypt þér dýra hluti sem að sitja alltaf í skápnum hjá þér eða í bílskúrnum, skilaðu þeim þá eða seldu þá.
  • Að lokum, ekki freistast af afgreiðsluborðinu. Allar þessar freistandi vörur sem eru á og við búðarborðið eru settir þarna til þess að freista þín á síðustu spölunum. Leggðu frá þér tímaritið og segðu börnunum að snerta ekki nammið. Þessir hlutir eiga ekki að fara í körfuna. Þú fórst ekki í verslunina til þess að kaupa þá og þú ætlar ekki að fara úr versluninni með þessar vörur og með færri krónur í vasanum!

Gangi þér vel um hátíðirnar og gleðilega verslunarleiðangur!