Kenndu börnunum þínum um peninga – strax!

19. október 2009

childPeningar eru vandasamt efni – eitthvað sem við tökumst á við á hverjum degi í gegnum allt lífið. Og eftir því sem börnin verða eldri, því meira þurfa þau að takast á við paninga. Þannig að ef þú vilt að börnin þín hafi heilbrigða þekkingu á peningum og fjármálum, þá getur þú hjálpað. Hérna eru nokkrar ábendingar frá rannsakendum við Rodale útgáfu.

  • Kenndum þeim grundvallar atriðin í fjármálum. Staðreyndin er sú að því miður eru ekki margir sem hafa sparað sjálfir eitthvað fyrir elliárin, jafnvel þó að þeir hafi unnið allt sitt líf. Richard Kahler, höfundur bókarinnar Conscious Finance, segir að SKYNSAMLEG meðferð peninga sé bráðnauðsynleg kunnátta öllum sem lifa á 21. öldinni. Ekki gera lítið úr þessari kunnáttu þegar kemur að börnunum þínum.
  • Undirbúðu þig fyrir erfiðu spurningarnar. Spurningar eins og „Mamma“ eða „Pabbi, hvað ertu með mikið í laun?“ Kahler segir að mörgum fullorðnum finnist auðveldara að tala við börnin sín um blómin og býflugurnar heldur en um fjármálin, en það ætti ekki að vera svona erfitt. Reiknaðu út hvað þú ert að FÁ MIKIÐ í laun á DAG og segðu þeim hvað þú EYÐIR miklu þann daginn. Talaðu opinskátt um þetta og hvettu þau til að spyrja þig spurninga.
  • Gerðu þau „gjaldþrota“ – snemma og oft! Þú ættir að gefa börnunum þínum vasapening snemma t.d. um 5 ára aldurinn, en láttu þau vinna sér vasapeninginn inn að einhverju leiti. Ekki hika við að taka vasapeninginn í burtu ef að þau vinna sér það ekki inn, því það kennir þeim að passa upp á peninginn sem þau nú þegar eiga ef eitthvað kemur fyrir seinna. Ekki gefast upp! Ef þú gerir þetta, þá ertu að kenna þeim að leiðin til þess að fá það sem þau vilja er ekki að kvarta þangað til einhver brýtur reglurnar heldur að vinna sér inn pengingin og nota hann skynsamlega.

Úr mínus í plús með 10-10-80!

5. október 2009

101080Ertu skuldug(ur) ef svo er þá er frábær dagur í dag til þess að byrja að taka á því og koma þér og bankareikningnum þínum úr neikvæðum tölum yfir í jákvæða. Það mun taka meira en einn dag, en það er gott a ðvera byrjaður. Margir mæla með því að nota svokallaða 10-10-80 reglu í fjármálum og hvetjum við þig til þess að prufa það líka. Eftirfarandi ráð koma úr Woman’s Day tímaritinu. Hvernig virkar þessi regla? Jú allri innkomu þinni skiptirðu niður í þrjá hluta skv. formúlunni 10% sem þú gefur frá þér í t.d. góðgerðarmál, 10% sem fer í sparnað og 80% lifirðu síðan á. Jafnvel þó að þú sért verulega skuldug(ur) þá er gott að reyna að halda sig við þessa formúlu, segir Mary Hunt fjármálaráðgjafi. Hún segir að það að gefa og spara séu ótrúlega áhrifaríkar leiðir til þess að vinna á fjárhagsvanda. Það að gefa til þeirra sem minna mega sín byggji upp þakklæti fyrir það sem þú hefur nú þegar og það að leggja fyrir minnki hræðsluna á því að þú sért á leiðinni á hausinn. Þessir tveir þættir gera þér svo mun auðveldara fyrir að ráðstafa afganginum af innkomu þinni þannig að þú getir lifað á þeim auðveldlega.

Í fyrstu kann að líta út fyrir að þú þurfir að gefa upp allan kostnað sem er ekki lífsnauðsynlegur s.s. áskriftinni að Fjölvarpinu og Stöð 2, Flotta samningnum við símafyrirtækið sem bauð þér upp á 3G, Nettengingu, heimasíma og farsíman. En ef þér er raunverulega alvara með að komast úr skuldasúpunni, þá muntu gera það!

Fáðu lánaðar bíómyndir og bækur frá bókasafninu eða vinum, keyptu þér ódýr föt jafnvel „second hand“ föt og sparaðu hvern dropa af eldsneyti með því að labba eins mikið og þú getur.

Þegar kemur að því að eyða þessum 80% sem þú átt eftir, eyddu þeim fyrst á pappír áður en þú eyðir þeim í alvöru, þ.e.a.s. skrifaðu niður hvernig þú ert að fara að nota peninginn áður en þú eyðir honum. Ákveddu hvert hver króna á að fara, byrjaðu á leigunni eða íbúðarláninu og láttu síðan rekstrarkostnað heimilisins og kreditkortareikninginn taka næsta hluta.

Ef þú fylgir 10-10-80 reglunni, þá muntu minnka mánaðarleg útgjöld, passa þig á því að standa í skilum á reikningum, verða gjöfull gjafari  og meira en það, þú munt líklega getað leyft þér einhvern munað svona einu sinni í mánuði. Nei, þér finnst þetta kannski ekki líta spennandi út, en jafnvel þó þú hafir minna milli handanna og lífstíllinn sé ekki eins og sá sem þú lifir í dag, þá muntu kunna að meta allt saman miklum mun meira!


Leyndarmál sparibaukanna!

21. september 2009

pig005_hk6sViðurkennum það – það er erfitt að spara pening. Sérstaklega þegar við erum með lítið milli handanna og efnahagsástandið er eins og það er. En, við erum með nokkur leyndarmál sem árangursríkir sparibaukar hafa notað í gegnum árin. Þessi leyndarmál koma frá MSN Money. 

Í fyrsta lagi: þú þarft ekki að finna meiri pening til þess að byrja að spara. Þú þarft bara að vera varkárari með þann pening sem þú átt nú þegar. Lausnin er einföld, þetta snýst bara um að bíða með að eyða pening í hluti sem veita okkur skammtímagleði. S.s. að fara fínt út að borða, kaupa sæta nýja skó. Í staðinn er best að horfa á langtímaáætlunina, s.s. að líta vel út í sundfötunum, eiga pening fyrir elliárin o.þ.h.

Næsta skref er að gefa sparnaðinum merkingu. Með öðrum orðum að í stað þess að reyna að spara einhverja fjárhæð eins og að ná upp í 100.000, að gefa 100.000 krónunum einhverja merkingu. T.d. að um neyðarsjóð sé að ræða, eða að þetta sé sparifé fyrir framhaldsnám þannig að þú getir náð þér í draumastarfið o.s.frv.

Þriðja skrefið er að forðast veikleika þína. Það er að segja, gerðu lista með þeim verslunum, heimasíðum og veitingastöðum þar sem að þú ert líkleg(ur) til að eyða um of – og forðastu síðan þessa staði. Ef að þú eyðir alltaf miklum pening þegar þú ert að hanga með ákveðnum vin eða vinahópi, reyndu þá að finna upp á nýjar leiðir til að eyða tíma með þessum vinum, t.d. reyndu að fara úr bænum eða a.m.k. í burtu frá verslunargötunum.

Gerðu þér erfitt fyrir að eyða spariféinu. Þú getur hugsað þetta svipað og að setja verkjaraklukkuna hinumeginn í herberginu þannig að þú neyðist til þess að standa á fætur til að slökkva á henni morguninn eftir. T.d. gætirðu lagt spariféið inn á bankareikning hjá banka sem að þú ferð aldrei í og passaðu upp á það að vera ekki með heimabanka í þeim banka, þannig að eina leiðin til að taka út af reikningum sé að fara persónulega í bankann.

Að lokum: ef þú sérð það ekki, þá ertu ekki að hugsa um það. Láttu taka spariféið sjálfkrafa af launareikningnum mánaðarlega og þú munt aldrei sakna peningsins. Í staðinn mun peningurinn byrja að vinna fyrir þig og safna vöxtum inn á bankabókinni.