3 stærstu foreldramistökin

16. nóvember 2009

FamilyStudiesForeldrar: Við skulum aðeins ræða um peninga í smá stund. Sérfræðingarnir segja að þegar kemur að skipulagningu fjármála hafi flestir foreldrar enga hugmynd um hvar eigi að forgangsraða og hvar skuli byrja. Hérna eru top 3 mistökin sem að foreldrar gera og hvernig við getum leiðrétt þau skv. MarketWatch.com:

  • Mistök #1: Að kaupa ekki líftryggingu. Að hafa nægilega góða líftryggingu ætti að vera forgangsmál nr. 1 um leið og þú tekur ákvörðun um að eignast börn. Sérfræðingar segja ða besta leiðin til þess að ákveða hve hátt þú eigir að tryggja þig sé að margfalda innkomu þína með 6. Síðan að bæta við hluta af því sem þú skuldar á íbúðarmálinu. Þetta ætti að tryggja að séð sé fyrir fjölskyldunni þinni ef þú fellur frá.
  • Mistök #2: Fresta gerð erfðarskrár. Það er óumflýjanleg staðreynd lífsins að allir munu einhverntíman fara, það að undirbúa erfðarskrá getur verið sérstaklega mikilvægt í samfélagi dagsins í dag þar sem að margar fjölskyldur eru samantengdar beint og óbeint í kjölfar skilnaða og endurgiftinga og barna með fleiri en einum maka. Erfðaskráin getur oft hjálpað mikið til við að greiða úr hugsanlegum flækjum.
  • Mistök #3: Gleyma að leggja fyrir elliárin. Þegar þú stofnar fjölskyldu í kringum tvítugt og þrítugt eru elliárin víðsfjarri í hugsun. En málið er að því lengur sem þú bíður með að leggja fyrir, því minna áttu þegar ellin bankar á dyrnar og því meira leggurðu á börnin þín sem þurfa þá kannski að sjá fyrir þér ef að peningarnir þínir klárast.

Kenndu börnunum þínum um peninga – strax!

19. október 2009

childPeningar eru vandasamt efni – eitthvað sem við tökumst á við á hverjum degi í gegnum allt lífið. Og eftir því sem börnin verða eldri, því meira þurfa þau að takast á við paninga. Þannig að ef þú vilt að börnin þín hafi heilbrigða þekkingu á peningum og fjármálum, þá getur þú hjálpað. Hérna eru nokkrar ábendingar frá rannsakendum við Rodale útgáfu.

  • Kenndum þeim grundvallar atriðin í fjármálum. Staðreyndin er sú að því miður eru ekki margir sem hafa sparað sjálfir eitthvað fyrir elliárin, jafnvel þó að þeir hafi unnið allt sitt líf. Richard Kahler, höfundur bókarinnar Conscious Finance, segir að SKYNSAMLEG meðferð peninga sé bráðnauðsynleg kunnátta öllum sem lifa á 21. öldinni. Ekki gera lítið úr þessari kunnáttu þegar kemur að börnunum þínum.
  • Undirbúðu þig fyrir erfiðu spurningarnar. Spurningar eins og „Mamma“ eða „Pabbi, hvað ertu með mikið í laun?“ Kahler segir að mörgum fullorðnum finnist auðveldara að tala við börnin sín um blómin og býflugurnar heldur en um fjármálin, en það ætti ekki að vera svona erfitt. Reiknaðu út hvað þú ert að FÁ MIKIÐ í laun á DAG og segðu þeim hvað þú EYÐIR miklu þann daginn. Talaðu opinskátt um þetta og hvettu þau til að spyrja þig spurninga.
  • Gerðu þau „gjaldþrota“ – snemma og oft! Þú ættir að gefa börnunum þínum vasapening snemma t.d. um 5 ára aldurinn, en láttu þau vinna sér vasapeninginn inn að einhverju leiti. Ekki hika við að taka vasapeninginn í burtu ef að þau vinna sér það ekki inn, því það kennir þeim að passa upp á peninginn sem þau nú þegar eiga ef eitthvað kemur fyrir seinna. Ekki gefast upp! Ef þú gerir þetta, þá ertu að kenna þeim að leiðin til þess að fá það sem þau vilja er ekki að kvarta þangað til einhver brýtur reglurnar heldur að vinna sér inn pengingin og nota hann skynsamlega.