Mistök sem þú ættir að forðast eftir að starf býðst.

11. nóvember 2009

Common_Mistakes_JobÞú stóðst þig kannski frábærlega í atvinnuviðtalinu og þeir buðu þér starf – til hamingju! En þú ættir ekki að vera of rólegur, því hér eru dæmi um 5 mistök sem geta eyðilagt margt fyrir þér áður en þú byrjar. Þessar ráðleggingar koma frá sérfræðingunum hjá CareerBuilder.com:

 • Fyrstu mistökin sem þú ættir að forðast eftir atvinnutilboð: Að ræða ekki launamálin. Vinnuveitendur, jafnvel í þessu ástandi, bjóða þér oft lægri laun og gera ráð fyrir að þú reynir að semja um hærri. En ef þeir vilja ekki hækka launin, spurðu þá um aðra þætti eins og sveigjanlegan vinnutíma, auka frídaga og spurðu hvort að ekki sé hægt að endurskoða launamálin að sex mánuðum liðnum.
 • Mistök númer 2: Sýna hversdagshlið þína of fljótt. Starfið er enn ekki þitt. þannig að ekki byrja allt í einu á að gefa yfirmönnum þínum gælunöfn, verða blindfullur í starfsmannahófinu eða kvarta yfir yfirvofandi skilnaði hjá þér. Þangað til þú ert búin að koma þér vel fyrir í vinnunni og kynnast samstarfsmönnum þínum betur, hegðaðu þér eins „vel“ og þú getur – sem þýðir, vertu vel til fara, stundvís og fagmannlegur.
 • Önnur mistök: Tala illa um fyrirtækið opinberlega. Ekki segja „já“ við starfi og fara síðan á Twitter og segja að þú vonir að þú fári vinnan klúðri ekki launamálunum, eða setja inn á Facebook að: „Ég get sagt með sanni strax að yfirmaðurinn minn er fífl.“ Maður sem sótti um starf hjá Cisco System – tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, setti inn á Twitter síðuna sína „Cisco bauð mér vinnu! nú þarf ég að meta hvort ég vilji feitan launaseðil þrátt fyrir að ferðast langa leið í vinnuna og vera í starfi sem ég mun hata“. Það leið ekki á löngu þar til starfsmaður fyrirtækisins sá innleggið og atvinnutilboðið var dregið tilbaka.
 • Ekki ljúga. Mörg atvinnutilboð eru gefin með fyrirvara um að upplýsingarnar þínar séu réttar og standist, sérstaklega, menntunin þín, launasaga og meðmælendur. Vinnan mun ekki bjóðast þér lengi ef þeir komast að því að þú „uppfærðir“ stöðutitilinn þinn úr síðustu vinnur úr „umsjón með birgðum“ yfir í „verslunarstjóri“ eða segist hafa útskrifast með BA gráðu þegar þú kláraðir allt nema BA verkefnið þitt.
 • Loka ráðið: Ekki bíða of lengi. Þú hefur rétt á því að hugsa um atvinnutilboðið og velta fyrir þér skilyrðunum og kjörunum, en ekki láta fyrirtækið bíða of lengi eftir svari á meðan þú bíður eftir svari frá öðru fyrirtæki. Þú verður að velja annaðhvort annars gætirðu endað á því að tapa öllu.

Fundarhegðun þín kann að hafa áhrif á starfsframan þinn!

4. nóvember 2009
meetingsÞað er að segja, skv. Jeff Quorio, höfund bókarinnar „How to Buy and Sell Just About everything“. Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur komið vel fyrir á hvaða fundi sem er:
 • Vertu hress og einblíndu á að finna lausnina og gefðu tvöfalt fleiri jákvæðar athugasemdir en neikvæðar. Rannsóknir sýna að þegar athugasemdir meðal starfsmanna eru að mestu jákvæðar að þá gangi fyrirtækinu í heild sinni betur.
 • Talaðu við allan fundinn, jafnvel þegar þú ert að svara spurningu. Láttu öllum líða eins og þeir séu með. 
 • Þegar þú hefur komið á fram þínum uppástungum, spurðu hvað fólki finnist. Hvettu til umræðu og viðbragða, þannig að fólkinu finnist það vera mikilvægt.
 • Önnur leið til að skína á fundum, ekki einoka þá. Vertu nákvæmur, en ekki tala svo lengi að þú missir athyglina eða bælir niður pælingar hjá einhverjum sem vill tala.
 • Hjálpaðu fundarmönnum að slaka á með því að endurspegla þeirra eigin hegðun. Með öðrum orðum, ef að næstum allir eru með stuttar athugasemdir og viðbrögð, þá ættu þín viðbrögð að vera stutt líka. Ef að allir eru frekar femnir og tala hljóðlátlega, ekki reyna að vera öðruvísi, annars þá gætir þú verið álitinn „ekki hluti af hópnum“.
 • Og síðasta ráðið til þess að koma vel fyrir á fundum og skjóta starfsframa þínum áfram: Vertu áhugasamur – hallaðu þér fram, kinkaðu kolli og náðu augnsambandi.

Kurteisi á vinnustað!

28. október 2009

cbook445Rannsóknir sína að kvartanir vegna samstarfsmanna sem gleyma að svara netpóstum, eru dónalegir og bera enga virðingu fyrir öðrum eru að aukast. En þú verður að vera kurteis – þú eyðir næstum einum þriðja af lífi þínu með þessum samstarfsmönnum þínum! Þannig að hér eru nokkrar hugleiðingar frá Dr. P.M. Forni, höfundi bókarinnar Choosing Civility:

•    Í fyrsta lagi, þegar þú átt samskipti við einhvern, þá verðskuldar viðkomandi fulla athygli þína. Það þýðir að þú átt ekki að kíkja á úrið, búa til innkaupalistann í hausnum og ekki nota símann þinn á hádegisfundinum. Þegar þú ert út-um-allt  þá tekur allt lengri tíma. Og fólkið í kringum þig finnst það vera einskis virði.

•    Síðan skaltu læra að tala vel um aðra. Það er fullt af góðu og vel-meinandi fólki þarna úti. En ef þú myndir miða við samtölin sem eiga sér stað á veitingastöðunum eða strætóstöðinni þá myndirðu halda að allir í heiminum væru gjörsamlega óhæfir og fullir hatri. En þegar þú segir slæma hluti um aðra – þá sýnirðu líka sjálfan þig í neikvæðu ljósi.

•    Berðu einnig virðingu fyrir skoðunum annarra. Þú þarft ekki að vera sammála, bara gefðu þeim tækifæri á að segja sína skoðun á hlutunum.
•   Og að lokum, til þess að auka kurteisina á vinnustaðnum skaltu meina það þegar þú biðst fyrirgefningar á einhverju. Að segja „Fyrirgefðu að þér líður illa“ er ekki afsökunarbeiðni, því þú ert ekki að taka á þig neina söku. Það er það sama og að segja „Fyrirgefðu að þú ert risastórt grenjandi smábarn“. Þetta er afsökunarbeiðni: „Ég sé að þú er sár, og ég bið þig afsökunar á mínum þátt í því“.


Hvettu samstarfsfélaga þína áfram!

30. september 2009

the-office-u-kNý rannsókn sýnir að framleiðni starfsmanna hafi minnkað um 5% á þessu ári, og tengist þetta án efa efnahagsþrengingum ársins. Hvort sem þú ert yfirmaður, deildarstjóri, verkefnisstjóri hjá ríkinu, einkafyrirtæki eða versluninni þá eru hér nokkrar ráðleggingar um hvernig þú getur hvatt starfsmenn þína og samstarfsfélaga til að leggja meira á sig í vinnunni, án þess að ýta þeim of langt þannig að þau vilji jafnvel hætta! Þessi ráð koma frá hagfræði sérfræðingnum tyler Cowen hjá tímaritinu Money:

 • Leggðu meira og harðar á þig sjálf(ur). Cowen segir að það sé magnað hve margir yfirmenn gleymi því hvað þeirra eigin venjur hafi mikil áhrif og setji í rauninni línuna fyrir starfsmennina. Þetta þýðir að ef þú ferð fyrr úr vinnunni á hverjum degi eru starfsmennirnir ólíklegri til að vinna frameftir til að klára mikilvægt verkefni. Þannig að auktu þína eigin framleiðni! Í leiðinni verður þú jafnvel í betri stöðu til að átta þig á því hvenær aukinn og meiri harka hjá starfsmönnunum breytist í of mikla vinnu þar se mað starfsmennirnir fái nóg.
 • Skapaðu knýjandi andrúmsloft. Eftir ákveðin tíma í vinnunni fara flestir starfsmenn úr því að vera „duglegir og framúrskarandi“ yfir í að vera „rétt nógu iðnir til að komast upp með það“. Lausnin? Gefðu öllum sérstakt verkefni með ákveðnu tímamarki. Þannig veist þú alltaf hver er að leggja mikið á sig til að ljúka verkefninu og hverjir eru bara að leggja nægt á sig til að halda vinnunni.
 • Bjóddu fram verðlaun fyrir dugnað í vinnunni. Þetta þýðir ekki að þú þurfir að henda fram fleiri bónusum. Í raun sýndi nýleg könnun fram að starfsmenn töldu að viðurkenning frá yfirmanninum, væri mikilvægasta hvatningin í vinnunni, því að það gæfi þeim viðurkenningu sem peningar gætu ekki keypt. Þannig að hugsaðu um það að bjóða duglegustu starfsmönnunum í hádegismat eða gefa starfsmönnum sem ná ákveðnum markmiðum fría miða í bíó eða eitthvað þessháttar.
 • Vertu sanngjarn. Að eiga sér uppáhalds getur skapað gremju og minnkað framleiðnina. Þannig að sérfræðingar mæla með því að koma fram við alla starfsmenn af sömu virðingu og fagmannleika – jafnvel þó þú þurfir að „feika það“.

5 frábærar leiðir til að hefja blogg!

1. september 2009

Hvað er næst mikilvægasti hluti blogsins á eftir titlinum?

Auglýsingatextahöfundurinn Eugene Schwartz eyddi oft heilli viku í að semja fyrstu 50 orðin í söluauglýsingum sínum – semsagt í fyrirsöginina og fyrstu setningarnar.

Ímyndaðu þér bara hversu svekktur þú yrðir eftir að hafa samið flottustu fyrirsögn ársins en um leið og lesandinn byrjar á blogginu sjálfu sem að opnar ekki eins vel, að þá hættir kannski að lesa. Frábær fyrirsögn með slæmri opnun er eins og að bjóða einhverjum í heimsókn, bara til þess að skella hurðinni á nefið þeirra þegar þau eru við það að ganga inn.

Þannig að hérna eru 5 góðar hugmyndir um hvernig þú hafið bloggið þitt og náð fullri athygli lesandans.

1. Spurðu spurningu

Með því að opna bloggið með spurningu ertu að skapa forvitni og fá lesandann til þess að hugsa. Og að hugsa jafngildir því að lesandinn er byrjaður að tengja sig efninu, sem er gott.

2. Deildu atvikssögu eða tilvitnun

Atvikssögur eru stuttar sögur sem geta vakið fram hlátur eða benda strax á aðalefni bloggsins. Flott tilvitnun í frægan einstakling sem tengist blogginu þínu getur einnig verið mikilvægt skref til þess að halda athygli lesandans fyrstu sekúndurnar.

3. Vektu upp ímyndunaraflið

Með því að skapa ímynd í kollinum á lesandanum ertu að nýta þér eitt það öflugasta tæki sem að textahöfundur hefur, það er að nýta sér ímyndunarafl lesandans. Þú getur notað hugtök eins og, „hugsaðu þér“, „ímyndaðu þér“, „manstu þegar“ o.s.frv. til þess að opna fyrir ímyndunarafli lesandans.

4. Notaðu samlíkingar, myndlíkingar eða dæmisögur.

Líkingar eru einnig áhrifamikil verkfæri í tækjasafni höfundarins sérstaklega þegar verið er að segja heila sögu í einni setningu. Þetta er frábær aðferð til að ná athygli lesandans og koma boðskapnum til skila í söguformi sem að lesandinn skilur um leið.

5. Vísaðu í svakalega tölfræði eða staðreyndir

Það að byrja á vísun í athyglisverðar staðreyndir er einnig frábær tækni. Fólk elskar að fá að vita áhugaverðar upplýsingar, en einungis ef að þær eru, einstakar, átakanlegar eða jafnvel hneykslanlegar. Tolfræði upplýsingar og staðreyndirnar ættu einnig að tengjast beint því sem að bloggið er að reyna að koma til leiðar.

Bónus ráð: Þriðja mikilvægasti hluti bloggsins er hvernig þú lýkur því. Frábær leið til að loka blogfærslu er að tengja það við opnun þess.

Þannig að, hvaða leiðir af ofangreindum 5 notaði ég EKKI til þess að opna þessa færslu?

*tekið héðan


Fyrstu kynni

26. ágúst 2009

the-cocktail-party-434Hérna eru nokkrar ábendingar um hvernig þú verður minnistæðastur á jákvæðan hátt í næsta partýi, atvinnuviðtali eða ráðstefnu. Ráðleggingarnar koma úr Psychology Today:

Í fyrsta lagi, ef einhver segir frábæra sögu, reyndu að standast freistunga að segja betri sögu. Í staðinn hvettu fólkið í  kringum þig til að segja frá sjálfum sér, og hlustaðu af athygli og einlægni.

Í öðru lagi: Losaðu þig við fúla skapið. Af hverju að láta nýja kunningjan halda að þú sért ekkert nema kvartari og kveinari? En ef að þú ferð óvart út í þesskonar leiðindi, reyndu að ná tali af viðkomandi aftur og segðu: „Fyrirgefðu mér – þú hittir á illa tvíburann minn“

Að lokum, vertu meðvituð/aður um hve mikið þú ert að reyna að heilla fólk. Sálfræðingurinn og viðskiptaráðgjafinn Valerie White mælir með því að þú: Einblínir á afrekum viðmælandans þín í samtalinu, en ekki ofgera því með „Ohhh…þetta er ótrúlega heillandi“ athugasemdum.

Síðast en ekki síst: Þegar þú hittir einhvern í fyrsta sinn, náðu augnsambandi í nokkrar sekúndur. Brostu síðan. Þú sýnir með þessu á þér frábæra hlið og gefur viðmælanda þínum til kynna að þú berir virðingu fyrir þeim, að þér þykir hann/hún áhugaverð(ur) og mikilvæg(ur).