Að skila jólagjöfunum

4. janúar 2010

mcreturnsFékkstu jólagjöf sem að þér leyst ekki alveg nógu vel á, eða jafnvel tvö eintök af sömu gjöfinni? Ekki láta þér líða illa yfir því að skila gjöfinni! Eftir hver einustu jól fara fjöldamargir og skila a.m.k. einni gjöf. En áður en þú ferð og skilar henni eru nokkrir punktar sem að gott er að hafa í huga:                    

 • Skoðaðu skilareglur verslunarinnar annaðhvort á netinu eða í gegnum síma. Þannig verðurðu ekki fyrir óvæntum uppákomum þegar þú loks skilar gjöfinni.
 • Fylgstu með tímafrestum sem stundum er að finna á skilamiða á gjöfinni eða jafnvel er hægt að finna á heimasíðu eða í gegnum síma fyrir hvaða dagsetningu best er að skila gjöfinni t.d. ef að engin kvittun er til staðar.
 • Farðu varlega með gjöfina. Oft er ekki hægt að skila hlutum ef t.d. innsigli hefur verið rofið eða ef gjöfin hefur skemmst á einhvern hátt.
 • Komdu með kvittunina. Ef þú ert ekki með kvittunina, gæti verslunin gefið þér afsláttarverðið á vörunni til baka takmarkað skilin við inneignarnótu eða jafnvel ekki tekið vil skilunum.

Jóla-spari-ráð

21. desember 2009

santcausairplaneHérna eru nokkur spariráð til þess að vernda bankareikninginn þinn þessa um hátíðirnar.

Gefðu gjöf á „fyrsta farrými“. Þú átt kannski ekki næga flugpunkta til þess að senda foreldra þína eða besta vin þinn í ferðalag á fyrsta farrými, en kannski áttu nóg til þess að færa þau upp á fyrsta farrými. Sum flugfélög bjóða m.a. upp á að gefa uppsafnaða punkta milli einstaklinga. En hafðu samband tímanlega því að punktauppfærslur og punktasæti eru stundum fljót að fara.

Vertu hugmyndarík(ur) með jólagjafamiðann og jólapappírinn. Gamli bíómiðinn, spilastokkurinn sem vantar spil í og glasamottan af veitingastaðnum kostar ekki krónu. Gerðu gat á pappírinn og festu á jólapakkann með límbandi eða jólaskrauti. Eða gleymdu jólapappírnum algjörlega og pakkaðu jólagjöfinni inn í hvítann pappír og leyfðu svo börnunum að skreyta gjöfina og skrifa hver á að fá gjöfina og frá hverjum hún er beint á pappírinn.


Kaupsálfræði verslana

14. desember 2009
Shopping for GiftsÞað eru allskonar brellur sem að smásöluverslanirnar nota til þess að fá þig til þess að eyða, eyða og eyða pening! En ef þú áttar þig á þeim, þá geturðu jafnvel fellt verslunina á heimavelli. Þannig að áður en þú hefur jólainnkaupinn, vertu viss um að þú ert að gera það á þínum forsendum en ekki vegna þess að þú hefur verið sogaður inn í búðina á fölskum forsendum. Hérnar eru nokkrir þeir hlutir sem þú ættir að líta eftir:

 1. Tónlist fær þig til að versla meira. Verslanir auka sölu sína með því að stilla takt tónlistarinnar. Hvað á helst að varast? Hægar ballöður. Rannsóknir sýna að fólk eyðir meiru þegar tónlistin er róleg.
 2. Ilmur árangursins. Ef að það er lykt í versluninni, s.s. vanillu lykt, ilmur af bakkelsum, eru meiri lýkur á því að þú grípir til veskisins og eyðir pening.
 3. Kraftur snertingarinnar. Uppröðun á hlutum s.s. mjúkum fötum eða ábreiðum þannig að fólk geti komið við hlutina, eykur söluna. Kaupendur vilja nefnilega snerta hlutina áður en þeir kaupa þá.
 4. Peninga liturinn. Ótrúlegt en satt að þá er hann RAUÐUR. Þessi litur lætur hluti líta út fyrir að vera ríkari, sterkari og yfirhöfuð betri. Bleikur er líka söluvænn litur. Fólki finnst oft bakkelsi bragðbetra þegar það kemur með bleikum eða hlýjum blæ og snyrtivörur í bleikum ílátum seljast betur en snyrtivörur í öðrum litum.
 5. Að lokum, verslunarkarfan. Verslunarkarfan hefur áhrif á innkaupin. Því stærri sem karfan er því meiri líkur á að þú setjir meira ofaní hana. Fólk kaupir almennt meira með þeim en án þeirra.

Jæja, þá ertu með innsýn í taktík verslananna, og ert tilbúin að leggja af stað í kaupleiðangur – af skynsemi þó.


Sparaðu um hátíðirnar

7. desember 2009

supermarket-shoppingEf þú vilt spara hellings pening um hátíðirnar, nýttu þér þá þessi sparnaðarráð sem Yahoo.com veitti:

Ef þú ert að versla á netinu: Er einn af stóru veikleikunum sá að þú getur ekki HALDIÐ á vörunni sem þú ert að kaupa. T.d. ef þú verslar nýja starfræna myndavél, sérðu ekki endilega hvort að hún passi ofaní skyrtuvasann eða hverskonar hulstur passar best. En lausnina kann að vera finna á vefsíðunni www.sizesay.com. Vefsíðan býður þér upp á að slá inn upplýsingar um stærð vörunnar og síðan býr hún til þrívíddarmynd af hvaða hlut sem þú ert að kaupa og sýnir þér hlutinn í samanburði við annan hlut sem flestir kannast við – t.d. gosdós, blað, spilastokk, sjónvarp – þannig að þú áttir þig betur á stærðinni. Með þessu móti veistu nákvæmlega hversu stór hluturinn er þegar hann kemur í póstinum.

Þegar þú verslar í matinn: Rannsóknir sína að ef þú tekur börnin með í búðina gætirðu eytt allt að 40% meira en þú hefðir gert ef þú hefðir farið ein(n) vegna kvartana og suðs í börnunum. Þannig að sparaðu þér útgjöldin og reyndu að versla með börnin heima. Ef það gengur ekki, þá gætirðu gefið börnunum þínum lítinn vasapening og segir þeim að þau megi kaupa sér einn hlut fyrir þann pening – að því gefnu að þú samþykkir hlutinn

Ef þú kaupir þér nýtt rúm: Ekki láta húsgagnaverslunina tala þig inn á að kaupa einhvern heildarpakka, skoðaðu málið sjálf(ur) og kannaður hvort að það geti jafnvel verið ódýrara að kaupa hlutina í sitthvoru lagi.


Áður en jólainnkaupin hefjast…

30. nóvember 2009

xmas1Hér eru nokkur ráð frá Money Magazine til þess að minnka eyðsluna um jólin.

 • Í fyrsta lagi, þegar þú ert að heiman og markmiðið er ekki að versla, skyldu þá kortin eftir heima.
 • Næst, mundu að þó að það sé útsala þýðir það ekki jafnframt að tilboðin séu frábær. Spurðu sjálfan þig hvort að þú myndir kaupa hlutinn ef að hann væri ekki á afslætti. Ef að svarið er nei, gakktu þá í burtu frá vörunni!
 • Ef að þú hefur keypt þér dýra hluti sem að sitja alltaf í skápnum hjá þér eða í bílskúrnum, skilaðu þeim þá eða seldu þá.
 • Að lokum, ekki freistast af afgreiðsluborðinu. Allar þessar freistandi vörur sem eru á og við búðarborðið eru settir þarna til þess að freista þín á síðustu spölunum. Leggðu frá þér tímaritið og segðu börnunum að snerta ekki nammið. Þessir hlutir eiga ekki að fara í körfuna. Þú fórst ekki í verslunina til þess að kaupa þá og þú ætlar ekki að fara úr versluninni með þessar vörur og með færri krónur í vasanum!

Gangi þér vel um hátíðirnar og gleðilega verslunarleiðangur!


Láttu krónurnar endast

23. nóvember 2009

Metal_Money_Box_Safe_BankÞað eru erfiðir tímar í efnahagsmálum og þegar erfiðir tímar eru getur verið erfitt að spara. Jeff Yeager er stundum þekktur sem hinn endanlegi nískupúki, og hefur gefið ófáum ráð síðastliðin 25 ár um hvernig hægt er að láta krónuna endast örlítið lengur. Hérna eru þrjú ráð sem þú gætir nýtt þér

Ráð #1: Þegar bensínið hækkar upp úr öllu valdi, verður eðlilega pyngjan okkar eilítið léttari. Flest okkar aðlögumst við hækkuðu verðinu eilítið og minnkum aksturinn og reynum að verða sparsamari. En þegar bensínverðið lækkar aftur að þá er ráð að nota tækifærið og spara meiri pening. Halda sparakstrinum áfram og prufaðu að taka hæsta verðið og ímyndaðu þér að þú þurfir ennþá að greiða þá upphæð fyrir bensínið, en í staðinn leggurðu mismuninn til hliðar. Á stuttum tíma verðurðu kominn með stórgóðan sjóð og það sem meira er, þú ýtir undir það að þú keyrir minna því þú ert að „kaupa“ bensínið svo dýrt ennþá.

Ráð #2: Gerðu fjárhags brunaæfingu. Ekki bíða eftir „slæmu fréttunum“. Notaðu næsta sunnudag í það að skrifa niður og átta þig á verstu hlutunum sem kunna að koma fyrir sem myndu hafa fjárhagslega slæmar afleiðingar fyrir þig og fjölskyldu þína – atvinnumissir, lífeyrissjóðstap o.þ.h. – og reyndu að finna út hvernig þú myndir tækla hvert og eitt vandamál. Jeff Yeager segir það vera mikilvægt að hafa fjölskylduna með í ráðum þannig að þið getið skapað samheldna aðgerðaráætlun. Og þegar þú skoðar þessa hluti skipulega, þá oft hætta þeir að vera eins  hræðilegir og þú ímyndar þér þegar þú hugsar um þá ein(n) og oft nærðu jafnvel betri næstursvefn, því áhyggjurnar eru óþarfar.

Ráð #3: SPURÐU hvort að þú getir fengið betri díl! Rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum af neytendasmatökum sýndi að yfir 90% þeirra sem þorðu að biðja um aukaafslátt, fengu afslátt – hvort sem um var að ræða af raftækjum, heimilistækjum eða öðrum hlutum. Meðal aukasparnaðurinn var vel yfir 5000 krónur. Lykillinn er að vera kurteis þegar þú átt í samskiptum við verslunina.


3 stærstu foreldramistökin

16. nóvember 2009

FamilyStudiesForeldrar: Við skulum aðeins ræða um peninga í smá stund. Sérfræðingarnir segja að þegar kemur að skipulagningu fjármála hafi flestir foreldrar enga hugmynd um hvar eigi að forgangsraða og hvar skuli byrja. Hérna eru top 3 mistökin sem að foreldrar gera og hvernig við getum leiðrétt þau skv. MarketWatch.com:

 • Mistök #1: Að kaupa ekki líftryggingu. Að hafa nægilega góða líftryggingu ætti að vera forgangsmál nr. 1 um leið og þú tekur ákvörðun um að eignast börn. Sérfræðingar segja ða besta leiðin til þess að ákveða hve hátt þú eigir að tryggja þig sé að margfalda innkomu þína með 6. Síðan að bæta við hluta af því sem þú skuldar á íbúðarmálinu. Þetta ætti að tryggja að séð sé fyrir fjölskyldunni þinni ef þú fellur frá.
 • Mistök #2: Fresta gerð erfðarskrár. Það er óumflýjanleg staðreynd lífsins að allir munu einhverntíman fara, það að undirbúa erfðarskrá getur verið sérstaklega mikilvægt í samfélagi dagsins í dag þar sem að margar fjölskyldur eru samantengdar beint og óbeint í kjölfar skilnaða og endurgiftinga og barna með fleiri en einum maka. Erfðaskráin getur oft hjálpað mikið til við að greiða úr hugsanlegum flækjum.
 • Mistök #3: Gleyma að leggja fyrir elliárin. Þegar þú stofnar fjölskyldu í kringum tvítugt og þrítugt eru elliárin víðsfjarri í hugsun. En málið er að því lengur sem þú bíður með að leggja fyrir, því minna áttu þegar ellin bankar á dyrnar og því meira leggurðu á börnin þín sem þurfa þá kannski að sjá fyrir þér ef að peningarnir þínir klárast.