Passaðu upp á vinnuna þína

25. nóvember 2009

cube-lgVinnumarkaðurinn er dálítið erfiður. Þannig að ef þú ert með atvinnu, þá skaltu reyna að gera það sem þú getur til þess að halda henni. Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur haldið þér frá niðurskurðarlistanum. Þær koma úr tímaritinu Business Week.

Stígðu fram. Yfirmaðurinn þinn þarf að heyra hvernig fyrirtækið getur minnkað kostnaðinn, fundið nýja kúnna, bætt ferlin, hvatt starfsfólkið áfram og birt næstu „stóru hugmynd“. Nú er að hefjast handa! Markmið þitt ætti að vera að ef þú yrðir látin fara þá þyrfti að fylla upp í stóra holu í fyrirtækinu. Þannig að taktu ákvörðun á hverjum degi um að vinna að þeim verkefnum sem skipta fyrirtækinu mestu máli, því ef þú ert hluti af plönum fyrirtækisins um betrumbætur, reynir yfirmaðurinn þinn að halda þér í stöðunni.

En, þú þarft líka að muna það núna: Allt er hluti af starfinu þínu. Þannig að vertu reiðubúin að taka að þér verkefni sem falla strangt til tekið út fyrir starfslýsinguna þína, t.d. að taka niður fundargerðir á fundum. Litlu hlutirnir sem þú gerir umfram starskyldu þína geta orðið mikilvægir þegar kemur að niðurskurðum.

Láttu yfirmanninn ávallt vita hvað þú ert að gera. Þú verður að vera opinskár um hvað þú ert að vinna að og hvernig það muni hjálpa yfirmanni þínum að ná markmiðum fyrirtækisins. Ekki fela upplýsingarnar eða þykjast vera að „vinna“ þegar þú ert í raun að leggja kapal í tölvunni. Ef þú ert ekki með nóg að gera, segðu það þá. Því heiðarlegri og opinskárri sem yfirmenn þínir telja þig vera, því líklegri ertu til að njóta traust þeirra og að þeir haldi þér nálægt sér.

Fylgstu með og lærðu á Twitter og Facebook og aðra hluti sem eru vinsælir þessa dagana. Þú vilt ekki að yfirmaðurinn skipti þér út fyrir einhvern sem er meira „með allt á hreinu“ er það nokkuð?

Vertu heilbrgið(ur). Fáðu þinn svefn, borðaður vel, hreyfðu þig, drekktu nóg af vatni og forðastu óhóflegt magn af koffíni og alkóhóli. Af hverju? Heilbrigt fólk verður venjulega ekki mjög þreytt þegar verið er að vinna undir tímapressu. Heilbrigðir einstaklingar taka ekki eins marga veikindadaga úr vinnunni. Samkvæmta McMaster Háskóla, voru þeir sem að hreyfðu sig reglulega almennt taldir af yfirmönnum sínum gáfaðri, vinnusamari og öruggari en aðrir og þetta eru kostir sem hjálpa þér að halda vinnunni þinni.

Auglýsingar

Slæm atvinnuleitar ráð

18. nóvember 2009

57363871Þessa dagana þá eru allir að bjóða upp á ráðleggingar um hvernig eigi að ná í vinnu, en sum ráðin kunna að valda skaða frekar en hitt. hér eru nokkrar algengar ráðleggingar sem þú ættir ekki að fylgja frá CareerBuilder.com:

 • Senda ferilskránna þína á öll auglýstu störfin sem heilla þig.Vandamálið við þessa kenningu er að hún gerir ráð fyrir að þú sért hæf(ur) í öll þessi störf, sem þarf ekki að vera rétt. Ef þú ert ekki hæfur, þá ertu í rauninni bara að eyða tímanum þínum í vitleysu. Ímyndaðu þér frekar að í atvinnuviðtali þá þurfirðu að réttlæta hæfni þína til að fá starfið, ef þú getur það ekki á sannfærandi hátt í huganum, skaltu ekki senda ferilskránna vegna þess starf, heldur einbeita þér að annarri stöðu.
 • Því fleiri tengiliði sem þú hefur, því betra. Samkvæmt heimsins stærsta atvinnumiðlara, Robert Half International, þá er besta leiðin að fá vinnu en í gegnum tengsl. En þú færð yfirleitt ekki vinnu í gegnum meðmæli kunningja. Þannig að í staðinn fyrir að ná grunnum tengslum við fjölda fólks, eyddu tíma í að kynnast fáum mjög vel.
 • Ef þú sækjir um á netinu, skaltu spara tíma með því að sleppa kynningarbréfinu. Þetta er slæm ráðlegging! Í einni rannsókn sögðu næstum 90% af þeim sem héldu utan um ráðningar að kynningarbréfið væri ein af megin leiðunum til að meta umsækjendur. Þannig að ef þú sendir ekki eitt slíkt, missirðu af tækifærinu til að sýna skriffærni þína og útskýra hvernig kunnátta þín muni hjálpa fyrirtækinu.

Mundu: Jafnvel fólk sem vill vel getur gefið slæm ráð.


Mistök sem þú ættir að forðast eftir að starf býðst.

11. nóvember 2009

Common_Mistakes_JobÞú stóðst þig kannski frábærlega í atvinnuviðtalinu og þeir buðu þér starf – til hamingju! En þú ættir ekki að vera of rólegur, því hér eru dæmi um 5 mistök sem geta eyðilagt margt fyrir þér áður en þú byrjar. Þessar ráðleggingar koma frá sérfræðingunum hjá CareerBuilder.com:

 • Fyrstu mistökin sem þú ættir að forðast eftir atvinnutilboð: Að ræða ekki launamálin. Vinnuveitendur, jafnvel í þessu ástandi, bjóða þér oft lægri laun og gera ráð fyrir að þú reynir að semja um hærri. En ef þeir vilja ekki hækka launin, spurðu þá um aðra þætti eins og sveigjanlegan vinnutíma, auka frídaga og spurðu hvort að ekki sé hægt að endurskoða launamálin að sex mánuðum liðnum.
 • Mistök númer 2: Sýna hversdagshlið þína of fljótt. Starfið er enn ekki þitt. þannig að ekki byrja allt í einu á að gefa yfirmönnum þínum gælunöfn, verða blindfullur í starfsmannahófinu eða kvarta yfir yfirvofandi skilnaði hjá þér. Þangað til þú ert búin að koma þér vel fyrir í vinnunni og kynnast samstarfsmönnum þínum betur, hegðaðu þér eins „vel“ og þú getur – sem þýðir, vertu vel til fara, stundvís og fagmannlegur.
 • Önnur mistök: Tala illa um fyrirtækið opinberlega. Ekki segja „já“ við starfi og fara síðan á Twitter og segja að þú vonir að þú fári vinnan klúðri ekki launamálunum, eða setja inn á Facebook að: „Ég get sagt með sanni strax að yfirmaðurinn minn er fífl.“ Maður sem sótti um starf hjá Cisco System – tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, setti inn á Twitter síðuna sína „Cisco bauð mér vinnu! nú þarf ég að meta hvort ég vilji feitan launaseðil þrátt fyrir að ferðast langa leið í vinnuna og vera í starfi sem ég mun hata“. Það leið ekki á löngu þar til starfsmaður fyrirtækisins sá innleggið og atvinnutilboðið var dregið tilbaka.
 • Ekki ljúga. Mörg atvinnutilboð eru gefin með fyrirvara um að upplýsingarnar þínar séu réttar og standist, sérstaklega, menntunin þín, launasaga og meðmælendur. Vinnan mun ekki bjóðast þér lengi ef þeir komast að því að þú „uppfærðir“ stöðutitilinn þinn úr síðustu vinnur úr „umsjón með birgðum“ yfir í „verslunarstjóri“ eða segist hafa útskrifast með BA gráðu þegar þú kláraðir allt nema BA verkefnið þitt.
 • Loka ráðið: Ekki bíða of lengi. Þú hefur rétt á því að hugsa um atvinnutilboðið og velta fyrir þér skilyrðunum og kjörunum, en ekki láta fyrirtækið bíða of lengi eftir svari á meðan þú bíður eftir svari frá öðru fyrirtæki. Þú verður að velja annaðhvort annars gætirðu endað á því að tapa öllu.

Seven Great Questions to Ask at a Job Interview

6. nóvember 2009

Við birtum einstaka sinnum greinar á ensku, þessi er héðan – eftir Paul Sloane

If you are going for an interview as a prospective employee then you should do some research.  Read the job description and requirements carefully.  Browse the web site to see how the organization presents itself.  Search for news items and comments about the company on news sites and blogs.

For the interview itself you should dress smartly and appropriately.  It is important to have some questions prepared and here are a few that could really help:

1.  What exactly would my day-to-day responsibilities be? It is essential that you clearly understand your role and the tasks that you would be expected to undertake.  It is easy to make assumptions and get the wrong impression of what the work would be so it is vital for both sides that there is clarity in what is expected of you.  If the interviewer cannot give a clear answer then this is a worrying sign, so politely follow up with more questions.  Some people even ask to see exactly where they will sit.

2.  What are the opportunities for training and career advancement? This question serves two purposes.  It helps you to understand where the job might lead and what skills you might acquire.  It also signals that you are ambitious and thinking ahead.

3.  What is the biggest challenge facing the organization today? This sort of question takes the interview away from the detail and towards strategic issues.  It allows to you see and discuss the bigger picture.  It proves that you are interested in more than just the 9 to 5 aspects of the job.  It can lead to interesting discussions that can show you in a good light – especially if you have done some intelligent preparation.  If appropriate you can follow up this question with some questions about the objectives of the department and the manager who is interviewing you.

4.  When did you join? After the interviewer has asked a number of questions about you it can make a good change to ask a gentle question about them.  People often like talking about themselves and if you can get them talking about their progress in the company you can learn useful and interesting things.

5.  What are the criteria that you are looking for in the successful candidate for this position? The job advertisement may have listed what was wanted in a candidate but it is very useful to hear the criteria directly from the interviewer.  The more that you can discover about what they want and how they will make the decision the better placed you are to influence that decision.

6.  How do you feel that I measure up to your requirements for this position? This follows on naturally from the previous questions.  It may seem a little pushy but it is a perfectly fair thing to ask.  In sales parlance this is a ‘trial close’.  If they say that you are a good fit then you can ask whether there is any reason you might not be offered the job.  If they say that you are lacking in some key skill or attribute then you can move into objection handling mode and point out some relevant experience or a countervailing strength.

7.  Would you like to hear what I could do to really help your department? If you want the job then this is a great question to ask at the end of the interview.  Most interviewers will reply, ‘Yes.’  Drawing on what you have learnt in the conversation, you can give a short sales pitch on why you fit the criteria and why your strengths and ideas will siginficantly assist the boss to meet their objectives.  Make it short, direct and clear with the emphasis on the benefits for them of having you in the team.  At the end ask something like, ‘how does that sound?’

Many candidates take a passive role at the interview.  They competently answer the questions that are put to them but they never take the initiative by asking intelligent questions that steer the interview in a helpful direction.  If you are a proactive candidate who asks the sorts of questions given above then you will be seen as more dynamic and you will significantly increase your chances of being offered the job.


Fundarhegðun þín kann að hafa áhrif á starfsframan þinn!

4. nóvember 2009
meetingsÞað er að segja, skv. Jeff Quorio, höfund bókarinnar „How to Buy and Sell Just About everything“. Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur komið vel fyrir á hvaða fundi sem er:
 • Vertu hress og einblíndu á að finna lausnina og gefðu tvöfalt fleiri jákvæðar athugasemdir en neikvæðar. Rannsóknir sýna að þegar athugasemdir meðal starfsmanna eru að mestu jákvæðar að þá gangi fyrirtækinu í heild sinni betur.
 • Talaðu við allan fundinn, jafnvel þegar þú ert að svara spurningu. Láttu öllum líða eins og þeir séu með. 
 • Þegar þú hefur komið á fram þínum uppástungum, spurðu hvað fólki finnist. Hvettu til umræðu og viðbragða, þannig að fólkinu finnist það vera mikilvægt.
 • Önnur leið til að skína á fundum, ekki einoka þá. Vertu nákvæmur, en ekki tala svo lengi að þú missir athyglina eða bælir niður pælingar hjá einhverjum sem vill tala.
 • Hjálpaðu fundarmönnum að slaka á með því að endurspegla þeirra eigin hegðun. Með öðrum orðum, ef að næstum allir eru með stuttar athugasemdir og viðbrögð, þá ættu þín viðbrögð að vera stutt líka. Ef að allir eru frekar femnir og tala hljóðlátlega, ekki reyna að vera öðruvísi, annars þá gætir þú verið álitinn „ekki hluti af hópnum“.
 • Og síðasta ráðið til þess að koma vel fyrir á fundum og skjóta starfsframa þínum áfram: Vertu áhugasamur – hallaðu þér fram, kinkaðu kolli og náðu augnsambandi.

Hver er aðalástæðan fyrir því að fólk hættir í vinnunni?

21. október 2009

stockxpertcom_id374448_size1Er það yfirmaðurinn, launamálin eða vinnutíminn? Svarið er: slæmur yfirmaður! Samkvæmt ABC News, eru slæmir yfirmenn svo algengir að það er meira að segja komin skammstöfun fyrir þá: BBS – sem stendur á enskunni fyrir „Bad Boss Syndrome.“

Þannig að hver er skilgreiningin á slæmum yfirmanni? Einhver sem segir aldrei takk, sem er stöðugt að gagnrýna og sem gefur aldrei greinilega til kynna hvað þú eigir að gera. Slæmur yfirmaður heldur líka upplýsingum frá þér sem þú þarft til að vinna vinnuna – þannig að þeir geti á síðustu stundu komið og bjargað málunum og litið vel út fyrir sýna yfirmenn.

En könnun eftir könnun sýnir að starfsmenn eru duglegri og sýna störfum sínum meiri hollustu þegar þeir vita að yfirmenn sínir kunna að meta vinnuna þeirra

Þannig að hvernig getur þú gert yfirmann þinn betri?

 • Í fyrsta lagi, spurðu beint út um uppbyggileg viðbrögð en ekki bara neikvæða gagnrýni.
 • Síðan, segðu þeim að ef þú veist hvað þú ert að gera rétt, þá hvetji það þig áfram til að gera vinnuna en betri. 
 • Að lokum, reyndu að láta yfirmann þinn líta vel út. Þú munt læra margt mikilvægt í leiðinni og þú gætir jafnvel fengið stöðuhækkun út úr því.

Þannig að hverskonar hegðun er góð yfirmanns hegðun?

 • Sýna þakklæti! T.d. veita undirmönnum sínum viðurkenningu fyrir verkefni, fyrir framan hópinn og senda e-mail sem segir „Takk fyrir! Frábærlega að verki staðið!“
 • Góður yfirmaður kemur líka eins fram við starfsmenn sína eins og hann vill að þeir komi fram við sig. Málið er: þú kannt að vera við stjórnvölin, en ef þú hegðar þér eins og einræðisherra, þá verða undirmenn þínir bara reiðir og fullir gremju.

Að lokum, góður yfirmaður tekur sökina fyrir mistök sem undirmenn hans gera. Fólk stendur sig ekki vel ef það hefur stöðugt áhyggjur af því að missa vinnuna. Með því að taka á sig sökina, þá mun starfsfólkið þitt vilja vinna harðar, því það veit að þú munt vera til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis.


Gekk viðtalið vel?

7. október 2009

job-interviewNáðirðu að landa atvinnuviðtali? Til hamingju! Eftir að viðtalið er búið hvernig geturðu vitað hvort að það gekk vel? Hér eru nokkur atriði sem þú getur litið eftir, frá CareerBuilder.com og Justin Honaman, hjá Coca-Cola Customer Business Solutions.

 • Þeir biðja um meðmælendur eða tala við meðmælendur sem þú hefur látið vita af. Fyrirtæki eyðir að öllu jöfnu ekki tíma sínum í að tala við meðmælendur ef þú ert ekki líkleg(ur) til að fá starfið.
 • Þú ert kynnt(ur) fyrir öðrum starfsmönnum í fyrirtækinu. Honaman segir að leiðtogar eru verndandi þegar kemur að teyminu þeirra og hætti yfirleitt ekki á það að kynna umsækjanda ef þeir haldi að hann passi hugsanlega ekki inn í fyrirtækið. Ef þú er kynnt(ur) fyrir öðrum, vertu kurteis! Sá sem ákveður ráðninguna á hugsanlega eftir að spyrja þau hvað þeim fannst um þig!
 • Þeir eyða miklum tíma í að svara þínum spurningum. Flestir sem standa í ráðningu munu spyrja “ Ert þú með einhverjar spurningar?“ í viðtalinu. En ef þeir virðast hafa auka tíma til að eyða í að svara spurningunum þínum, getur það verið merki um að þeir vilji „selja þér“ stöðuna.
 • Það er líka góðs viti ef að viðtalið heldur áfram. Meðalviðtalstíminn er í kringum 15 mínútur. Ef viðtalið er í lengri tíma, boðar það á gott. Ef þeir væru ekki áhugasamir, myndu þeir ekki draga viðtalið á langinn.
 • Það fer reyndar eftir því á hvaða stigi viðtalið er, en það kann í sumum tilvikum að vera jákvætt ef þú ert spurð(ur) um launavæntingar. Það sýnir að fyrirtækið kann að vera viljugt að fjárfesta í þér, en þessi spurning gæti einnig eyðilagt fyrir þig viðtalið. Þannig að gerðu þína eigin rannsókn og vertu undirbúin með launabil sem að endurspeglar meðallaun á þínu starfssviði fyrir einhvern sem er með þína reynslu, menntun og kunnáttu. Vertu líka tilbúin að útskýra HVERSVEGNA þú verðskuldir þessa peningasummu og vertu heiðarleg(ur) þegar kemur að því að segja frá núverandi launakjörum. Viðmælandi þinn kemst yfirleitt að því hvort þú hefur logið, og þá færðu varla vinnuna, sama hversu vel viðtalið gekk.