Skemmtilegar staðreyndir um líkaman

12. ágúst 2009

Improve-IQ-main_FullHér eru fimm skemmtilegar staðreyndir um líkaman frá LiveScience.com:

  • Allir eru með stálmaga. Slímhimnan í maganum okkar er sterkari en járn. Samskonar sýru er nefninlega að finna í maganum sem að meltir hádegismatinn og notað er til þess að eyða ryðinu af stáli.
  • Líkamsstaða hefur áhrif á minnið. Strákar, ef þið eigið erfitt með að muna daginn sem þið báðuð hennar, prufið þá að fara niður á skeljarnar. Rannsókn sem birtist í vísindaritingu Cognition sýndi það að þið erum fljótari að framkalla gamlar minningar og þær verða skýrari þegar líkamsstaðan okkar er svipuð þeirri stöðu sem að  þið voruð í þegar minningin varð til.
  • Þú getur aukið hættuna á beinbroti við ranga megrun. Samkvæmt Háskólanum í Maryland, þurfa vöðvarnir okkar og taugarnar nægt magn af bæði kalsíum og fosfórus til þess að starfa eðlilega og beinin okkar hafa nóg af báðu. Þegar þessi tvö efni vantar, þá ákveður líkaminn hinsvegar að laga málið með því að sækja þessi efni úr beinunum, sem því miður leiðir til veikra beina sem eru líklegri til að brotna. 
  • Mikið af matnum okkar fer nærir heilann. Heilinn okkar er ekki nema um 2% af heildarþyng okkar, en hinsvegar þarf hann u.þ.b. 20% af súrefni og hitaeiningunum sem við innbyrðum
  • Þegar þú hlærð, þá hlær heimurinn raunverulega með þér. Rannsókn á vegum University College London sýndi að hlátur, á sama hátt og geispi er smitandi. Það að heyra einhvern hlæja hefur nefninlega örvandi áhrif á þau heilasvæði sem stjórna andlitshreyfingunum.

Heilahreysti!

6. ágúst 2009

brainRannsóknir sína að þú getur bætt a.m.k. 10 árum við líftíma heilans með því einfaldlega að nota hann meira. Fylgdu þessum ráðum frá Rodale Publishing, og heilinn þinn verður skarpari, lengur.

  • Gefðu LÍKAMANUM leikfimi. Rannsóknir sína að fólk sem er líkamlega hraust stendur sig betur á greindarprófum samanborið við einstaklinga sem hreyfa sig lítið sem ekkert. Þetta stafar af því að þegar við reynum á líkamann í leikfiminni erum við að pumpa meira blóði til heilans, sem gefur heilabörknum meira súrefni, þar sem að mikið reynir á minnið, athyglina og rökhugsun! Reyndu þessvegna að reyna vel á líkamann a.m.k. tvisvar í viku.
  • Kafaðu í kryddskúffuna. Rannsókn sem birt var í Journal of Neurochemistry benti á sjö svokölluð „hugar krydd“ – sem eiga að hafa jákvæð áhrif á heilafrumurnar. Kryddin sem nefnd voru, voru kanill, túrmerik, basilikka, oreganó, blóðberg, salvía og rósmarín. Og svo virðist sem t.a.m. sýrur sem er að finna í rósmarín hafi minnkað líkurnar á heilablóðfalli í músum um allt að 40% þannig að einhver áhrif virðist þetta hafa. Prufaðu að strá eins og einni teskeið af einhverjum þessara krydda í kaffið, te-ið eða yfir matinn 5 sinnum á dag og kannaðu hvort að heilinn verði ekki hraustari
  • Borðaðu meiri fisk. Við vitum það að omega 3 fitusýrurnar eru mjög hollar fyrir hjartað, en heilinn er að miklu leyti samansettur úr fitusýrum og þessvegna er það oft sem að fituríkur fiskur, fullur af omega 3 er sagður vera algjört heilafæði!
  • Eigðu fleiri samræður. Rannsókn sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum framkvæmdi sýndi að fólk sem átti samtöl við aðra 10 mínútum fyrir próf stóð sig almennt betur á prófinu heldur ein þeir sem þögðu. Af hverju? Sérfræðingar telja að félagsskapur og samræður hjálpi til við að skerpa heilastarfsemina, vegna þess að heilinn er stöðugt að tengja nýjar upplýsingar þegar þú átt samtal við aðra.