Jólagjöf í vinnunni

2. desember 2009

istock_000004842932smallViltu gefa yfirmanninum þínum jólagjöf, en vilt líka að hann hugsi „Ofsalega er Inga hugulsöm“ en ekki, „Hvað er Inga að reyna að fá mig til þess að gera?“ Hérna eru nokkrar leiðbeiningar um hvernig þú getir gefið góða gjöf og komið vel fyrir sem starfsmaður í leiðinni. Leiðbeiningarnar koma frá Dr. Marie McIntyre, höfundi Secrets To Winning At Office Politics.

  • Gjöfing þín ætti að vera frumleg. 34% gjafanna á vinnustaðnum eru súkkulaði eða konfektkassar – eða einhverskonar önnur sætindi, eins og karamellur. En af hverju ekki að gefa yfirmanninum eitthvað ljúffengt kjötstykki eða steik fyrir sama pening. Eða gott kaffi? Þá stendurðu hugsanlega upp úr að einhvejru leiti sem frumlegur hugsuður.
  • Gerðu gjöfina þína persónulega. Það er í lagi að gefa gjafabréf -en hvernig væri þá að gefa gjafabréf í uppáhalds golfverslunina eða Tónlist.is ef að viðkomandi kann að meta tónlist? Eða jafnvel uppáhalds veitingastaðinn? Þetta eru alltsaman nokkuð öruggar gjafir og leyfa yfirmanninum að velja sér eitthvað sem þeim líkar við. Forðastu almenn gjafakort í verslunarmiðstöð eða hagkaup o.þ.h.                   
  • Gefðu gjöf sem hefur notagildi allan ársins hring. Ostur mánaðarins, kjötálegg mánaðarins, blóm mánaðarins eða áskrift að uppáhalds tímaritinu. Hvert sinn sem að þeir sjá nýjasta tímaritið af Lifandi Vísindum í kassanum í staðinn fyrir minniisblað eða reikning, þá hugsa þeir vel til þín.
  • Önnur góð hugmynd er að bjóða öllu teyminu með. Gjöf frá öllum hópnum mun forða yfirmanninum frá því að fá gagnslausar ostakörfur – og sýnir liðsandann á vinnustaðnum. Því fleiri sem að taka þátt í gjöfinni, því betri og flottari getur hún orðið.
  • Ekki finnast það hallærislegt að gefa pening til uppáhalds góðgerðarmáls yfirmannsins. Mörg okkar hafa miklu meira en við þurfum – þannig að það að gefa til góðgerðarmála sem skipta yfirmanninn máli sýnir að þú skilur gildin hans.

Hver er aðalástæðan fyrir því að fólk hættir í vinnunni?

21. október 2009

stockxpertcom_id374448_size1Er það yfirmaðurinn, launamálin eða vinnutíminn? Svarið er: slæmur yfirmaður! Samkvæmt ABC News, eru slæmir yfirmenn svo algengir að það er meira að segja komin skammstöfun fyrir þá: BBS – sem stendur á enskunni fyrir „Bad Boss Syndrome.“

Þannig að hver er skilgreiningin á slæmum yfirmanni? Einhver sem segir aldrei takk, sem er stöðugt að gagnrýna og sem gefur aldrei greinilega til kynna hvað þú eigir að gera. Slæmur yfirmaður heldur líka upplýsingum frá þér sem þú þarft til að vinna vinnuna – þannig að þeir geti á síðustu stundu komið og bjargað málunum og litið vel út fyrir sýna yfirmenn.

En könnun eftir könnun sýnir að starfsmenn eru duglegri og sýna störfum sínum meiri hollustu þegar þeir vita að yfirmenn sínir kunna að meta vinnuna þeirra

Þannig að hvernig getur þú gert yfirmann þinn betri?

  • Í fyrsta lagi, spurðu beint út um uppbyggileg viðbrögð en ekki bara neikvæða gagnrýni.
  • Síðan, segðu þeim að ef þú veist hvað þú ert að gera rétt, þá hvetji það þig áfram til að gera vinnuna en betri. 
  • Að lokum, reyndu að láta yfirmann þinn líta vel út. Þú munt læra margt mikilvægt í leiðinni og þú gætir jafnvel fengið stöðuhækkun út úr því.

Þannig að hverskonar hegðun er góð yfirmanns hegðun?

  • Sýna þakklæti! T.d. veita undirmönnum sínum viðurkenningu fyrir verkefni, fyrir framan hópinn og senda e-mail sem segir „Takk fyrir! Frábærlega að verki staðið!“
  • Góður yfirmaður kemur líka eins fram við starfsmenn sína eins og hann vill að þeir komi fram við sig. Málið er: þú kannt að vera við stjórnvölin, en ef þú hegðar þér eins og einræðisherra, þá verða undirmenn þínir bara reiðir og fullir gremju.

Að lokum, góður yfirmaður tekur sökina fyrir mistök sem undirmenn hans gera. Fólk stendur sig ekki vel ef það hefur stöðugt áhyggjur af því að missa vinnuna. Með því að taka á sig sökina, þá mun starfsfólkið þitt vilja vinna harðar, því það veit að þú munt vera til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis.