Hvernig á að lifa jólapartýið af?

15. desember 2009

sweater-black-lgHérna eru leiðbeiningarnar skref fyrir skref um hvernig þú lifir af næsta vinnustaða jólapartý. Notaðu þessi ráð og þá þarftu ekki að fela andlit þitt í skömm eftir partýið.

 • Byrjaðu á að borða eitthvað áður en þú ferð í partýið. Af hverju? Vegna þess að sætir áfengir drykkir renna niður ljúflega – og geta valdið vandræðum seinna. Ekki drekka meira en einn drykk á klukkutstund.
 • Minglaðu eins og fagmaður – vertu tilbúin með partýumræðuefni. Lestu dagblaðið áður en þú ferð og hlustaðu á útvarpið eða sjónvarpið. Ef að allt annað klikkar þá geturðu notað þessa spurningu til þess að fá fólk til að tala: „Hvaða veitingastaður finnst þér bjóða upp á bestu pizzuna í bænum?“  
 • Varðandi fatnað, fylgdu þessari reglu hérna: Ekki vera skraut! Þetta þýðir að þú átt ekki að fara klæddur í fáránlegu rauðu og grænu hreindýrapeysuna. Spurðu þig fyrir framan spegilinn heima: „Ef Sean Connery, Audrey Hepburn, Obama eða Jennifer Aniston myndu koma í partýið og sjá mig í þessum fötum, myndu þau vilja hanga með mér?“
 • Hafðu síðan þetta í huga: Taugarnar og leiðindin er það sem fær þig til að oféta. Skv. National Mental Health Association, þá borðum við meira sem viðbragð við taugastrekkjandi kringumstæðum til þess að forðast samskipti við fólk sem gerir okkur stressuð. Mundu bara að þú ert búin að borða soldið áður en þú komst, þannig að taktu nokkur skref frá hlaðborðinu, rabbaðu og hlustaðu.
 • Og hættu að hanga með félögunum. Sérðu allt áhrifamikla liðið? Af hverju ertu að hanga með sama fólkinu og þú gerir í hádegismatnum? Reyndu að hafa það að markmiði að kynnast a.m.k. 3 nýjum!

Jólaráð á vinnustaðnum

9. desember 2009

christmas-party1Jæja, jólahátíðin nálgast! Sem þýðir að það er kominn tími á nokkur vinnustaða jólaráð. Þessi ráð oma frá höfundi Business Class, Jacqueline Whitmore:

Í fyrsta lagi, þegar kemur að gjöfunum:

 • Fyrir samstarfsfólk þitt – findu eitthvað sem að bætir vinnustaðarlífið – t.d. kaffikönnur í eldhúsið. Eða stingdu upp á því að allir leggji í púkkið fyrir nýrri  espressóvél. Þú getur líka gefið persónulegar gjafir og gefið öllum dollu af heimatilbúnum smákökum.
 • Fyrir yfirmanninn: Skipulegðu gjöf frá hópnum. Það lætur alla líta vel út. Eða t.d. fylltu kökukrús af hundanammi fyrir hundinn hans.
 • Að lokum: Ekki gleyma skammtímastarfsfólkinu, starfsnemanum. Sýndu þakklæti þitt með því t.d. að gefa 1000 krónu gjafabréf.

Þá er það hvernig eigi að lifa af jólaboðið í vinnunni:

 • Fyrir það að kíkja í boðið, þá færðu strax „bónusstig“.
 • En þar sem að þú ert mætt(ur), skaltu reyna að mingla eins og sannur liðsmaður. Haltu á glasinu í vinstri hendi og slepptu öllum mat sem getur klístrast eða subbast, og vertu alltaf tilbúin að heilsa einhverjum. Talaðu síðan við eins marga og þú getur, sérstaklega ef að þú þekkir viðkomandi ekki. En forðastu vinnutengdar spurningar. Þetta er nú einu sinni partý

Jólagjöf í vinnunni

2. desember 2009

istock_000004842932smallViltu gefa yfirmanninum þínum jólagjöf, en vilt líka að hann hugsi „Ofsalega er Inga hugulsöm“ en ekki, „Hvað er Inga að reyna að fá mig til þess að gera?“ Hérna eru nokkrar leiðbeiningar um hvernig þú getir gefið góða gjöf og komið vel fyrir sem starfsmaður í leiðinni. Leiðbeiningarnar koma frá Dr. Marie McIntyre, höfundi Secrets To Winning At Office Politics.

 • Gjöfing þín ætti að vera frumleg. 34% gjafanna á vinnustaðnum eru súkkulaði eða konfektkassar – eða einhverskonar önnur sætindi, eins og karamellur. En af hverju ekki að gefa yfirmanninum eitthvað ljúffengt kjötstykki eða steik fyrir sama pening. Eða gott kaffi? Þá stendurðu hugsanlega upp úr að einhvejru leiti sem frumlegur hugsuður.
 • Gerðu gjöfina þína persónulega. Það er í lagi að gefa gjafabréf -en hvernig væri þá að gefa gjafabréf í uppáhalds golfverslunina eða Tónlist.is ef að viðkomandi kann að meta tónlist? Eða jafnvel uppáhalds veitingastaðinn? Þetta eru alltsaman nokkuð öruggar gjafir og leyfa yfirmanninum að velja sér eitthvað sem þeim líkar við. Forðastu almenn gjafakort í verslunarmiðstöð eða hagkaup o.þ.h.                   
 • Gefðu gjöf sem hefur notagildi allan ársins hring. Ostur mánaðarins, kjötálegg mánaðarins, blóm mánaðarins eða áskrift að uppáhalds tímaritinu. Hvert sinn sem að þeir sjá nýjasta tímaritið af Lifandi Vísindum í kassanum í staðinn fyrir minniisblað eða reikning, þá hugsa þeir vel til þín.
 • Önnur góð hugmynd er að bjóða öllu teyminu með. Gjöf frá öllum hópnum mun forða yfirmanninum frá því að fá gagnslausar ostakörfur – og sýnir liðsandann á vinnustaðnum. Því fleiri sem að taka þátt í gjöfinni, því betri og flottari getur hún orðið.
 • Ekki finnast það hallærislegt að gefa pening til uppáhalds góðgerðarmáls yfirmannsins. Mörg okkar hafa miklu meira en við þurfum – þannig að það að gefa til góðgerðarmála sem skipta yfirmanninn máli sýnir að þú skilur gildin hans.

Passaðu upp á vinnuna þína

25. nóvember 2009

cube-lgVinnumarkaðurinn er dálítið erfiður. Þannig að ef þú ert með atvinnu, þá skaltu reyna að gera það sem þú getur til þess að halda henni. Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur haldið þér frá niðurskurðarlistanum. Þær koma úr tímaritinu Business Week.

Stígðu fram. Yfirmaðurinn þinn þarf að heyra hvernig fyrirtækið getur minnkað kostnaðinn, fundið nýja kúnna, bætt ferlin, hvatt starfsfólkið áfram og birt næstu „stóru hugmynd“. Nú er að hefjast handa! Markmið þitt ætti að vera að ef þú yrðir látin fara þá þyrfti að fylla upp í stóra holu í fyrirtækinu. Þannig að taktu ákvörðun á hverjum degi um að vinna að þeim verkefnum sem skipta fyrirtækinu mestu máli, því ef þú ert hluti af plönum fyrirtækisins um betrumbætur, reynir yfirmaðurinn þinn að halda þér í stöðunni.

En, þú þarft líka að muna það núna: Allt er hluti af starfinu þínu. Þannig að vertu reiðubúin að taka að þér verkefni sem falla strangt til tekið út fyrir starfslýsinguna þína, t.d. að taka niður fundargerðir á fundum. Litlu hlutirnir sem þú gerir umfram starskyldu þína geta orðið mikilvægir þegar kemur að niðurskurðum.

Láttu yfirmanninn ávallt vita hvað þú ert að gera. Þú verður að vera opinskár um hvað þú ert að vinna að og hvernig það muni hjálpa yfirmanni þínum að ná markmiðum fyrirtækisins. Ekki fela upplýsingarnar eða þykjast vera að „vinna“ þegar þú ert í raun að leggja kapal í tölvunni. Ef þú ert ekki með nóg að gera, segðu það þá. Því heiðarlegri og opinskárri sem yfirmenn þínir telja þig vera, því líklegri ertu til að njóta traust þeirra og að þeir haldi þér nálægt sér.

Fylgstu með og lærðu á Twitter og Facebook og aðra hluti sem eru vinsælir þessa dagana. Þú vilt ekki að yfirmaðurinn skipti þér út fyrir einhvern sem er meira „með allt á hreinu“ er það nokkuð?

Vertu heilbrgið(ur). Fáðu þinn svefn, borðaður vel, hreyfðu þig, drekktu nóg af vatni og forðastu óhóflegt magn af koffíni og alkóhóli. Af hverju? Heilbrigt fólk verður venjulega ekki mjög þreytt þegar verið er að vinna undir tímapressu. Heilbrigðir einstaklingar taka ekki eins marga veikindadaga úr vinnunni. Samkvæmta McMaster Háskóla, voru þeir sem að hreyfðu sig reglulega almennt taldir af yfirmönnum sínum gáfaðri, vinnusamari og öruggari en aðrir og þetta eru kostir sem hjálpa þér að halda vinnunni þinni.


Fundarhegðun þín kann að hafa áhrif á starfsframan þinn!

4. nóvember 2009
meetingsÞað er að segja, skv. Jeff Quorio, höfund bókarinnar „How to Buy and Sell Just About everything“. Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur komið vel fyrir á hvaða fundi sem er:
 • Vertu hress og einblíndu á að finna lausnina og gefðu tvöfalt fleiri jákvæðar athugasemdir en neikvæðar. Rannsóknir sýna að þegar athugasemdir meðal starfsmanna eru að mestu jákvæðar að þá gangi fyrirtækinu í heild sinni betur.
 • Talaðu við allan fundinn, jafnvel þegar þú ert að svara spurningu. Láttu öllum líða eins og þeir séu með. 
 • Þegar þú hefur komið á fram þínum uppástungum, spurðu hvað fólki finnist. Hvettu til umræðu og viðbragða, þannig að fólkinu finnist það vera mikilvægt.
 • Önnur leið til að skína á fundum, ekki einoka þá. Vertu nákvæmur, en ekki tala svo lengi að þú missir athyglina eða bælir niður pælingar hjá einhverjum sem vill tala.
 • Hjálpaðu fundarmönnum að slaka á með því að endurspegla þeirra eigin hegðun. Með öðrum orðum, ef að næstum allir eru með stuttar athugasemdir og viðbrögð, þá ættu þín viðbrögð að vera stutt líka. Ef að allir eru frekar femnir og tala hljóðlátlega, ekki reyna að vera öðruvísi, annars þá gætir þú verið álitinn „ekki hluti af hópnum“.
 • Og síðasta ráðið til þess að koma vel fyrir á fundum og skjóta starfsframa þínum áfram: Vertu áhugasamur – hallaðu þér fram, kinkaðu kolli og náðu augnsambandi.

Kurteisi á vinnustað!

28. október 2009

cbook445Rannsóknir sína að kvartanir vegna samstarfsmanna sem gleyma að svara netpóstum, eru dónalegir og bera enga virðingu fyrir öðrum eru að aukast. En þú verður að vera kurteis – þú eyðir næstum einum þriðja af lífi þínu með þessum samstarfsmönnum þínum! Þannig að hér eru nokkrar hugleiðingar frá Dr. P.M. Forni, höfundi bókarinnar Choosing Civility:

•    Í fyrsta lagi, þegar þú átt samskipti við einhvern, þá verðskuldar viðkomandi fulla athygli þína. Það þýðir að þú átt ekki að kíkja á úrið, búa til innkaupalistann í hausnum og ekki nota símann þinn á hádegisfundinum. Þegar þú ert út-um-allt  þá tekur allt lengri tíma. Og fólkið í kringum þig finnst það vera einskis virði.

•    Síðan skaltu læra að tala vel um aðra. Það er fullt af góðu og vel-meinandi fólki þarna úti. En ef þú myndir miða við samtölin sem eiga sér stað á veitingastöðunum eða strætóstöðinni þá myndirðu halda að allir í heiminum væru gjörsamlega óhæfir og fullir hatri. En þegar þú segir slæma hluti um aðra – þá sýnirðu líka sjálfan þig í neikvæðu ljósi.

•    Berðu einnig virðingu fyrir skoðunum annarra. Þú þarft ekki að vera sammála, bara gefðu þeim tækifæri á að segja sína skoðun á hlutunum.
•   Og að lokum, til þess að auka kurteisina á vinnustaðnum skaltu meina það þegar þú biðst fyrirgefningar á einhverju. Að segja „Fyrirgefðu að þér líður illa“ er ekki afsökunarbeiðni, því þú ert ekki að taka á þig neina söku. Það er það sama og að segja „Fyrirgefðu að þú ert risastórt grenjandi smábarn“. Þetta er afsökunarbeiðni: „Ég sé að þú er sár, og ég bið þig afsökunar á mínum þátt í því“.


Is there a right way to lay someone off?

23. október 2009

Við birtum einstaka sinnum greinar á ensku, þessi er héðan – eftir John C. Maxwell

At the Maximum Impact Simulcast on May 8, I fielded a very timely question.

During lunch, a young man asked,

“How does a good leader handle layoffs? Especially when they need to lay off a good and valued employee?”

Here’s what I believe:

First, I don’t think a leader should ask others to make sacrifices until he’s made some himself. So I’d examine other company expenses to see what could be sacrificed instead. So many executives, when faced with the need to cut costs, will sacrifice employees ahead of their own corporate perks. Instead of looking at the big picture, they see only their OWN picture.

But if an organization is only as strong as its weakest link, then leaders should do everything they can to avoid removing a STRONG link. A good employee is simply too valuable to let go without exhausting other options.

I do the same when hiring. I’ve always believed that if you find a good potential employee, you do whatever you can to get them on the team – even if it means creating a position or changing the budget. I once even gave up my own budgeted salary for a year in order to hire the leader I wanted to run one of my companies.

You may not be able to sacrifice your salary to keep an employee, but if they’re truly valuable, you certainly should be willing to give up the box seats at the baseball stadium, or use of the corporate jet, or your company-paid gym membership.

And after all the budget-busting, if you still need to lay good people off, then make it your goal to help them find a new position. Tell them you will be their #1 advocate. Offer to be a reference in their job hunt. Network on their behalf. Write the recommendation letter and/or make the phone call to the potential employer. Do whatever you can to ease their transition.

Finally, ask if you can remain friends even if they can no longer be on your staff. Who knows what the future may bring? Besides, as a leader, your goal should be to add value to the people you lead. When good employees leave and take a new position, it might offer them better opportunities than what you could have provided.