3 lykil atriði bættrar heilsu

10. september 2009

gymescalators1. Hreyfðu þig meira! Gerðu það að daglegri áskorun að hreyfa líkamann. Labbaðu upp stiga í staðinn fyrir að taka lyftu eða rúllustiga. Farðu út með hundinn; eltu börnin; sláðu grasið; hentu bolta til vinar þíns. Allt sem hreyfir líkamsparta er ekki einungis heilbrigð hreyfing heldur minnkar líka stress! Labbaðu tvisvar upp stigana. Hugsaðu hreyfinguna í smáskrefum. Þú þarft ekki alltaf að vera klukkutíma í leikfimi, en það er samt frábært ef þú gerir það. á meðan haltu áfram að hreyfa þig!

2. Skerðu fituna í burtu. Slepptu allri sýnilegri fitu og öllu því augljóslega fitumikla s.s. frönskum kartöflum, hamboraranum og fitumikla kjötinu (eins og beikon, salami, rif og bjúgur og pylsur). Mjólkurvörur s.s. ostar, mjólk og rjómi ætti alltaf að nota lítið og einungis fituskertu vörurnar ætti að borða. Hnetur, kjötálegg, majónes, smjörlíki, smjör og sósur ætti líka að takmarka. Mikið af þessum vörum eru til „léttar“ og ætti því að nota þær frekar heldur en hinar.

3. Hættu að reykja Við vitum þetta öll! Reykingar eru slæmar fyrir heilsuna, óþarfi að fjalla meira um það hérna! Hættu þessu bara, eina sígarettu í einu!


Leitin að flötum maga

18. ágúst 2009

flat-stomach-picturesLangar þig í flata maga? Ekki vandamálið! Hér er nokkrar ábendingar um það sem hjálpar þér að ná flötum maga fljótt! Ráðleggingarnar koma úr tímaritinu Health.

  • Fyrst og fremst: Drífðu þig í ræktina OG fylgstu með því sem þú borðar. Að vera í megrun er ekki nóg. Skv. rannsókn hjá Wake Forest University, náður þeir sem æfðu sig reglulega að minnka fitufrumurnar sínar á magasvæðinu um 18%.
  • Gerðu magaæfingarnar á æfingabolta. Þú æfir fleiri vöðva þegar þú gerir magaæfingar á bolta heldur en þegar þú gerir hefðbundnar magaæfingar á gólfinu skv. rannsókn sem birt var í Journal of Strength and Conditioning Research.
  • Gerðu fjölbreyttar æfingar. Scott Fisher sem starfar hjá Fitness Center í Fairleig Dickinson University segir að magavöðvarnir venjast æfingarútínunni. Þannig að breyttu til reglulega í ræktinni. Ef þú vilt að maginn haldi áfram að minnka, breyttu allri rútínunni einu sinni á mánuði.
  • Gerðu interval æfingar. Gerðu interval æfingar í 20 mínútur þrisvar í viku. Það er æfingar þar sem þú skiptir á milli mikils átaks og létts átaks. Áströlsk rannsókn sýndi að fólk sem æfði svona missti meira af magafitu heldur en fólk sem gerði 40 mínútur af þolæfingum þrisvar í viku.
  • Að lokum – ekki gleyma bakvöðvunum! Bakvöðvarnir styrkja við líkamann og það er nauðsynlegt að æfa þá samhliða maganum.