Hvernig á að lifa jólapartýið af?

15. desember 2009

sweater-black-lgHérna eru leiðbeiningarnar skref fyrir skref um hvernig þú lifir af næsta vinnustaða jólapartý. Notaðu þessi ráð og þá þarftu ekki að fela andlit þitt í skömm eftir partýið.

  • Byrjaðu á að borða eitthvað áður en þú ferð í partýið. Af hverju? Vegna þess að sætir áfengir drykkir renna niður ljúflega – og geta valdið vandræðum seinna. Ekki drekka meira en einn drykk á klukkutstund.
  • Minglaðu eins og fagmaður – vertu tilbúin með partýumræðuefni. Lestu dagblaðið áður en þú ferð og hlustaðu á útvarpið eða sjónvarpið. Ef að allt annað klikkar þá geturðu notað þessa spurningu til þess að fá fólk til að tala: „Hvaða veitingastaður finnst þér bjóða upp á bestu pizzuna í bænum?“  
  • Varðandi fatnað, fylgdu þessari reglu hérna: Ekki vera skraut! Þetta þýðir að þú átt ekki að fara klæddur í fáránlegu rauðu og grænu hreindýrapeysuna. Spurðu þig fyrir framan spegilinn heima: „Ef Sean Connery, Audrey Hepburn, Obama eða Jennifer Aniston myndu koma í partýið og sjá mig í þessum fötum, myndu þau vilja hanga með mér?“
  • Hafðu síðan þetta í huga: Taugarnar og leiðindin er það sem fær þig til að oféta. Skv. National Mental Health Association, þá borðum við meira sem viðbragð við taugastrekkjandi kringumstæðum til þess að forðast samskipti við fólk sem gerir okkur stressuð. Mundu bara að þú ert búin að borða soldið áður en þú komst, þannig að taktu nokkur skref frá hlaðborðinu, rabbaðu og hlustaðu.
  • Og hættu að hanga með félögunum. Sérðu allt áhrifamikla liðið? Af hverju ertu að hanga með sama fólkinu og þú gerir í hádegismatnum? Reyndu að hafa það að markmiði að kynnast a.m.k. 3 nýjum!

Jólaráð á vinnustaðnum

9. desember 2009

christmas-party1Jæja, jólahátíðin nálgast! Sem þýðir að það er kominn tími á nokkur vinnustaða jólaráð. Þessi ráð oma frá höfundi Business Class, Jacqueline Whitmore:

Í fyrsta lagi, þegar kemur að gjöfunum:

  • Fyrir samstarfsfólk þitt – findu eitthvað sem að bætir vinnustaðarlífið – t.d. kaffikönnur í eldhúsið. Eða stingdu upp á því að allir leggji í púkkið fyrir nýrri  espressóvél. Þú getur líka gefið persónulegar gjafir og gefið öllum dollu af heimatilbúnum smákökum.
  • Fyrir yfirmanninn: Skipulegðu gjöf frá hópnum. Það lætur alla líta vel út. Eða t.d. fylltu kökukrús af hundanammi fyrir hundinn hans.
  • Að lokum: Ekki gleyma skammtímastarfsfólkinu, starfsnemanum. Sýndu þakklæti þitt með því t.d. að gefa 1000 krónu gjafabréf.

Þá er það hvernig eigi að lifa af jólaboðið í vinnunni:

  • Fyrir það að kíkja í boðið, þá færðu strax „bónusstig“.
  • En þar sem að þú ert mætt(ur), skaltu reyna að mingla eins og sannur liðsmaður. Haltu á glasinu í vinstri hendi og slepptu öllum mat sem getur klístrast eða subbast, og vertu alltaf tilbúin að heilsa einhverjum. Talaðu síðan við eins marga og þú getur, sérstaklega ef að þú þekkir viðkomandi ekki. En forðastu vinnutengdar spurningar. Þetta er nú einu sinni partý