3 stærstu foreldramistökin

16. nóvember 2009

FamilyStudiesForeldrar: Við skulum aðeins ræða um peninga í smá stund. Sérfræðingarnir segja að þegar kemur að skipulagningu fjármála hafi flestir foreldrar enga hugmynd um hvar eigi að forgangsraða og hvar skuli byrja. Hérna eru top 3 mistökin sem að foreldrar gera og hvernig við getum leiðrétt þau skv. MarketWatch.com:

  • Mistök #1: Að kaupa ekki líftryggingu. Að hafa nægilega góða líftryggingu ætti að vera forgangsmál nr. 1 um leið og þú tekur ákvörðun um að eignast börn. Sérfræðingar segja ða besta leiðin til þess að ákveða hve hátt þú eigir að tryggja þig sé að margfalda innkomu þína með 6. Síðan að bæta við hluta af því sem þú skuldar á íbúðarmálinu. Þetta ætti að tryggja að séð sé fyrir fjölskyldunni þinni ef þú fellur frá.
  • Mistök #2: Fresta gerð erfðarskrár. Það er óumflýjanleg staðreynd lífsins að allir munu einhverntíman fara, það að undirbúa erfðarskrá getur verið sérstaklega mikilvægt í samfélagi dagsins í dag þar sem að margar fjölskyldur eru samantengdar beint og óbeint í kjölfar skilnaða og endurgiftinga og barna með fleiri en einum maka. Erfðaskráin getur oft hjálpað mikið til við að greiða úr hugsanlegum flækjum.
  • Mistök #3: Gleyma að leggja fyrir elliárin. Þegar þú stofnar fjölskyldu í kringum tvítugt og þrítugt eru elliárin víðsfjarri í hugsun. En málið er að því lengur sem þú bíður með að leggja fyrir, því minna áttu þegar ellin bankar á dyrnar og því meira leggurðu á börnin þín sem þurfa þá kannski að sjá fyrir þér ef að peningarnir þínir klárast.

Kenndu börnunum þínum um peninga – strax!

19. október 2009

childPeningar eru vandasamt efni – eitthvað sem við tökumst á við á hverjum degi í gegnum allt lífið. Og eftir því sem börnin verða eldri, því meira þurfa þau að takast á við paninga. Þannig að ef þú vilt að börnin þín hafi heilbrigða þekkingu á peningum og fjármálum, þá getur þú hjálpað. Hérna eru nokkrar ábendingar frá rannsakendum við Rodale útgáfu.

  • Kenndum þeim grundvallar atriðin í fjármálum. Staðreyndin er sú að því miður eru ekki margir sem hafa sparað sjálfir eitthvað fyrir elliárin, jafnvel þó að þeir hafi unnið allt sitt líf. Richard Kahler, höfundur bókarinnar Conscious Finance, segir að SKYNSAMLEG meðferð peninga sé bráðnauðsynleg kunnátta öllum sem lifa á 21. öldinni. Ekki gera lítið úr þessari kunnáttu þegar kemur að börnunum þínum.
  • Undirbúðu þig fyrir erfiðu spurningarnar. Spurningar eins og „Mamma“ eða „Pabbi, hvað ertu með mikið í laun?“ Kahler segir að mörgum fullorðnum finnist auðveldara að tala við börnin sín um blómin og býflugurnar heldur en um fjármálin, en það ætti ekki að vera svona erfitt. Reiknaðu út hvað þú ert að FÁ MIKIÐ í laun á DAG og segðu þeim hvað þú EYÐIR miklu þann daginn. Talaðu opinskátt um þetta og hvettu þau til að spyrja þig spurninga.
  • Gerðu þau „gjaldþrota“ – snemma og oft! Þú ættir að gefa börnunum þínum vasapening snemma t.d. um 5 ára aldurinn, en láttu þau vinna sér vasapeninginn inn að einhverju leiti. Ekki hika við að taka vasapeninginn í burtu ef að þau vinna sér það ekki inn, því það kennir þeim að passa upp á peninginn sem þau nú þegar eiga ef eitthvað kemur fyrir seinna. Ekki gefast upp! Ef þú gerir þetta, þá ertu að kenna þeim að leiðin til þess að fá það sem þau vilja er ekki að kvarta þangað til einhver brýtur reglurnar heldur að vinna sér inn pengingin og nota hann skynsamlega.

Er nebbinn þinn að koma þér í mínus?

12. október 2009

cookiesNeytendur athugið: Nýjar rannsóknir virðast gefa til kynna að nefið okkar hafi meiri stjórn yfir veskinu okkar heldur en við höfum sjálf. Auglýsendur hafa lengi vitað af þessu, hve mikil áhrif lyktin hefur þegar verið er að selja hluti. Þannig eru jafnvel sumar bensínstöðvar (þó aðallega erlendis) sem að spreyja kaffiilm í kringum pumpurnar, í von um að heilla nokkra viðskiptavini inn til að kaupa eins og einn stóran kaffibolla fyrir ferðalagið. Fasteignarsalar eru líka sumir hverjir góðir í þessu og reyna að passa upp á að ilmurinn í fasteigninni sem á að selja minni fólk á „heimili“ jafnvel með bakkelsisilm.

Hingað til hefur ilmurinn fyrst og fremst verið talinn kveikja á tilfinningum, en svo virðist sem að það sé miklu meira en minningar sem fari af stað í heilanum okkar. Ný rannsókn hjá Jorunal of Consumer Research fann út að lykillinn á bakvið það að nota lykt sé að kveikja á matarlystinni okkar, því að sá hluti heilasn sem stjórnar matarlystinni okkar og hungrinu hefur líka mikil áhrif á aðrar hvatir og snöggar ákvarðanir! Til að sýna fram á þetta var hópi fólks skipt upp í tvo hópa og þau spurð ýmsa spurninga um eyðsluvenjur þeirra. Öðrum hópnum var komið fyrir í herbergi þar sem engin lykt var og hinum var komið fyrir í herbergi sem ilmaði af smákökum. Tölfræðin talar sínu máli en það voru fyrir hvern einn einstakling sem sagðist vera líklegur til að eyða pening án mikillar umhugsunar í lyktarlausu herberginu voru 4 í smákökuherberginu sem sögðust vera tilbúin að eyða pening án mikillar umhugsunar. 4 á móti 1!

Aðalmálið er að hugmyndin um mat – sem kveiknar af myndum eða ilm – kveikir á ósjálfráðum hvötum hjá okkur hvort sem það er að okkur langar að borða eða eyða pening. Þannig að ef við erum stödd út í búð þegar við finnum ilminn – þá erum við líklegri til a ðsækja veskið en ella. Rannsakendurnir telja að þetta tengist náttúrulegs sjálfsbjargareðlis sem er innbyggt inn í okkur. Vegna þess að við mannfólkið, af náttúrunnar hendi, virðist vera sama að gefa upp langtímaverðmæti – s.s. sparnað – fyrir skammtímaverðmæti s.s. nýja peysu eða fullan maga af mat! Þetta er í það minnsta eitthvað til þess að hafa í huga næst þegar þú finnur ilm af kökum eða poppkorni næst þegar þú ferð í Kringluna. Hver veit nema maðurinn á skrifstofunni í Hagkaup sé einmitt að stóla á það að þú viljir kaupa eins og einn hlut í viðbót sem var ekki á listanum þegar þú gekkst inn.


3 algengir innkaupa misskilningar

2. september 2009

shopping-cartJæja…þá er komið að því að fjalla um þrjár algengar goðsagnir sem finnast í matvörubúðunum!!! Þetta kemur úr tímaritinu Quick and Simple.

Innkaupagoðsögn nr. 1: Ferskt grænmeti er alltaf betra en frosið grænmeti. Ekki satt! Rannsakendur við Tufts háskólann í Boston, fundu út að frosið grænmeti væri alveg jafn gott og hið freska. Meira að segja er frosna grænmetið stundum betra! Hversvegna? Jú, það er vegna þess að grænmetið er fryst svo snemma eftir að það er tekið upp að það hefur ekki byrjað að brotna niður eins og ferska grænmetið er byrjað að gera. Þessvegna eru öll næringarefnin í frosna grænmetinu eins og í hinu ferska. Þannig að næst þegar þú grípur poka af frosnu grænmeti, ekki láta þér detta það í hug að þú sért að snuða líkamann þinn af næringu.

Innkaupagoðsögn nr. 2: Það skiptir ekki máli hvaða mjólkurfernu þú tekur. Þetta er ekki satt! Verslanir fela oft nýjustu mjólkurfernunar aftast í kælinum til þess að losna við eldri fernurnar fyrst, þannig að skoðaðu alltaf dagsetningarnar á fernunum vel áður en þú setur þær í innkaupakörfuna,

Innkaupagoðsögn nr. 3:  Að kaupa salat í poka er peningasóun. Ekki endilega. Poki af salati sem er nóg fyrir 4 kann að vera 3-4 sinnum dýrari heldur en salathaus sem fæðir 8. En líkur eru á því að þó að salathausinn sé ódýrari, þá muni hann skemmast áður en þú notar hann allan og þannig ertu búinn að láta hluta af peningnum fara til einskis. Þannig að ef þú ert með litla fjölskyldu, kann að vera sniðugt að kaupa salatpokana, en ef þú þarft að fæða marga – veldu þó salathausana í staðinn.