Eru kettir heilsusamlegir?

17. desember 2009

kittenÞegar kemur að gæludýrunum, þá eru hundar efstir þegar kemur að heilsubótandi áhrifum fyrir eigendurna. Þeir geta hjálpað þér í baráttunni við hjartasjúkdóma, þyndina og haft mjög mikil áhrif á skapið eins og við fjölluðum um í september. En kattarvinir, takið eftir! Ykkar loðni vinur kann að vera í öðru sæti, en hann getur svo sannarlega haft góð áhrif á þig.

Dr. Alan Beck forstjóri „Center for Human-Animal Bond í Purdue University School of medicine. Hann segir að það sé satt að kattarvinir fái a.ö.l. sömu stressminnkandi og gleðiaukandi áhrif og hundavinirnir fá – það eru bara færri rannsóknir til að sýna fram á það. Engu að síður þá eru samt nokkur sönnunargögn fyrir þessu.

Í einni rannsókninni, þegar veðbréfasalar með háan blóðþrýsting fengu tækifæri á að taka að sér kött eða hund höfðu bæði dýrin töluverð áhrif til lækkunar á stressi veðbréfasalans. Rannsakendur við háskólann í Minnesota fundu það út að fólk sem hafði aldrei átt kött var 40% líklegri til að deyja úr hjartaáfalli en þeir sem áttu kött. Dr. Beck segir ketti frábært val ef að þú ert upptekin manneskja. þeir eru almennt séð fyrirferðalitlir, þannig að þú þarft ekki að fá samviskubit ef þú þarft að vinna pínuframeftir einstaka sinnum. Margir kattareigendur segja líka frá því að þegar þeim líður illa eða eru svekkt að þá  komi kettirnir þeirra og kúri hjá þeim, bjóði upp á róandi nærveru sem hjálpi viðkomandi að jafna sig. Þó að það sé ekki mikið af gögnum til að styðja þetta, að þá er staðreyndin þó sú að kettir hafa líkamshita upp á 38,6°C þannig að þeir eru eins og loðnir hitapokar og malið þeirra víbrar 25 sinnum á sekúndu, sem er tíðni sem getur hjálpað til við of háan blóðþrýsting.

Ef þú hefur áhyggjur af ofnæmum, þá eru hér góðar fréttir: að fá sér kött, getur jafnvel hjálpað börnunum þínum að alast upp ofnæmislaus! Dr. Beck segir að flest ofnæmi komi upp í börnum sem hafa verið vernduð frá því að komast í nærveru við hina ýmsu þætti, m.a. ketti. Hann mælir með stutthærðum tegundum – sem almennt eru góðir við börn eins og Síamskettina – sem eru þekktir fyrir gáfur sínar og félagsskap.


Elska dýrin okkur til baka?

12. nóvember 2009

Animal loveFlestir myndu lýsa því sem þeim finnst gæludýrin gefa mannfólkinu til baka sem „ást/kærleika“ en geta gæludýrin raunverulega elskað okkur? Samkvæmt Dr. Nicholas Dodman, dýralækni og dýra atferlisfræðingi, þá er svarið: JÁ!

Rannsóknir hafa sýnt það að nærvera eða snerting frá ákveðinni persónu lækkar púlsin hjá dýrum eins og hundum, köttum og hestum. það er merki um tengsl, ekki bara að þau séu háð okkur. Samkvæmt Dr. Dodman, elskar hundur ekki einhvern bara vegna þess að þeir eru í sama herbergi. Persónuleiki gæludýrsins og eigandans verða að vera samrýmanlegir. Þannig að dómínerandi og sjálfstæður hundur mun verða tengdari persónu sem er sterkur leiðtogi. Hinsvegar verður hundur sem hefur átt erfitt líklega tengdari rólegum og nærgætnum eiganda.

Í sumum tilvikum er dauði ekki einu sinni nóg til að brjóta í sundur þessi sterku tengsl. Hundur í Skotlandi sat við gröf eigandans síns í mörg ár, og beið eftir því að hann kæmi til baka. Hann dó að lokum, á bið. Dodman segir að kettir hafi leiðir til þess að sýna væntumþykju einnig. Þegar köttur kemur heim með dautt dýr þá er það merki um væntumþykju, það er merki um tengsl. Köttur sem eltir þig getur líka verið dæmi um sterk tengsl. Ekki endilega að kötturinn sé límdur við þig, en þeir ráfa á eftir þér inn í annað herbergi eftir nokkrar mínútur. Þeir geta líka stundum orðið örlítið leiðir þegar þú ferð og fagna þér ákaft þegar þú kemur aftur. Kettir geta líka lært að þekkja hljóðin í bílnum þínum þegar þú ekur inn innkeyrsluna eða í fótatakinu þínu þegar þú nálgast. Að sjálfsögðu er malið óumflýjanlegt merki um væntumþykju. 

Og hvað getum við lært af þessu? Jú gæludýrin okkar geta kannski ekki talað við okkur eða leitt okkur, en það er ekki endilega rangt að lýsa tilfinningum þeirra til okkar sem KÆRLEIKA.


Gáfaðasta gæludýrið???

15. október 2009

CatDogKettir hafa kannski orðspor um að vera klárir, en hundar eru hreinir snillingar. Áður en kattarvinirnir byrja að senda póst á mig og kvarta, þá skulum við hafa eitt á hreinu…ekki skjóta sendilinn (þ.e.a.s. mig!). Hvernig vitum við að hundar eru hreinir snillingar? Jú það var niðurstaða tilraunar sem Canterbury Christ Church Háskólinn í Kent, Englandi gerði:

  • Rannsakendurnir vildu reyna að prófa hæfni gæludýranna til að leysa úr vandamálum. Þannig að þeir útbjuggu próf þar sem að hundar og kettir voru tilraunadýrinn og að þau þurftu að toga í spotta til að fá nammiverðlaun sem voru á hinum endanum. Þannig að með því að toga í þennan spotta, eða draga spottann þá náðu namminu nógu nálægt til þess að borða það.
  • Það kom ekki á óvart að öll dýrun föttuðu spottan og tilgang hans þegar það var bara einn spotti. Hinsvegar, þegar rannsakendurnir bættu við öðrum spotta sem hafði ekkert nammi bundið við hinn endan, fóru línurnar að skírast. Kisunum gekk ekki nógu vel. Í raun gekk þeim frekar illa, jafnvel þó að kettirnir hefðu haft helmingslíkur þ.e.a.s. 50/50 líkur á að velja réttan spotta, að þá náðu þeir ekki einu sinni að velja réttan spotta í helmingi tilvika! Hinsvegar föttuðu hundarnir hvaða spotti hefði nammið strax.

Britta Osthaus er prófessorinn sem framkvæmdi rannsóknina. Hún segir niðurstöðuna vera óvænta því að kettir eru svo góðir að veiða almennt og hafa getið af sér orðspor um að vera klárari. En þegar kemur að því að leysa vandamálin, eru það hundarnir sem skara fram úr.


Besti vinur mannsins – hjálpar þér!

17. september 2009

mans_best_friendBesti vinur mannsins gerir mun meira en bara að halda þér félagsskap. Hann getur hjálpað þér að missa kílóin, vernda hjartað og bæta skapið. Hér eru nokkrar upplýsingar um hvað hundurinn gerir fyrir mannfólkið frá tímaritinu Health og dýralækninum Dr. Marty Becker.

Til að byrja með eru rannsóknir sem tengja saman hundahald og lágan blóðþrýsing og lágt kólesteról. Þar að auki virðast hundaeigendur lifa lengur eftir hjartaáfall og fá meiri líkamsrækt heldur en þeir sem eiga ekki hunda. Hvernig stendur á því? Jú, þú ert líklegri til að fara út að labba með hundinn heldur en að fara út að labba með sjálfan þig!
Síðan er það bætta skapið. Dr. Becker segir að það eitt að klappa hundi sé eins og að fara í spa meðferð. Eftir eina mínútu eða tvær þá hafa jákvæð heilaefni aukist verulega s.s. dópamín og seratónín og hundurinn þinn fær sama „kikkið“
En góða spurningin er hvernig hund er best að fá sem gæludýr? Dr. Becker mælir sérstaklega með litlum hundum og blendingum. Hún segir þessar litlu tegundir góðar því getur tengt hann við svo marga hluti sem þú gerir í lífinu.
En hvað ef þú ert með ofnæmi? Því miður, þrátt fyrir leit forsetafjölskyldu Bandaríkjanna að hundi sem veldur ekki ofnæmi, þá er engin tegund 100% ofnæmisfrí. Flasa – pínulitlar skinflögur – geta verið merki um vandræði. Og þar sem að hárin geta líka spilað rullu, þá eru hundategundir sem fara ekki úr hárum eins og púðluhundar og púðlublendingar góður kostur sem og Portúgalskir vatnahundar, sem Obama einmitt valdi!
Ef að eiga hund er ekki eitthvað fyrir þig, þá mælir Dr. Becker með því að þú eyðir tíma með annarra manna hundum, bjóðist t.d. til að fara í göngutúr með nágrannahundinn eða farir með nágrönnunum í göngu. Það mun hjálpa þér jafnmikið og það hjálpar nágrannanum.