Mistök sem þú ættir að forðast eftir að starf býðst.

11. nóvember 2009

Common_Mistakes_JobÞú stóðst þig kannski frábærlega í atvinnuviðtalinu og þeir buðu þér starf – til hamingju! En þú ættir ekki að vera of rólegur, því hér eru dæmi um 5 mistök sem geta eyðilagt margt fyrir þér áður en þú byrjar. Þessar ráðleggingar koma frá sérfræðingunum hjá CareerBuilder.com:

 • Fyrstu mistökin sem þú ættir að forðast eftir atvinnutilboð: Að ræða ekki launamálin. Vinnuveitendur, jafnvel í þessu ástandi, bjóða þér oft lægri laun og gera ráð fyrir að þú reynir að semja um hærri. En ef þeir vilja ekki hækka launin, spurðu þá um aðra þætti eins og sveigjanlegan vinnutíma, auka frídaga og spurðu hvort að ekki sé hægt að endurskoða launamálin að sex mánuðum liðnum.
 • Mistök númer 2: Sýna hversdagshlið þína of fljótt. Starfið er enn ekki þitt. þannig að ekki byrja allt í einu á að gefa yfirmönnum þínum gælunöfn, verða blindfullur í starfsmannahófinu eða kvarta yfir yfirvofandi skilnaði hjá þér. Þangað til þú ert búin að koma þér vel fyrir í vinnunni og kynnast samstarfsmönnum þínum betur, hegðaðu þér eins „vel“ og þú getur – sem þýðir, vertu vel til fara, stundvís og fagmannlegur.
 • Önnur mistök: Tala illa um fyrirtækið opinberlega. Ekki segja „já“ við starfi og fara síðan á Twitter og segja að þú vonir að þú fári vinnan klúðri ekki launamálunum, eða setja inn á Facebook að: „Ég get sagt með sanni strax að yfirmaðurinn minn er fífl.“ Maður sem sótti um starf hjá Cisco System – tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, setti inn á Twitter síðuna sína „Cisco bauð mér vinnu! nú þarf ég að meta hvort ég vilji feitan launaseðil þrátt fyrir að ferðast langa leið í vinnuna og vera í starfi sem ég mun hata“. Það leið ekki á löngu þar til starfsmaður fyrirtækisins sá innleggið og atvinnutilboðið var dregið tilbaka.
 • Ekki ljúga. Mörg atvinnutilboð eru gefin með fyrirvara um að upplýsingarnar þínar séu réttar og standist, sérstaklega, menntunin þín, launasaga og meðmælendur. Vinnan mun ekki bjóðast þér lengi ef þeir komast að því að þú „uppfærðir“ stöðutitilinn þinn úr síðustu vinnur úr „umsjón með birgðum“ yfir í „verslunarstjóri“ eða segist hafa útskrifast með BA gráðu þegar þú kláraðir allt nema BA verkefnið þitt.
 • Loka ráðið: Ekki bíða of lengi. Þú hefur rétt á því að hugsa um atvinnutilboðið og velta fyrir þér skilyrðunum og kjörunum, en ekki láta fyrirtækið bíða of lengi eftir svari á meðan þú bíður eftir svari frá öðru fyrirtæki. Þú verður að velja annaðhvort annars gætirðu endað á því að tapa öllu.

Seven Great Questions to Ask at a Job Interview

6. nóvember 2009

Við birtum einstaka sinnum greinar á ensku, þessi er héðan – eftir Paul Sloane

If you are going for an interview as a prospective employee then you should do some research.  Read the job description and requirements carefully.  Browse the web site to see how the organization presents itself.  Search for news items and comments about the company on news sites and blogs.

For the interview itself you should dress smartly and appropriately.  It is important to have some questions prepared and here are a few that could really help:

1.  What exactly would my day-to-day responsibilities be? It is essential that you clearly understand your role and the tasks that you would be expected to undertake.  It is easy to make assumptions and get the wrong impression of what the work would be so it is vital for both sides that there is clarity in what is expected of you.  If the interviewer cannot give a clear answer then this is a worrying sign, so politely follow up with more questions.  Some people even ask to see exactly where they will sit.

2.  What are the opportunities for training and career advancement? This question serves two purposes.  It helps you to understand where the job might lead and what skills you might acquire.  It also signals that you are ambitious and thinking ahead.

3.  What is the biggest challenge facing the organization today? This sort of question takes the interview away from the detail and towards strategic issues.  It allows to you see and discuss the bigger picture.  It proves that you are interested in more than just the 9 to 5 aspects of the job.  It can lead to interesting discussions that can show you in a good light – especially if you have done some intelligent preparation.  If appropriate you can follow up this question with some questions about the objectives of the department and the manager who is interviewing you.

4.  When did you join? After the interviewer has asked a number of questions about you it can make a good change to ask a gentle question about them.  People often like talking about themselves and if you can get them talking about their progress in the company you can learn useful and interesting things.

5.  What are the criteria that you are looking for in the successful candidate for this position? The job advertisement may have listed what was wanted in a candidate but it is very useful to hear the criteria directly from the interviewer.  The more that you can discover about what they want and how they will make the decision the better placed you are to influence that decision.

6.  How do you feel that I measure up to your requirements for this position? This follows on naturally from the previous questions.  It may seem a little pushy but it is a perfectly fair thing to ask.  In sales parlance this is a ‘trial close’.  If they say that you are a good fit then you can ask whether there is any reason you might not be offered the job.  If they say that you are lacking in some key skill or attribute then you can move into objection handling mode and point out some relevant experience or a countervailing strength.

7.  Would you like to hear what I could do to really help your department? If you want the job then this is a great question to ask at the end of the interview.  Most interviewers will reply, ‘Yes.’  Drawing on what you have learnt in the conversation, you can give a short sales pitch on why you fit the criteria and why your strengths and ideas will siginficantly assist the boss to meet their objectives.  Make it short, direct and clear with the emphasis on the benefits for them of having you in the team.  At the end ask something like, ‘how does that sound?’

Many candidates take a passive role at the interview.  They competently answer the questions that are put to them but they never take the initiative by asking intelligent questions that steer the interview in a helpful direction.  If you are a proactive candidate who asks the sorts of questions given above then you will be seen as more dynamic and you will significantly increase your chances of being offered the job.


Gekk viðtalið vel?

7. október 2009

job-interviewNáðirðu að landa atvinnuviðtali? Til hamingju! Eftir að viðtalið er búið hvernig geturðu vitað hvort að það gekk vel? Hér eru nokkur atriði sem þú getur litið eftir, frá CareerBuilder.com og Justin Honaman, hjá Coca-Cola Customer Business Solutions.

 • Þeir biðja um meðmælendur eða tala við meðmælendur sem þú hefur látið vita af. Fyrirtæki eyðir að öllu jöfnu ekki tíma sínum í að tala við meðmælendur ef þú ert ekki líkleg(ur) til að fá starfið.
 • Þú ert kynnt(ur) fyrir öðrum starfsmönnum í fyrirtækinu. Honaman segir að leiðtogar eru verndandi þegar kemur að teyminu þeirra og hætti yfirleitt ekki á það að kynna umsækjanda ef þeir haldi að hann passi hugsanlega ekki inn í fyrirtækið. Ef þú er kynnt(ur) fyrir öðrum, vertu kurteis! Sá sem ákveður ráðninguna á hugsanlega eftir að spyrja þau hvað þeim fannst um þig!
 • Þeir eyða miklum tíma í að svara þínum spurningum. Flestir sem standa í ráðningu munu spyrja “ Ert þú með einhverjar spurningar?“ í viðtalinu. En ef þeir virðast hafa auka tíma til að eyða í að svara spurningunum þínum, getur það verið merki um að þeir vilji „selja þér“ stöðuna.
 • Það er líka góðs viti ef að viðtalið heldur áfram. Meðalviðtalstíminn er í kringum 15 mínútur. Ef viðtalið er í lengri tíma, boðar það á gott. Ef þeir væru ekki áhugasamir, myndu þeir ekki draga viðtalið á langinn.
 • Það fer reyndar eftir því á hvaða stigi viðtalið er, en það kann í sumum tilvikum að vera jákvætt ef þú ert spurð(ur) um launavæntingar. Það sýnir að fyrirtækið kann að vera viljugt að fjárfesta í þér, en þessi spurning gæti einnig eyðilagt fyrir þig viðtalið. Þannig að gerðu þína eigin rannsókn og vertu undirbúin með launabil sem að endurspeglar meðallaun á þínu starfssviði fyrir einhvern sem er með þína reynslu, menntun og kunnáttu. Vertu líka tilbúin að útskýra HVERSVEGNA þú verðskuldir þessa peningasummu og vertu heiðarleg(ur) þegar kemur að því að segja frá núverandi launakjörum. Viðmælandi þinn kemst yfirleitt að því hvort þú hefur logið, og þá færðu varla vinnuna, sama hversu vel viðtalið gekk.

Furðulegar atvinnuspurningar

9. september 2009

jobinterviewÍmyndaðu þér eftirfarandi: Þú ert í atvinnuviðtali. þú lítur út og hljómar eins og „atvinnumaður“. Allt í einu hallar viðmælandi þinn sér að þér og spyr þig: „Ef þú gætir verið einhver sögulega persóna í eina viku og lifað lífi hennar, hver myndirðu vilja vera?“ Hugsanlega þarft þú ekki einu sinni að ímynda þér þetta, kannski átt þú eftir að fá svona spurningu!
Spurningar eins og þetta eru að verða algengari meðal þeirra sem standa að starfsmannaráðninu. Til að gefa dæmi um hversu raunverulega skrýtnar þessar spurningar geta orðið þá eru hér nokkur dæmi sem spurðar hafa verið:

 • “Ef að geimverur myndu lenda í bakgarðinum þínum og byðu þér hvaða stöðu sem er á plánetunni þeirra, hvaða stöðu myndirðu vilja?“
 • “Ef þú gætir orðið ofurhetja, hverskonar ofurkrafta myndirðu vilja?“ 

En hversvegna ætti nokkur að spyrja svona spurninga í atvinnuviðtali? Katharine Hansen sem starfar hjá QuintessentialCarreers.com segir að slíkar spurningar séu oft spurðar, m.a. af henni sjálfri, því að svo margir eru búnir að „æfa“ hinar hefðbundu spurningar og hefðbundin svör við þeim. Þannig að með því að spyrja spurningu alveg út úr bláinn, að þá gefist tækifæri til þess að sjá hvernig umsækjandinn hugsar á staðnum og hvernig hann bregst við stressi.

Þannig að ef þú upplifir svona spurningu, segir Hansen að lykillinn sé að vera róleg(ur). Brostu og taktu þér augnablik til að ákveða svar og svara spurningunni. Ef að þú getur, reyndu að tengja svarið þitt við vinnuna sem þú ert að sækjast eftir. Þannig a ðef þú t.d. ert að sækja um auglýsingasölustarf hjá Stöð 2, og færð eftirfarandi spurningu: “Hvernig myndi fyrirsögn í fréttablaði um líf þitt hljóma?“ Þá gætir þú svarað, „Maður vinnur verðlaun fyrir mestu auglýsingasöluna hjá Stöð 2 þrítugasta árið í röð.“

Mundu, að aðalmálið með svona spurningar er að kanna viðbrögðin þín. Þannig að þú þarft ekki að vera snillingur eða fyndinn, heldur fyrst og fremst að halda ró þinni. Ekki segja „Ég veit það ekki“ – í raun er hvaða svar annað betra en það. Þeir vilja vita hversu hratt þú getur hugsað. Ef þú hugsar hratt og vel þá nærðu að heilla viðmælandann þinn upp úr skónum með hverju svari á fætur öðru.


Atvinnuviðtalið – brjálaðar spurningar

3. september 2009

Í efnahagsástandinu sem ríkir nú er atvinnumarkaðurinn oft erfiður. Sem þýðir að í næsta atvinnuviðtali þá kanntu að fá spurningar sem hefðu ekki verið spurðar fyrir nokkrum árum. Hérna er listi af nýjum erfiðum spurningum úr atvinnuviðtölum fengið frá CareerBuilder.com:

 • Værir þú tilbúin að taka launaskerðingu? Þessa dagana geta há byrjunarlaun verið úrslitaspurningin. Þannig að í stað þess að hafna vinnu vegna þess að um launaskerðingu yrði að ræða pruaðu að segja eitthvað á þessa leið: „Ég er með X í laun á mánuði núna og ég veit að ég gæti beðið um meira en það. En ég hef meiri áhuga á vinnunni en peningunum. Ég er opin fyrir örlitla launalækkun ef við getum enduskoðað launhlutann eftir hálft ár.“
 • Hvað getur þú boðið upp á sem enginn annar getur? Þetta er tíminn þar sem þú ættir að benda á sérstök dæmi um hversu hratt þú getur komið hlutunum í verk og hvernig þú getur verið dýrmæt(ur) fyrir fyrirtækið. Prufaðu t.d. að segja: „Ég veit að það eru aðrir hæfir umsækjendur, en ástríða mín fyrir því að ná besta árangrinum er það sem gerir mig besta kostinn ykkar fyrir þetta tiltekna starf. T.d. eftir að ég fékk stöðuhækkun í síðasta starfi mínu jókst sala deildarinnar um 10%.“
 • Segðu mér frá versta yfirmanni sem þú hefur haft. Vertu varkár ef þú færð svona spurningar! Þú ættir aldrei að tala illa um fyrrverandi yfirmann, því að sá/sú sem tekur viðtalið við þig mun gera ráð fyrir því að þú munir tala á sama hátt um hana/hann á einhverjum tímapunkti. Í staðinn, segðu eitthvað á þessa leið: “Enginn yfirmanna minna var slæmur- en sumir þeirra kenndu mér meir en aðrir.“ Síðan geturðu gefið einstök dæmi.
 • Af hverju var þér sagt upp? Þetta er erfið spurning að svara, sérstaklega þar sem þú veist kannski ekki allar ástæðurnar sem lágu að baki. Þannig að vertu eins hreinskilin(n) og þú getur. T.d. segðu: „Fyrirtækið fékk mikinn skell útaf efnahagsástandinu og ég var hluti af hópuppsögn og það er í rauninni allt sem ég veti. Ég er viss um að það hafði ekkert að gera með gæði vinnu minnar.”