Samstarfsaðilar

handshakeMarkmið.is leggur áherslu á að vera í góðu samstarfi við mikilvæg félög og fyrirtæki sem stuðla að uppbyggingu einstaklingsins í þjóðfélaginu og bjóðum við m.a. samstarfsaðilum okkar að birta tilkynningar hér á síðunni um starfsemi sína. Við hvetjum þá sem kost hafa á því að kynna sér starf samstarfsaðila okkar, leggja þeim lið, taka þátt í starfi þeirra og styðja við þá eins og hægt er!

Ef að þú vilt koma í samstarf við Markmið.is og koma þínu félagi, fyrirtæki eða þinni þjónustu á framfæri, hafðu þá samband við okkur í gegnum markmid@markmid.is.

Samstarfsaðilar:

aiesec_logoAIESEC eru stærstu alþjóðlegu stúdentareknu samtök í heiminum. Samtökin eru vettvangur leiðtogaþjálfunar og veita ungu menntafólki tækifæri til að öðlast haldbæra reynslu á sínu sviði samhliða háskólanámi sem mun nýtast þeim bæði almennt og einnig þegar komið er út í atvinnulífið. Á hverju ári eru haldnar yfir 350 ráðstefnur á vegum AIESEC og yfir 6.500 leiðtogastöður um allan heim bjóðast meðlimum félagsins. AIESEC hefur það m.a. að markmiði að vera The International Platform for Young People to Discover and Develop their Potential. AIESEC stendur fyrir fjöldamörgum ráðstefnum og er yfirleitt í samstarfi við mörg áhugaverð félög og fyrirtæki.AIESECtwopdf 

Ef að þú stundar nám við einhvern af háskólunum á Íslandi í dag, hvetjum við þig sérstaklega til þess að kynna þér starfsemi samtakanna og fylgjast með auglýstum atburðum á þeirra vegum.

Kynntu þér félagið og starfsemi þess betur á heimasíðu þess www.aiesec.is.

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: