Áramótamarkmiðin?

30. desember 2009

newyearÞú getur náð öllum þínum markmiðum! Hér eru nokkur ráð hvernig þú getur gert það frá Ariane de Bonvoisin sem er stofnandi og framkvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækisins The First 30 Days!

Engin áramótaheit 1. janúar eða fyrstu tvær vikur ársins. Fyrstu vikur ársins eru versti tíminn til að setja sér markmið, því þá ertu að berjast við minningar fallinna, tapaðra og misheppnaðra markmiða. Þar fyrir utan eru hátíðarnar nýbúnar, þannig að þú ert rétt svo að komast til baka í vinnuumhverfið. Í staðinn, skaltu bíða eftir réttum tíma, þegar þér líður vel að koma af stað breytingum. Kannski er Febrúar betri tími fyrir þig!

Gefðu sjálfum þér tvisvar sinnum meiri tíma að ná markinu. De Bonvoisin segir að við ofmetum sjálfa okkur þegar kemur að skammtímamarkmiðum s.s. hverju við munum áorka í janúar. Og þegar við náum ekki tilætluðum árangri, gefumst við upp. Hinsvegar vanmetum við venjulega árangur okkar 3-6 mánuði fram í tímann. Þannig að gerðu markmiðið þitt mikilvægara en sá tími sem það tekur þig að ná árangrinum.

Einbeittu þér BARA að einu eða tveimur markmiðum í einu. Ef þú ert með of mörg markmið í gangi í einu sem þú vilt breyta, þá mun ekkert breytast. Þegar þú hefur náð að minnka það niður í eitt eða tvö atriði sem þú villt mest, þá verða ákvarðanir þínar og aðgerðir miklu skýrari. Og heilinn vinnur betur þegar hann hefur færri hluti til að trufla sig.


Ó-mistökin þrjú

3. desember 2009

forbidden1. Að setja óraunhæf markmið

Oft setja óvanir sér verulega óraunhæf markmið, tökum sem dæmi sófaklessuna sem ætlar sér að hlaupa maraþon eftir tvær vikur eða hinn nýútskrifaða sem ætlar að verða framkvæmdastjóri í einu af stærstu fyrirtækjum landsins. Veistu, með því að setja sér verulega óraunhæf markmið geturðu skemmt fyrir þér móralinn þegar þú nærð því ekki.

2. Að setja óljós markmið

Oft setjum við okkur óljós markmið. Að „ná árangri“ eða „koma sér í betra form“ eru ofsalega almenn markmið. Markmiðið ætti að vera að ná árangri í einhverju ákveðnu s.s. í prófinu í vetur eða að æfa sig ákveðið oft í viku. Með því að setja nákvæm og skýr markmið þá er markið augljóst og þú ert líklegri til að ná því!

3. Að setja ómælanleg markmið

Ef þú setur þér ekki mælanlegt markmið, hvernig veistu þá hvernig þér gengur? Eða þá hvenær þú hefur náð markmiðinu? Þegar reyndir markmiðasetjendur hugsa um orð til að forma markmiðin sín, þá hugsa þeir yfirleitt: Hve mikið, hve oft, lengd, tap, auknin, hve lengi o.s.frv. Hugsaðu um þetta fyrir næsta markmið!


Zig Ziglar: Formula for Setting Goals

21. nóvember 2009


3 Markmiðasetningar mistök!

5. nóvember 2009

woman-start-line1. Að setja of mörg markmið í einu

Ein af hinu eðlilegu mistökum sem fólk gerir er að setja of mörg markmið of fljótt. Það er ekki óalgengt að fólk setji kannski 5 or 10 nákvæm markmið. En það getur stundum haft slæmar áhrif. Ef Þú ert með of mörg markmið, þá verður athygli þín og orka of dreifð og þú ert líklegri til að finnast þú eiga fullt í fangi með markmiðin þín. Taktu bara góða stund og farðu yfir markmiðin þín, forgangsraðaðu þau og reyndu að vinna fyrst í mikilvægustu og fara seinna í þau ómikilvægari. Þannig nærðu meiri stjórn á markmiðum þínum

2. Að gleyma skammtímamarkmiðum

Þegar markmið íþróttamanna, nemenda og fagmanna á mörgum sviðum eru skoðuð, þá kemur í ljós að oftar en ekki vantar skammtímamarkmið. Auktu líkurnar á að ná markmiðum þínum með því að setja þér skammtímamarkmið sem leiða að langtímamarkmiðum þínum!

3. Að fylgjast ekki með árangri þínum og gleyma aðlögun

Tímarnir breytast og oft breytist forgangsröðun, áhugamál og aðstæður okkar. Stundum koma erfiðleikar sem hindra ákveðin markmið okkar og þá verðum við að fylgjast með stöðunni og stundum að aðlaga og breyta markmiðum okkar eilítið.


Markmið – eitt skref í einu

8. október 2009

babystepsViltu breyta lífi þínu? Robert Maurer, höfundur bókarinnar One Small Step Can Change Your Life, segir að ef þú hoppar út í risa verkefni þá gæti heilinn þinn byrjað að panika!  Í stuttu máli þá bara stopparðu vegna þess að þú hefur ekki hugmynd hvar þú eigir að byra. Á móti kemur að ef þú byrjar hægt eykurðu líkurnar á því að ljúka hvaða verkefninu sem er. Að taka lítil skref í átt að stóru marki, er lykilatriðið, hér eru nokkur slík skref:

  • Framkvæmdu eitt lítið verk daglega. Ef þú stefnir að óraunhæfu marki verðurðu fljótlega frústreraður og gefst upp. Það er eins og að gera 100 magaæfingar þegar þú hefur ekki gert eina í áratug. Í staðinn geturðu ákveðið að gera 2-4 magaæfingar í hverju auglýsingahléi. Þú verður ekki eingöngu líklegri til að fylgja því eftir, heldur er m.a. mikið líklegra að þú gerir fleiri þegar næsta auglýsingahlé hefst.
  • Lokaðu augunum í mínútu. Síðan skaltu sjá fyrir þér sjálfan þig ná markmiði þínu, hvort sem það er að fara aftur á skólabekk, missa nokkur kíló eða fá stöðuhækkunina.Rannsóknir sýna að ef þú sérð fyrir þér það sem þig langar í, þá ertu líklegri til að ná því. Wayne Gretzky sagði eitt sinn “Ástæðan fyrir því að ég er svona góður í íshokkí er sú að ég einbeiti mér að því hvert pökkurinn á að fara. Þar fyrir utan segja 35% þeirra sem æfa reglulega að svona hugleiðingar séu lykillinn að því að halda sér við efnið.
  • Spurðu sjálfan þig að “litlum” spurningum. Stórar spurningar kunna að vera yfirþyrmandi og fá þig til að hætta áður en þú byrjar. Þannig í staðinn fyrir að spyrja sjálfan þig “Hvernig get ég þrefaldað innkomu mína?” Spurðu þig minni spurninga eins og “Hvaða einn hlut get ég gert betur?” Það mun flýta fyrir svari, halda ferðinni, auka sjálfsöryggið og auka hæfni þína að leysa vandamál.