Nýársátak fjölskyldunnar

29. desember 2009
eldflugNú fer nýtt ár að líta dagsins ljós, og um að ger að bæta við heilbrigðum venjum í lífið og fjölskylduna, hér eru nokkrar uppástungur úr tímaritinu Family Circle:

 

Farðu fyrr að sofa. Eins og við höfum oft áður fjallað um skiptir góður nætursvefn miklu máli upp á það að vera skarpur/skörp, hjálpar okkur að minnka blóðþrýsingin, léttast og minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Bættu því 15 mínútur við svefninn þinn á hverju kvöldi þangað til þú vaknar upp hress og endurnærð(ur) morguninn eftir.
Sittu við eldhúsborðið þegar þú borðar eða snarlar. Að borða í rólegheitunum og vera meðvitað(ur) um hvað fer ofaní þig hjálpar þér að borða rétt. Þannig að veldu a.m.k. tvær máltíðir á viku þar sem að fjölskyldan situr við matarborðið með sjónvarpið slökkt í að minnsta kosti 20 mínútur. Einbeittu þér að matnum, bragðinu, áferðinni og kyngdu honum síðan.

Leiktu við börnin úti áður en kvöldar. Af hverju? Krakkar eyða meiri og meiri tíma fyrir framan sjónvarpið og tölvuna og margir eru of þungir. Farðu því með þau út í íþróttir, eða búa til snjókall, eyddu bara tíma með þeim úti við iðju sem reynir á líkamann. (taktu líka með þér smá snarl í vinnuna sem þú getur borðað áður en þú kemur heim til þess að þú hafir næga orku til að fara út með börnunum, orkuleysi er hér engin afsökun!!!)

Fáðu alla fjölskylduna með!


Jólablettir

28. desember 2009
spilled-red-wine-verticalUm hátíðirnar er oft mikið spilað og glatt á hjalla – þangað til vaxið, sósan eða drykkurinn gerir blett í uppáhalds skyrtuna. Hérna eru nokkrar ráðleggingar um hvernig hægt er að ráða við þessa jólabletti:

Kertavaxið – leyfðu vaxinu að harðna, síðan skaltu skafa eins mikið kertavax af og þú getur með bitlausum hníf eða skeið. Síðan leggurðu eldhúspappír vel yfir blettinn tekur fram straujárnið og strauborðið og straujar yfir. Skiptu reglulega um eldhúspappír og straujaðu þangað til vaxið er farið í pappírinn. Að lokum skalltu nota blettahreinsi á blettinn og setur síðan skyrtuna í óhreina tauið.

Jólasósan – Bleyttu skyrtuna í köldu vatni í um 30 mínútur, gott getur verið að setja smá þvottaefni með. Þvoðu síðan skyrtuna á hæsta hita sem að efnið þolir. Ef að eitthvað af blettinum situr eftir þegar þessu er lokið er mælt með því að nota hvítt edik eða bleikiefni til að ná blettinum úr eftir því sem efnið leyfir.
Rauðvínið – Byrjaðu á því að hella borðsalti yfir blettinn þangað til hann er vel þakinn. Leyfðu saltinu að metta blettinn og dustaðu síðan saltinu af. Næst skaltu bleyta vatnið með kolsýrðu vatni, til þess að bletturinn þorni ekki. Næst skaltu þvo skyrtuna í köldu vatni og hengja hana upp til þerris.
Öll viljum við að jólin skilji eitthvað eftir – bara ekki í uppáhaldsskyrtunni okkar.

3 algengir innkaupa misskilningar

2. september 2009

shopping-cartJæja…þá er komið að því að fjalla um þrjár algengar goðsagnir sem finnast í matvörubúðunum!!! Þetta kemur úr tímaritinu Quick and Simple.

Innkaupagoðsögn nr. 1: Ferskt grænmeti er alltaf betra en frosið grænmeti. Ekki satt! Rannsakendur við Tufts háskólann í Boston, fundu út að frosið grænmeti væri alveg jafn gott og hið freska. Meira að segja er frosna grænmetið stundum betra! Hversvegna? Jú, það er vegna þess að grænmetið er fryst svo snemma eftir að það er tekið upp að það hefur ekki byrjað að brotna niður eins og ferska grænmetið er byrjað að gera. Þessvegna eru öll næringarefnin í frosna grænmetinu eins og í hinu ferska. Þannig að næst þegar þú grípur poka af frosnu grænmeti, ekki láta þér detta það í hug að þú sért að snuða líkamann þinn af næringu.

Innkaupagoðsögn nr. 2: Það skiptir ekki máli hvaða mjólkurfernu þú tekur. Þetta er ekki satt! Verslanir fela oft nýjustu mjólkurfernunar aftast í kælinum til þess að losna við eldri fernurnar fyrst, þannig að skoðaðu alltaf dagsetningarnar á fernunum vel áður en þú setur þær í innkaupakörfuna,

Innkaupagoðsögn nr. 3:  Að kaupa salat í poka er peningasóun. Ekki endilega. Poki af salati sem er nóg fyrir 4 kann að vera 3-4 sinnum dýrari heldur en salathaus sem fæðir 8. En líkur eru á því að þó að salathausinn sé ódýrari, þá muni hann skemmast áður en þú notar hann allan og þannig ertu búinn að láta hluta af peningnum fara til einskis. Þannig að ef þú ert með litla fjölskyldu, kann að vera sniðugt að kaupa salatpokana, en ef þú þarft að fæða marga – veldu þó salathausana í staðinn.