Nýársátak fjölskyldunnar

eldflugNú fer nýtt ár að líta dagsins ljós, og um að ger að bæta við heilbrigðum venjum í lífið og fjölskylduna, hér eru nokkrar uppástungur úr tímaritinu Family Circle:

 

Farðu fyrr að sofa. Eins og við höfum oft áður fjallað um skiptir góður nætursvefn miklu máli upp á það að vera skarpur/skörp, hjálpar okkur að minnka blóðþrýsingin, léttast og minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Bættu því 15 mínútur við svefninn þinn á hverju kvöldi þangað til þú vaknar upp hress og endurnærð(ur) morguninn eftir.
Sittu við eldhúsborðið þegar þú borðar eða snarlar. Að borða í rólegheitunum og vera meðvitað(ur) um hvað fer ofaní þig hjálpar þér að borða rétt. Þannig að veldu a.m.k. tvær máltíðir á viku þar sem að fjölskyldan situr við matarborðið með sjónvarpið slökkt í að minnsta kosti 20 mínútur. Einbeittu þér að matnum, bragðinu, áferðinni og kyngdu honum síðan.

Leiktu við börnin úti áður en kvöldar. Af hverju? Krakkar eyða meiri og meiri tíma fyrir framan sjónvarpið og tölvuna og margir eru of þungir. Farðu því með þau út í íþróttir, eða búa til snjókall, eyddu bara tíma með þeim úti við iðju sem reynir á líkamann. (taktu líka með þér smá snarl í vinnuna sem þú getur borðað áður en þú kemur heim til þess að þú hafir næga orku til að fara út með börnunum, orkuleysi er hér engin afsökun!!!)

Fáðu alla fjölskylduna með!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: