Jólablettir

spilled-red-wine-verticalUm hátíðirnar er oft mikið spilað og glatt á hjalla – þangað til vaxið, sósan eða drykkurinn gerir blett í uppáhalds skyrtuna. Hérna eru nokkrar ráðleggingar um hvernig hægt er að ráða við þessa jólabletti:

Kertavaxið – leyfðu vaxinu að harðna, síðan skaltu skafa eins mikið kertavax af og þú getur með bitlausum hníf eða skeið. Síðan leggurðu eldhúspappír vel yfir blettinn tekur fram straujárnið og strauborðið og straujar yfir. Skiptu reglulega um eldhúspappír og straujaðu þangað til vaxið er farið í pappírinn. Að lokum skalltu nota blettahreinsi á blettinn og setur síðan skyrtuna í óhreina tauið.

Jólasósan – Bleyttu skyrtuna í köldu vatni í um 30 mínútur, gott getur verið að setja smá þvottaefni með. Þvoðu síðan skyrtuna á hæsta hita sem að efnið þolir. Ef að eitthvað af blettinum situr eftir þegar þessu er lokið er mælt með því að nota hvítt edik eða bleikiefni til að ná blettinum úr eftir því sem efnið leyfir.
Rauðvínið – Byrjaðu á því að hella borðsalti yfir blettinn þangað til hann er vel þakinn. Leyfðu saltinu að metta blettinn og dustaðu síðan saltinu af. Næst skaltu bleyta vatnið með kolsýrðu vatni, til þess að bletturinn þorni ekki. Næst skaltu þvo skyrtuna í köldu vatni og hengja hana upp til þerris.
Öll viljum við að jólin skilji eitthvað eftir – bara ekki í uppáhaldsskyrtunni okkar.
Auglýsingar

One Response to Jólablettir

  1. Til að losna við vaxbletti þá er líka hægt að snúa flíkinni við, halda efninu teygðu og færa undir krana með heitu vatni í örfáar sekúndur þ.a. vatnið sprautist beint þar sem vaxið er (öfugu megin) og bræðir allt vaxið af.
    Einnig hvað varðar alla bletti, þá er hægt að láta grænsápu (kristalsápu) á þá í rúman sólarhring og láta síðan í þvott og þá eru blettirnir oftast farnir. Það gildir líka um fitubletti, blóðbletti (láta fyrst liggja í ísköldu vatni í sólarhring), rauðvín og grasgrænu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: