Jólaræðan

lectureÁ að halda smá tölu í jólaboðinu í ár? Hérna eru nokkrar ábendingar sem hjálpa þér að halda minnistæðustu ræðuna jólin 2009

1. Vertu fyndin(n)

Þú þarft ekki að vera Jón Gnarr endilega, en öllum finnst gaman að hlæja pínulítið. Nokkur skemmtileg augnablik, lítill brandari hjálpar þér að tengjast áheyrendum þínum. En passaðu að þetta verði ekki að uppistandi, nema það sé tilgangurinn, þú vilt væntanlega skilja fólkið þitt eftir með það sem þér lá á hjarta!

2. Það er í lagi að gera mistök

Meira að segja forsetar Bandaríkjanna hefur klúðrað ræðum og þeir hafa lifað það af. Þó að þú misstígir þig á leiðinni upp eða sagðir upp í staðinn fyrir niður, þó þú segir óvart nafn systur þinnar í staðinn fyrir nafn mömmu þinnar. Veistu það skiptir ekki máli, viðurkenndu mistökin og haltu áfram.

3. Vertu stuttorð(ur)

Öllum leiðist langar ræður. Þannig að vertu stuttorður og fáðu frekar áheyrendurna til að langa í meir eftir að þú ferð, frekar en hitt!

4. Vertu þú sjálfur

Á jólunum viljum við hafa þá sem við þekkjum næst okkur, og ekki vera feimin við að vera þú sjálf(ur). Okkur þykir vænt um það þegar persónuleikinn skín fram og notaðu tækifærið núna um hátíðarnar og hættu að fela sjálfan þig!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: