Kaupsálfræði verslana

Shopping for GiftsÞað eru allskonar brellur sem að smásöluverslanirnar nota til þess að fá þig til þess að eyða, eyða og eyða pening! En ef þú áttar þig á þeim, þá geturðu jafnvel fellt verslunina á heimavelli. Þannig að áður en þú hefur jólainnkaupinn, vertu viss um að þú ert að gera það á þínum forsendum en ekki vegna þess að þú hefur verið sogaður inn í búðina á fölskum forsendum. Hérnar eru nokkrir þeir hlutir sem þú ættir að líta eftir:

  1. Tónlist fær þig til að versla meira. Verslanir auka sölu sína með því að stilla takt tónlistarinnar. Hvað á helst að varast? Hægar ballöður. Rannsóknir sýna að fólk eyðir meiru þegar tónlistin er róleg.
  2. Ilmur árangursins. Ef að það er lykt í versluninni, s.s. vanillu lykt, ilmur af bakkelsum, eru meiri lýkur á því að þú grípir til veskisins og eyðir pening.
  3. Kraftur snertingarinnar. Uppröðun á hlutum s.s. mjúkum fötum eða ábreiðum þannig að fólk geti komið við hlutina, eykur söluna. Kaupendur vilja nefnilega snerta hlutina áður en þeir kaupa þá.
  4. Peninga liturinn. Ótrúlegt en satt að þá er hann RAUÐUR. Þessi litur lætur hluti líta út fyrir að vera ríkari, sterkari og yfirhöfuð betri. Bleikur er líka söluvænn litur. Fólki finnst oft bakkelsi bragðbetra þegar það kemur með bleikum eða hlýjum blæ og snyrtivörur í bleikum ílátum seljast betur en snyrtivörur í öðrum litum.
  5. Að lokum, verslunarkarfan. Verslunarkarfan hefur áhrif á innkaupin. Því stærri sem karfan er því meiri líkur á að þú setjir meira ofaní hana. Fólk kaupir almennt meira með þeim en án þeirra.

Jæja, þá ertu með innsýn í taktík verslananna, og ert tilbúin að leggja af stað í kaupleiðangur – af skynsemi þó.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: