Sparaðu um hátíðirnar

supermarket-shoppingEf þú vilt spara hellings pening um hátíðirnar, nýttu þér þá þessi sparnaðarráð sem Yahoo.com veitti:

Ef þú ert að versla á netinu: Er einn af stóru veikleikunum sá að þú getur ekki HALDIÐ á vörunni sem þú ert að kaupa. T.d. ef þú verslar nýja starfræna myndavél, sérðu ekki endilega hvort að hún passi ofaní skyrtuvasann eða hverskonar hulstur passar best. En lausnina kann að vera finna á vefsíðunni www.sizesay.com. Vefsíðan býður þér upp á að slá inn upplýsingar um stærð vörunnar og síðan býr hún til þrívíddarmynd af hvaða hlut sem þú ert að kaupa og sýnir þér hlutinn í samanburði við annan hlut sem flestir kannast við – t.d. gosdós, blað, spilastokk, sjónvarp – þannig að þú áttir þig betur á stærðinni. Með þessu móti veistu nákvæmlega hversu stór hluturinn er þegar hann kemur í póstinum.

Þegar þú verslar í matinn: Rannsóknir sína að ef þú tekur börnin með í búðina gætirðu eytt allt að 40% meira en þú hefðir gert ef þú hefðir farið ein(n) vegna kvartana og suðs í börnunum. Þannig að sparaðu þér útgjöldin og reyndu að versla með börnin heima. Ef það gengur ekki, þá gætirðu gefið börnunum þínum lítinn vasapening og segir þeim að þau megi kaupa sér einn hlut fyrir þann pening – að því gefnu að þú samþykkir hlutinn

Ef þú kaupir þér nýtt rúm: Ekki láta húsgagnaverslunina tala þig inn á að kaupa einhvern heildarpakka, skoðaðu málið sjálf(ur) og kannaður hvort að það geti jafnvel verið ódýrara að kaupa hlutina í sitthvoru lagi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: