Ó-mistökin þrjú

forbidden1. Að setja óraunhæf markmið

Oft setja óvanir sér verulega óraunhæf markmið, tökum sem dæmi sófaklessuna sem ætlar sér að hlaupa maraþon eftir tvær vikur eða hinn nýútskrifaða sem ætlar að verða framkvæmdastjóri í einu af stærstu fyrirtækjum landsins. Veistu, með því að setja sér verulega óraunhæf markmið geturðu skemmt fyrir þér móralinn þegar þú nærð því ekki.

2. Að setja óljós markmið

Oft setjum við okkur óljós markmið. Að „ná árangri“ eða „koma sér í betra form“ eru ofsalega almenn markmið. Markmiðið ætti að vera að ná árangri í einhverju ákveðnu s.s. í prófinu í vetur eða að æfa sig ákveðið oft í viku. Með því að setja nákvæm og skýr markmið þá er markið augljóst og þú ert líklegri til að ná því!

3. Að setja ómælanleg markmið

Ef þú setur þér ekki mælanlegt markmið, hvernig veistu þá hvernig þér gengur? Eða þá hvenær þú hefur náð markmiðinu? Þegar reyndir markmiðasetjendur hugsa um orð til að forma markmiðin sín, þá hugsa þeir yfirleitt: Hve mikið, hve oft, lengd, tap, auknin, hve lengi o.s.frv. Hugsaðu um þetta fyrir næsta markmið!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: