Jólagjöf í vinnunni

istock_000004842932smallViltu gefa yfirmanninum þínum jólagjöf, en vilt líka að hann hugsi „Ofsalega er Inga hugulsöm“ en ekki, „Hvað er Inga að reyna að fá mig til þess að gera?“ Hérna eru nokkrar leiðbeiningar um hvernig þú getir gefið góða gjöf og komið vel fyrir sem starfsmaður í leiðinni. Leiðbeiningarnar koma frá Dr. Marie McIntyre, höfundi Secrets To Winning At Office Politics.

  • Gjöfing þín ætti að vera frumleg. 34% gjafanna á vinnustaðnum eru súkkulaði eða konfektkassar – eða einhverskonar önnur sætindi, eins og karamellur. En af hverju ekki að gefa yfirmanninum eitthvað ljúffengt kjötstykki eða steik fyrir sama pening. Eða gott kaffi? Þá stendurðu hugsanlega upp úr að einhvejru leiti sem frumlegur hugsuður.
  • Gerðu gjöfina þína persónulega. Það er í lagi að gefa gjafabréf -en hvernig væri þá að gefa gjafabréf í uppáhalds golfverslunina eða Tónlist.is ef að viðkomandi kann að meta tónlist? Eða jafnvel uppáhalds veitingastaðinn? Þetta eru alltsaman nokkuð öruggar gjafir og leyfa yfirmanninum að velja sér eitthvað sem þeim líkar við. Forðastu almenn gjafakort í verslunarmiðstöð eða hagkaup o.þ.h.                   
  • Gefðu gjöf sem hefur notagildi allan ársins hring. Ostur mánaðarins, kjötálegg mánaðarins, blóm mánaðarins eða áskrift að uppáhalds tímaritinu. Hvert sinn sem að þeir sjá nýjasta tímaritið af Lifandi Vísindum í kassanum í staðinn fyrir minniisblað eða reikning, þá hugsa þeir vel til þín.
  • Önnur góð hugmynd er að bjóða öllu teyminu með. Gjöf frá öllum hópnum mun forða yfirmanninum frá því að fá gagnslausar ostakörfur – og sýnir liðsandann á vinnustaðnum. Því fleiri sem að taka þátt í gjöfinni, því betri og flottari getur hún orðið.
  • Ekki finnast það hallærislegt að gefa pening til uppáhalds góðgerðarmáls yfirmannsins. Mörg okkar hafa miklu meira en við þurfum – þannig að það að gefa til góðgerðarmála sem skipta yfirmanninn máli sýnir að þú skilur gildin hans.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: