Passaðu upp á vinnuna þína

cube-lgVinnumarkaðurinn er dálítið erfiður. Þannig að ef þú ert með atvinnu, þá skaltu reyna að gera það sem þú getur til þess að halda henni. Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur haldið þér frá niðurskurðarlistanum. Þær koma úr tímaritinu Business Week.

Stígðu fram. Yfirmaðurinn þinn þarf að heyra hvernig fyrirtækið getur minnkað kostnaðinn, fundið nýja kúnna, bætt ferlin, hvatt starfsfólkið áfram og birt næstu „stóru hugmynd“. Nú er að hefjast handa! Markmið þitt ætti að vera að ef þú yrðir látin fara þá þyrfti að fylla upp í stóra holu í fyrirtækinu. Þannig að taktu ákvörðun á hverjum degi um að vinna að þeim verkefnum sem skipta fyrirtækinu mestu máli, því ef þú ert hluti af plönum fyrirtækisins um betrumbætur, reynir yfirmaðurinn þinn að halda þér í stöðunni.

En, þú þarft líka að muna það núna: Allt er hluti af starfinu þínu. Þannig að vertu reiðubúin að taka að þér verkefni sem falla strangt til tekið út fyrir starfslýsinguna þína, t.d. að taka niður fundargerðir á fundum. Litlu hlutirnir sem þú gerir umfram starskyldu þína geta orðið mikilvægir þegar kemur að niðurskurðum.

Láttu yfirmanninn ávallt vita hvað þú ert að gera. Þú verður að vera opinskár um hvað þú ert að vinna að og hvernig það muni hjálpa yfirmanni þínum að ná markmiðum fyrirtækisins. Ekki fela upplýsingarnar eða þykjast vera að „vinna“ þegar þú ert í raun að leggja kapal í tölvunni. Ef þú ert ekki með nóg að gera, segðu það þá. Því heiðarlegri og opinskárri sem yfirmenn þínir telja þig vera, því líklegri ertu til að njóta traust þeirra og að þeir haldi þér nálægt sér.

Fylgstu með og lærðu á Twitter og Facebook og aðra hluti sem eru vinsælir þessa dagana. Þú vilt ekki að yfirmaðurinn skipti þér út fyrir einhvern sem er meira „með allt á hreinu“ er það nokkuð?

Vertu heilbrgið(ur). Fáðu þinn svefn, borðaður vel, hreyfðu þig, drekktu nóg af vatni og forðastu óhóflegt magn af koffíni og alkóhóli. Af hverju? Heilbrigt fólk verður venjulega ekki mjög þreytt þegar verið er að vinna undir tímapressu. Heilbrigðir einstaklingar taka ekki eins marga veikindadaga úr vinnunni. Samkvæmta McMaster Háskóla, voru þeir sem að hreyfðu sig reglulega almennt taldir af yfirmönnum sínum gáfaðri, vinnusamari og öruggari en aðrir og þetta eru kostir sem hjálpa þér að halda vinnunni þinni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: