Stress getur bætt við kílóum

Stress-ZebraStripesSvona virkar það skv. Rodale útgáfufélagi. Stress veldur því að líkaminn framleiðir ýmiskonar hormón, m.a. adrenalín. Þetta kveikir á fitufrumunum í líkamanum og fær þær til að losa fitusýrur í blóðið, sem eykur orkuna sem er til staðar fyrir aðrar frumur líkamans og fyrir þig. En þegar þú þarft síðan ekki á þessari aukaorku að halda, þá býr líkaminn til annað hormón til þess að kljást við allar þessar fitusýrur. Það er kallað cortisol og er stundum gefið viðurnefnið „bumbu hormónið“ þ.e.a.s. vegna þess að það veldur því að þú bætir við kílóum, sérstaklega í kringum miðjuna þína. Þannig að ein af grundvallarþáttunum í því að kljást við þyngdina er að ná stjórn á stressinu. Hérna eru nokkrar leiðir til þess að hafa stjórn á þessu tvennu:

  • Slepptu sjónvarpsglápinu seint á kvöldin. Karlmenn sem sofa einungis 4 tíma á nóttu hafa að meðaltali 37% hærra corisol hlutfall en þeir kalrmenn sem ná fullum 8 tíma svefni.
  • Hættu að veltast um í rúminu. Hversu vel þú sefur, skiptir líka máli. Ef þú nærð nægum djúpum svefn, gæðasvefninum með draumunum og „REM“ (Rapid eye movement), þá framleiðir þú meira af HGH hormónunum. Það er gott, því þú vilt hafa mikið af þeim hormónum því að þau hindra vöðvatap.
  • Fáðu nóg af C-vítamíni, sérstaklega ef að þú ert á stresstímabili. Prufaðu 1000 milligrömm og skiptu því niður yfir daginn.
  • Ekki drekka mikið. Alkóhólið eykur vökvatap líkamans. Líkaminn heldur að það sé skortur á vatni og eykur cortisolið.
  • Einnig, reyndu að fá þér ekki meira en tvo bolla af kaffi.
  • Vertu andlegri. Hér er smávísdómur: Að einbeita sér að bæninni. Ef við stöðvum umferðina í höfðinu okkar daglega, jafnvel bara í smástund – til þess að leika við barnið okkar, ilma af náttúrunni í kring eða hvaðeina – þá slökum við á og erum á góðri leið til bættrar heilsu.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: