Láttu krónurnar endast

Metal_Money_Box_Safe_BankÞað eru erfiðir tímar í efnahagsmálum og þegar erfiðir tímar eru getur verið erfitt að spara. Jeff Yeager er stundum þekktur sem hinn endanlegi nískupúki, og hefur gefið ófáum ráð síðastliðin 25 ár um hvernig hægt er að láta krónuna endast örlítið lengur. Hérna eru þrjú ráð sem þú gætir nýtt þér

Ráð #1: Þegar bensínið hækkar upp úr öllu valdi, verður eðlilega pyngjan okkar eilítið léttari. Flest okkar aðlögumst við hækkuðu verðinu eilítið og minnkum aksturinn og reynum að verða sparsamari. En þegar bensínverðið lækkar aftur að þá er ráð að nota tækifærið og spara meiri pening. Halda sparakstrinum áfram og prufaðu að taka hæsta verðið og ímyndaðu þér að þú þurfir ennþá að greiða þá upphæð fyrir bensínið, en í staðinn leggurðu mismuninn til hliðar. Á stuttum tíma verðurðu kominn með stórgóðan sjóð og það sem meira er, þú ýtir undir það að þú keyrir minna því þú ert að „kaupa“ bensínið svo dýrt ennþá.

Ráð #2: Gerðu fjárhags brunaæfingu. Ekki bíða eftir „slæmu fréttunum“. Notaðu næsta sunnudag í það að skrifa niður og átta þig á verstu hlutunum sem kunna að koma fyrir sem myndu hafa fjárhagslega slæmar afleiðingar fyrir þig og fjölskyldu þína – atvinnumissir, lífeyrissjóðstap o.þ.h. – og reyndu að finna út hvernig þú myndir tækla hvert og eitt vandamál. Jeff Yeager segir það vera mikilvægt að hafa fjölskylduna með í ráðum þannig að þið getið skapað samheldna aðgerðaráætlun. Og þegar þú skoðar þessa hluti skipulega, þá oft hætta þeir að vera eins  hræðilegir og þú ímyndar þér þegar þú hugsar um þá ein(n) og oft nærðu jafnvel betri næstursvefn, því áhyggjurnar eru óþarfar.

Ráð #3: SPURÐU hvort að þú getir fengið betri díl! Rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum af neytendasmatökum sýndi að yfir 90% þeirra sem þorðu að biðja um aukaafslátt, fengu afslátt – hvort sem um var að ræða af raftækjum, heimilistækjum eða öðrum hlutum. Meðal aukasparnaðurinn var vel yfir 5000 krónur. Lykillinn er að vera kurteis þegar þú átt í samskiptum við verslunina.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: