Slæm atvinnuleitar ráð

57363871Þessa dagana þá eru allir að bjóða upp á ráðleggingar um hvernig eigi að ná í vinnu, en sum ráðin kunna að valda skaða frekar en hitt. hér eru nokkrar algengar ráðleggingar sem þú ættir ekki að fylgja frá CareerBuilder.com:

  • Senda ferilskránna þína á öll auglýstu störfin sem heilla þig.Vandamálið við þessa kenningu er að hún gerir ráð fyrir að þú sért hæf(ur) í öll þessi störf, sem þarf ekki að vera rétt. Ef þú ert ekki hæfur, þá ertu í rauninni bara að eyða tímanum þínum í vitleysu. Ímyndaðu þér frekar að í atvinnuviðtali þá þurfirðu að réttlæta hæfni þína til að fá starfið, ef þú getur það ekki á sannfærandi hátt í huganum, skaltu ekki senda ferilskránna vegna þess starf, heldur einbeita þér að annarri stöðu.
  • Því fleiri tengiliði sem þú hefur, því betra. Samkvæmt heimsins stærsta atvinnumiðlara, Robert Half International, þá er besta leiðin að fá vinnu en í gegnum tengsl. En þú færð yfirleitt ekki vinnu í gegnum meðmæli kunningja. Þannig að í staðinn fyrir að ná grunnum tengslum við fjölda fólks, eyddu tíma í að kynnast fáum mjög vel.
  • Ef þú sækjir um á netinu, skaltu spara tíma með því að sleppa kynningarbréfinu. Þetta er slæm ráðlegging! Í einni rannsókn sögðu næstum 90% af þeim sem héldu utan um ráðningar að kynningarbréfið væri ein af megin leiðunum til að meta umsækjendur. Þannig að ef þú sendir ekki eitt slíkt, missirðu af tækifærinu til að sýna skriffærni þína og útskýra hvernig kunnátta þín muni hjálpa fyrirtækinu.

Mundu: Jafnvel fólk sem vill vel getur gefið slæm ráð.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: