Þættir sem hafa áhrif á öldrunina

anti-aging1Þó við getum ekki boðið upp á yngingarlyf þá eru hér fjórir þættir sem að hjálpa þér að eldast, en með því að bregðast rétt og forðast þessa þætti, þá gætirðu litið út fyrir að eins ung(ur) og þér finnst þú vera. Þessar ábendingar koma frá rithöfundinum Dr. Mehmet Oz.

  • Fyrsta flýtileiðin: Hár blóðþrýsingur. Dr. Oz segir að blóðþrýsingur sé #1 þegar kemur að því að flýta öldruninni. Það er vegna þess að hjartað er stöðugt að dæla blóði um líkamann eins og brunahani. En þegar þrýstingurinn er of hár, þá hefur það slæm áhrif á æðaveggina og ýmis líffæri – og eykur m.a. líkur á heilablóðfalli. Það getur líka minnkað súrefnisflæði til mikilvægra líffæra. Reyndu því að hafa blóðþrýstingin í kringum 115 yfir 75. Því lægri sem hann er, því meiri hvíld fá æðarnar.
  • Önnur leið til að eldast hratt: Byrjaðu að reykja. Við vitum hvað tóbak getur verið skaðlegt lungunum og hjartanu. Það getur líka losað okkur við mörg ár á lífsleiðinni. Rannsókn sem Helsinki Háskólinn í Finlandi gerði, sýndi að fólk sem hafði aldrei reykt lifði að meðaltali 10 árum lengur en fólk sem reykti einn pakka eða meira af sígarettum á dag. Með öðrum orðum: Hver einasta sígaretta sem þú kveikir þér í, færir þig 15 mínútum nær dauðanum.
  • Þriðji þátturinn þegar kemur að öldrun: Bumban. Að vera með dálítið góðan fituforða, oft í kringum magann, er ein af meginástæðunum fyrir því að fólk fær of háan blóðþrýsting. Hvernig stendur á því? Jú, vegna þess að of mikil fita getur haft takmarkandi áhrif á öndunina þannig að hjartað þarf að vinna harðar að því að pumpa súrefnisríku blóði um líkamann! Þannig að Dr. Oz mælir með því að mæla á þér mittið, byrja í kringum naflan. Mittið þitt ætti sem þumalputtaregla ekki að vera meira en hæð þín deilt með tveimur.
  • Fjórði og síðasti þátturinn sem hjálpar þér að eldast og við ætlum að fjalla um: Stress. Dr. Oz segir að þegar þú ert stressuð/aður, ertu líklegri til að stífna í kjálkanum og taka grynnri andardrætti. Þetta þýðir það að þindin situr hreyfingarlaus – sem gefur m.a. frumunum í kringum magann meira rými til þess að geyma fitu. Þannig að þegar þú upplifir stress, taktu þá nokkra djúpa andardrætti í röð. Þetta er ein einfaldasta leiðin til þess að slaka á. Stöðvaðu stress hórmónin sem elda þig og bæta kílóunum við!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: