Elska dýrin okkur til baka?

Animal loveFlestir myndu lýsa því sem þeim finnst gæludýrin gefa mannfólkinu til baka sem „ást/kærleika“ en geta gæludýrin raunverulega elskað okkur? Samkvæmt Dr. Nicholas Dodman, dýralækni og dýra atferlisfræðingi, þá er svarið: JÁ!

Rannsóknir hafa sýnt það að nærvera eða snerting frá ákveðinni persónu lækkar púlsin hjá dýrum eins og hundum, köttum og hestum. það er merki um tengsl, ekki bara að þau séu háð okkur. Samkvæmt Dr. Dodman, elskar hundur ekki einhvern bara vegna þess að þeir eru í sama herbergi. Persónuleiki gæludýrsins og eigandans verða að vera samrýmanlegir. Þannig að dómínerandi og sjálfstæður hundur mun verða tengdari persónu sem er sterkur leiðtogi. Hinsvegar verður hundur sem hefur átt erfitt líklega tengdari rólegum og nærgætnum eiganda.

Í sumum tilvikum er dauði ekki einu sinni nóg til að brjóta í sundur þessi sterku tengsl. Hundur í Skotlandi sat við gröf eigandans síns í mörg ár, og beið eftir því að hann kæmi til baka. Hann dó að lokum, á bið. Dodman segir að kettir hafi leiðir til þess að sýna væntumþykju einnig. Þegar köttur kemur heim með dautt dýr þá er það merki um væntumþykju, það er merki um tengsl. Köttur sem eltir þig getur líka verið dæmi um sterk tengsl. Ekki endilega að kötturinn sé límdur við þig, en þeir ráfa á eftir þér inn í annað herbergi eftir nokkrar mínútur. Þeir geta líka stundum orðið örlítið leiðir þegar þú ferð og fagna þér ákaft þegar þú kemur aftur. Kettir geta líka lært að þekkja hljóðin í bílnum þínum þegar þú ekur inn innkeyrsluna eða í fótatakinu þínu þegar þú nálgast. Að sjálfsögðu er malið óumflýjanlegt merki um væntumþykju. 

Og hvað getum við lært af þessu? Jú gæludýrin okkar geta kannski ekki talað við okkur eða leitt okkur, en það er ekki endilega rangt að lýsa tilfinningum þeirra til okkar sem KÆRLEIKA.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: