3 algengar og góðar spurningar

survivor_logoÞað eru margar spurningar sem brenna á almenningnum um hvað skuli gera í hinum og þessum aðstæðum, hérna eru 3 aðstæður sem að Mary Hunt, höfundur bókarinnar Debt Proof Living fjallar um. 

Aðstæður #1: Þú missir vinnuna og átt bara nokkur hundruð þúsund krónur í sparnaði. Hvað skal gera fyrst? Hunt segir að þú eigir að byrja á því að sækja um atvinnuleysisbætur, því að það getur tekið nokkrar vikur að að ganga frá málum þar þangað til þú færð bætur greiddar út. Næst, skaltu frysta öll óþarfa útgjöld. Þú getur sagt við börnin að þetta sé tímabundið – eins og ykkar eigin Þraukara (Survivor) sjónvarpsþáttur! Eyddu bara í algjörar nauðsynjar, fæði, húsnæði, eldsneyti, skatta, lækniskosntað og allra nauðsynlegustu reikningana. Það þýðir að heimilið, bíllinn og rafmagnið ætti að borga fyrst. Þú ættir að halda þér í þessum þraukaralíferni þangað til þú ert komin með annað starf.

Aðstæður #2: Þú ert í peningavandræðum. Ættirðu að taka út af lífeyrissparnaðinum? Hunt segir – ekki einu sinni hugsa það! Lífeyrissparnaðurinn er ekki bankareikningur eða hraðbanki. Þarna eru með peninga sem ekki er búið að greiða skatt af og er eyrnamerkt framtíðinni þinni. Þú vilt reyna að forðast þetta undir öllum kringumstæðum. Reyndu frekar að lifa í þraukaraástandinu.

Aðstæður #3: Ættirðu að kaupa þér fasteign núna – er það brjálaði eða ekki? Hunt segir að ef þú hefur efni á því, þá er frábær tími til að kaupa fasteignir í dag! Verðið er lágt og hægt er að gera góð kaup á ýmsum íbúðum.Bankarnir eru þó tregir til að lána, þannig að þú þarft að eiga dágóða fjárhæð til að byrja þetta og að vera með stöðuga vinnu ef þú ætlar út í þetta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: