Hegðun sem fer í taugarnar á lækninum

frustratedNýleg könnun sýndi að læknar lýstu 15% sjúklinga sinna sem „erfiða“. Hérna er listi með hegðunum sjúklinga sem skv. ABC news fer í taugarnar á læknum:

  • #1Þú kemur með þriðja aðilann með þér til læknisins. Rannsókn sýndi að einn af hverjum fimm sjúklingum tekur maka eða vin sinn með sér í læknisskoðunina. Þetta er í fínu lagi ef að þú ert barn, en þegar þú ert fullorðin, þá þurfa læknarnir að eiga skilvirk og skýr samskipti við sjúklinginn til þess að geta ráðlagt um bestu meðferðina. Þannig að því fleiri einstaklingar sem þú tekur með þér, því meiri truflun verður og því óskilvirkari verður heimsóknin. Skildu vinina því eftir á biðstofunni.
  • #2 : Að gleyma að segja lækninum frá fæðubótaefnum. Flestir gera ráð fyrir því að að ólyfseðilsskyld lyf, náttúrulyf eða fæðubótarefni flokkist ekki sem „lyf“. Þannig að þegar læknirinn spyr hvort að viðkomandi sé að taka inn einhver lyf að þá er svarið venjulega „nei“. En staðreyndin er sú að sum náttúrulyf eða fæðubótarefni geta haft slæm áhrif á líkamann þegar þeim er blandað við önnur lyf! Þannig að þegar læknirinn spyr, láttu hann þá vita af öllum lyfjunum sem þú ert að taka og leyfðu lækninum að ákveða hvað eigi við og hvað eigi ekki við.
  • #3 : Sjúklingar sem ætlast til þess að pilla lækni allt. Í dag er offita, hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur algengt vandamál!  En í stað þess að breyta lífstíl sínum, ætlast margir til þess að læknar gefi þeim bara pillu til þess að „laga vandamálið“. Hinsvegar er staðreyndin sú að með því að losna við, jafnvel bara lítið magn af aukaþyngdinni og með því að breyta matarræðinu að þá er hægt að seinka einkennum þessara sjúkdóma eða jafnvel koma í veg fyrir þá án þess að leyta í dýr lyf.
  • #4: Sjúklingar sem sjúkdómagreina sig SJÁLFIR. Það er í lagi að gera smá netkönnun áður en þú ferð til læknisins, en þú ættir samt ekki að fara til læknisins og „heimta“ nýja lyfið sem þú sást auglýst á netinu eða „heimta“ dýrar rannsóknir BARA vegna þess að þú last eitthvað á netinu og þú heldur að þú sért með einhvern ákveðin sjúkdóm. Leyfðu lækninum að greina þig – og þú getur þá reynt að fá annað álit ef þörf þykir. En læknirinn þinn er læknirinn.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: