Hafðu þetta tvennt í huga!

cryingVið erum öll að reyna að minnka útgjöld og spara peninga, sérstaklega þessa dagana. Hérna eru tvennt sem við ættum að hafa í huga þegar kemur að fjármálunum fundið í Real Simple tímaritisins.

Þegar kemur að fjármálunum: Ekki láta tilfinningarnar ráða. Amanda Clayman, félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í fjárhagsvandamálum segir að í upphafi þrufi fólk að HÆTTA að kvarta yfir þeim neikvæðu hlutum og atburðum sem hafa orðið. Það er óþarfa orkueyðsla og eitthvað sem allar óskir og vonir heimsins fá ekki breytt. Í raun er lykilatriði að gera skýr skil á milli peninga og tilfinninga. Clayman segir að skjólstæðingar sínir noti oft „kreditkorta meðferð“ til þess að halda sér á floti, en að slíkt geri bara illt verra. Já, aðstæður þínar eru eflaust mjög ósanngjarnan, en heimurinn skuldar þér ekki nýjan fataskáp í staðinn! Þannig að haltu tilfinningunum fyrir utan þegar þú ert að taka fjárhagsákvarðanir og einblíndu á það sem er praktískt. Lífið heldur áfram og leyfðu því að gera það.

Darryl Robinson, barþjónn á Hudson Bar í New York kemur með hina ábendinguna. Hann segir að á erfiðum tímum, sé mikilvægt að einangra sig ekki. Við þurfum öll félagsskap og vini og það er hægt að skemmta sér með vinum á ódýran hátt. Hverju mælir hann með? Takmarkaðu þig við annaðhvort föstudags eða laugardagskvöld þegar flestir eru í fríi. Þannig nærðu að hitta mun fleiri á styttri tíma. Einnig fáðu þér eitthvað að borða heima hjá þér áður en þú skellir þér út á lífið og láttu einn drykk duga um kvöldið, barþjónninn mælir sjálfur með martini.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: