Að halda ræðu 2

PublicSpeakingAð halda ræðu getur verið taugastrekkjandi, en hér eru nokkur ráð sem hjálpa þér að verða ræðusnillingur!

1. Þekktu umfjöllunarefnið!

Kynntu þér það sem þú ert að fjalla um og vertu viss um þær staðreyndir sem þú teflir fram. ef þú veist hvað þú ætlar að segja og veist að staðreyndirnar eru réttar, verðurðu mun öruggari og getur svarað spurningum ef að þær koma!

2. Æfðu þig, æfðu þig meira og æfðu þig síðan örlítið meira.

Þegar þú ert búinn að undirbúa þig, haltu þá einskonar æfingaræðu, og síðan aftur og síðan einu sinni í viðbót. Talaðu við hundinn þinn, fyrirframan spegilinn eða fjölskyldumeðlimina. Í hvert skipti sem þú heldur æfingaræðuna, þá muntu læra efni hennar betur, eykur sjálfsöryggið þitt og verður flottari ræðumaður!

3. Ímyndaðu þér að þú sér frábær!

Neikvæð hugsun kemur þér hvergi. Ef þú hefur trú á því að þú munir standa þig vel, þá muntu gera það. Ef þú heldur að þú munir klikka, veistu…þá muntu líklega klikka! Eins einfalt og það nú er!

4. Þekktu áheyrendur þína

Eins einfalt og þetta hljómar kannski, er þetta ofsalega mikilvægt. Við hvern ertu að tala? Fjölskylduna, vinnufélagana, vinina? Ef þú ert að tala við vini þína, þá vilja þeir kannski fá smá skemmtun í leiðinni, en ef þú t.a.m. ert lögmaður að tala við dómara, þá er betra að skilja húmorinn eftir úti. Hugsaðu líka um hvort að aldurshópurinn sé breiður eða á hvaða bili hann er. Sumir brandarar og sum dæmi eiga kannski betur við Iphone kynslóðina heldur en aðra hópa.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: