Kurteisi á vinnustað!

cbook445Rannsóknir sína að kvartanir vegna samstarfsmanna sem gleyma að svara netpóstum, eru dónalegir og bera enga virðingu fyrir öðrum eru að aukast. En þú verður að vera kurteis – þú eyðir næstum einum þriðja af lífi þínu með þessum samstarfsmönnum þínum! Þannig að hér eru nokkrar hugleiðingar frá Dr. P.M. Forni, höfundi bókarinnar Choosing Civility:

•    Í fyrsta lagi, þegar þú átt samskipti við einhvern, þá verðskuldar viðkomandi fulla athygli þína. Það þýðir að þú átt ekki að kíkja á úrið, búa til innkaupalistann í hausnum og ekki nota símann þinn á hádegisfundinum. Þegar þú ert út-um-allt  þá tekur allt lengri tíma. Og fólkið í kringum þig finnst það vera einskis virði.

•    Síðan skaltu læra að tala vel um aðra. Það er fullt af góðu og vel-meinandi fólki þarna úti. En ef þú myndir miða við samtölin sem eiga sér stað á veitingastöðunum eða strætóstöðinni þá myndirðu halda að allir í heiminum væru gjörsamlega óhæfir og fullir hatri. En þegar þú segir slæma hluti um aðra – þá sýnirðu líka sjálfan þig í neikvæðu ljósi.

•    Berðu einnig virðingu fyrir skoðunum annarra. Þú þarft ekki að vera sammála, bara gefðu þeim tækifæri á að segja sína skoðun á hlutunum.
•   Og að lokum, til þess að auka kurteisina á vinnustaðnum skaltu meina það þegar þú biðst fyrirgefningar á einhverju. Að segja „Fyrirgefðu að þér líður illa“ er ekki afsökunarbeiðni, því þú ert ekki að taka á þig neina söku. Það er það sama og að segja „Fyrirgefðu að þú ert risastórt grenjandi smábarn“. Þetta er afsökunarbeiðni: „Ég sé að þú er sár, og ég bið þig afsökunar á mínum þátt í því“.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: