Þú ert það sem þú borðar!

snacks-1Þú hefur heyrt orðatiltækið „Þú ert það sem þú borðar.“ Gettu hvað. Maturinn sem þér finnst góður, segir heilmikið til um persónuleikan þinn. Hér að neðan færðu pínulitla innsýn frá Dr. Alan Hirsch sem starfar hjá lyktar og bragð rannsóknarstöðinni (smell and Taste Research and Treatment Center). Hann greindi og rannsakaði persónuleika og matarást hundruða einstaklinga og hér eru hluti af niðurstöðunum sem hann komst að:

  • Fólk sem elskar kartöfluflögur er metnaðarfullt, nær árangri, keppnisgjarnt og þolir ekki að eyða tíma í vitleysu. Og þau elska það þegar makar þeirra eða börn skara fram úr í einhverju.
  • Fólk sem finnst tortilla flögur betri, eru fullkomnunaristar, alltaf stundvís og eru æðislegir húsgestir. Þessir einstaklingar eru ábyrgir þegar kemur að peningum, taka málstað litla mannsins og eru í stuttu máli einstaklingarnir sem þú myndir vilja hafa við hlið þér ef þú værir fastur/föst á eyðieyju.
  • Fólk sem elskar ostasnakk er yfirleitt jarðbundið, heiðarlegt, samkvæmt sjálfu sér og kemur vel fram við alla. Þeim er illa við óreiðu, er sama um titla og stöður, og reyna alltaf að skipuleggja sig vel, þannig að líkur eru á að þessir einstaklingar séu með aukabatterí og skyndihjálparkassa nálægt.
  • Þeir sem elska hnetur eru áreiðanlegir, léttir í lundu. Þeir eiga það líka til að vera rólegir þegar neyðarástand ríkir og er yfirleitt alveg sama þó að áætlanir breytist á síðustu stundu.
  • Að lokum eru það þeir sem að elska poppið. En þessir einstaklingar eru yfirleitt árangursdrifnir, en alveg óskaplega hógværir þegar kemur að afrekum þeirra og reyna ekki að hrósa sér um of. Satt best að segja, gætirðu búið við hlið poppkornselskanda og þú myndir aldrei vita að hann hefði gefið milljónir til góðgerðarmála þangað til þú læsir það í minningargrein um hann.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: