3 Tímastjórnunar og skipulags – ráð í viðbót!

clock1. Skoðaðu tölvupóstinn á ákveðnum tímum
Það er ekki skynsamlegt að lesa og svara hverjum tölvupósti þegar hann kemur. Bara vegna eþss að einhver sendi þér póst sem þú færð nánast samstundis, þýðir ekki að þú þurfir að svara honum samstundis. Fólk vill svar innan eðlilegs fyrirsjáanlegs tíma, en ekki endilega svar samstundis. Þannig að svo lengi sem fólk veit hversu langan tíma það tekur þig venjulega að svara og svo lengi sem það veit hvernig á að ná í þig í neyðartilfellum þá geturðu svarað flestum tölvupóstum á fyrirframákveðnum tímum dags. Taktu t.a.m. frá 15-30 mínútur tvisvar á dag til að skoða tölvupóstinn, en láttu hann þess á milli vera.

2. Hafðu skipulag á vefsíðum
Notaðu t.a.m. þjónustu eins og del.icio.us til að fylgjast með vefsíðum. Í staðinn fyrir að hafa punkta og hugmyndir af handahófi um hvaða staði þú vilt skoða, geturðu vistað þessar vefsíður á einum stað og leitað og deilt þessum lista auðveldlega.

3. Áttaðu þig á því hvenær þú vinnur best.
Reyndu að skipuleggja hlutina sem þú vinnur að á tímum þar sem að þú ert hvað virkastur og hressastur. Hver einstaklingur hefur mismunandi hápunkt, sumir vinna best á morgnanna, aðrir um miðjan dag og enn aðrir á kvöldin. Fylgstu með hvernig þú vinnur á mismunandi tímum dags til að átta þig á þínum besta tíma. Reyndu síðan að skipuleggja þig þannig að hápunktur dagsins sé notaður fyrir mikilvægustu verkefnin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: