Gáfaðasta gæludýrið???

CatDogKettir hafa kannski orðspor um að vera klárir, en hundar eru hreinir snillingar. Áður en kattarvinirnir byrja að senda póst á mig og kvarta, þá skulum við hafa eitt á hreinu…ekki skjóta sendilinn (þ.e.a.s. mig!). Hvernig vitum við að hundar eru hreinir snillingar? Jú það var niðurstaða tilraunar sem Canterbury Christ Church Háskólinn í Kent, Englandi gerði:

  • Rannsakendurnir vildu reyna að prófa hæfni gæludýranna til að leysa úr vandamálum. Þannig að þeir útbjuggu próf þar sem að hundar og kettir voru tilraunadýrinn og að þau þurftu að toga í spotta til að fá nammiverðlaun sem voru á hinum endanum. Þannig að með því að toga í þennan spotta, eða draga spottann þá náðu namminu nógu nálægt til þess að borða það.
  • Það kom ekki á óvart að öll dýrun föttuðu spottan og tilgang hans þegar það var bara einn spotti. Hinsvegar, þegar rannsakendurnir bættu við öðrum spotta sem hafði ekkert nammi bundið við hinn endan, fóru línurnar að skírast. Kisunum gekk ekki nógu vel. Í raun gekk þeim frekar illa, jafnvel þó að kettirnir hefðu haft helmingslíkur þ.e.a.s. 50/50 líkur á að velja réttan spotta, að þá náðu þeir ekki einu sinni að velja réttan spotta í helmingi tilvika! Hinsvegar föttuðu hundarnir hvaða spotti hefði nammið strax.

Britta Osthaus er prófessorinn sem framkvæmdi rannsóknina. Hún segir niðurstöðuna vera óvænta því að kettir eru svo góðir að veiða almennt og hafa getið af sér orðspor um að vera klárari. En þegar kemur að því að leysa vandamálin, eru það hundarnir sem skara fram úr.

Auglýsingar

One Response to Gáfaðasta gæludýrið???

  1. Var þetta kannski hundaheppni?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: