Vilt þú verða árangursríkur leiðtogi?

mccainpowell08Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjana segir að hvort sem þú ert yfirmaður í litlu eða stóru fyrirtæki þá séu ákveðin prinsipp sem að geti hjálpað þér að ná árangri. Hérna eru nokkur þeirra

Í fyrsta lagi: Segðu markmið þitt í fáum orðum. Finndu og skráðu niður markmið þín, síðan skaltu taka skref í átt að ná þei. Flest fyrirtækja og persónuleg markmið er hægt að lýsa í fáum orðum. T.d. „Ég vil auka söluna um 10% fyrir áramót.“ eða, „Ég vil vera búin(n) að borga yfirdráttarskuldirnar fyrir 40 ára afmælið mitt. Yfirmenn fyrirtækja eyða oft mánuðum í að útbúa fágaða stefnuyfirlýsingu fyrirtækisins sem að fáir starfsmenn skilja. En árangursríkustu markmiðin eru yfirleitt þau einföldustu.

Í öðru lagi: Markmið þitt er mikilvægara en að vera vingjarnleg(ur). Þú kannt að finna þig knúinn til þess að ráða einhvern vegna þess að þetta er góður vinur. En hafi þeir ekki kunnáttuna til að leiða fyrirtækið áfram að markmiði þess, muntu ekki ná því. Það er mikilvægt að halda persónulega lífinu aðskildu frá atvinnunni ef þú vilt ná árangri.

Annað prinsipp þegar kemur að leiðtogahæfni, skv. Colin Powell: Treystu þeim sem eru í skotgröfunum. Eftir því sem fólk færist ofar í fyrirtækjastiganum, talar það yfirleitt meira, hlustar minna og býr til hóp „Já-manna“ í kringum sig. En Colin segir að yfirmenn ættu að eyða a.m.k. helmingnum af vinnutímanum í það að vera yfir undirmönnunum sínum og að vinna með þeim – kjlást við egóin, undirgefnu starfsmennina og all aðra persónuleikana. Eins og í hernum, er fólkið í skotgröfunum, næst þeim stað þar sem vandamálin kvikna. Þessvegna er það venjuelga þar sem að kunnáttan skapast

Og að lokum: Taktu þér frí. Í einni af aðalræðu Powells árið 2001 sagði hann “Vinnið vinnuna ykkar, farið síðan heim til fjölskyldunnar“ Hann gerði það ljóst að nema markmiðið krefðist þess þá ætlaði hann ekki að vinna á laugardögum eða sunnudögum. Vegna þess að ef þú tekur ekki tíma til að hlaða rafhlöðurnar og njóta tímans með ástvinum þínum, missirðu fljótt sjónar á því sem er mikilvægt. Og þú verður þá aldrei árangursríkur leiðtogi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: